Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 42

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 42
42 www.virk.is UPPLÝSINGAR G R E IN innar sýndu að þeir sem voru óánægðir í starfi, í samanburði við þá sem voru ánægðir eða í meðallagi ánægðir, voru líklegri til að svara að yfirmenn þeirra aðstoðuðu þá stundum/sjaldan eða aldrei við að auka færni þeirra í starfi og var marktækur munur milli hópanna*. Þegar spurt var hversu sáttir eða ósáttir þátttakendur voru með þá möguleika sem þeir höfðu til að þróast í starfi þá sögðust 61% vera fremur sáttir eða mjög sáttir með þá möguleika á móti 13% sem voru fremur ósáttir eða mjög ósáttir með sína möguleika til að þróast í starfi. Þar kom einnig fram marktækur munur á milli hópanna þegar svar við þessari spurningu var skoðað í tengslum við starfsánægju en starfsmenn sem voru í meðallagi ánægðir eða óánægðir í starfi voru mun líklegri til að svara að þeir væru í meðallagi eða ósáttir við þá möguleika sem þeir hefðu til að þróast í starfi*. Virkur vinnustaður – áhrif á vinnustaðinn Í spurningakönnuninni 2014 var einnig spurt hversu ánægðir eða óánægðir þátttakendur voru með þátttöku sína í verkefninu Virkur vinnustaður. 63.6% sögðust vera fremur eða mjög ánægðir með þátttökuna sína en 6,2% voru fremur eða mjög óánægðir. Ekki var munur milli karla og kvenna en 83% þeirra sem voru óánægðir í starfi sögðust vera í meðallagi eða óánægðir með þátttökuna á móti 26% þeirra sem voru ánægðir í starfi en marktækur munur var á milli hópanna*. Þegar spurt var um áhrif verkefnisins á vinnuumhverfið töldu 61.4% það hafa haft fremur eða mjög góð áhrif en einungis 2.2% töldu verkefnið hafa haft fremur eða mjög slæm áhrif á vinnuumhverfið. Hér var einnig marktækur munur milli hópanna þegar skoðuð voru tengsl þessarar spurningar við starfsánægju en 73% af þeim sem voru óánægðir í starfi töldu að verkefnið Virkur vinnustaður hafi haft í meðallagi eða slæm áhrif á vinnuumhverfið í samanburði við 30% þeirra sem voru ánægðir í starfi. Niðurstöður söfnunar lykiltalna Markviss söfnun á lykiltölum átti sér stað hjá öllum þátttökufyrirtækjum öll þrjú árin sem verkefnið stóð yfir. Fjarvera vegna eigin veikinda og veikinda barna var skráð í klukkustundum á sérstaklega útbúið excel-skjal með læstum formúlum sem reiknaði út lykiltölur fjarveru en það tryggði áreiðanleika útreikninganna. Lykiltölur fjarveru voru hlutfall fjarveru vegna veik- inda af virkum vinnudögum á ári sem hér voru 260 dagar og meðaltíðni fjarveru sem var fjöldi skipta sem hver starfsmaður var veikur á ári. Einnig var reiknað út sérstaklega hvernig hlutfall fjarveru skiptist milli skammtíma-, miðlungs- og langtíma fjarveru sem og fjarveru vegna veikinda barna. Niðurstöður spurningakönnunarinnar 2014 sýna að nær 90% þátttakenda telja að fjarvistir séu skráðar á skipulagðan hátt á vinnustað þeirra, sem var mjög svipað niðurstöðum úr könnuninni 2011. Hins vegar kom í ljós að hærra hlutfall stjórnenda í könnuninni 2014, eða um 50%, voru að vinna markvisst með fjarverutölur sem liður í rekstrartölum og áætlanagerð og hafði þetta hlutfall hækkað úr 28% frá könnuninni árið 2011. Enn voru þó margir stjórnendur sem vissu ekki hvort þetta væri gert eða 39% þeirra sem var þó minna en í könnuninni 2011 (42%). Þátttökufyrirtækin tóku saman hlutfall fjarveru fyrir árin 2009 – 2011 eða þrjú ár áður en verkefnið byrjaði. Ekki var safnað saman tölum fyrir tíðni veikinda eða skoðuð dreifing fjarveru milli skammtíma-, miðlungs- eða langtímaveikinda fyrir þessi ár eins og gert var fyrir árin þrjú sem verkefnið stóð yfir. Í töflu 3 má sjá tölur fyrir hlutfall fjarveru og tilheyrandi fjölda daga sem eru meðaltöl fyrir árin þrjú áður en verkefnið byrjaði í samanburði við sömu tölur fyrir árin þrjú sem verkefnið stóð yfir. Sjá má að hlutfall fjarveru hefur minnkað úr 7,2% fyrir árin 2009 – 2011 í 6.1% fyrir árin 2012 – 2014 sem er það tímabil sem verkefnið náði yfir. Þetta þýðir að meðalfjöldi veikindadaga á stöðugildi hefur fækkað um nær 3 daga milli þessara tveggja tímabila. Þegar skoðuð er fækkun daga miðað við hvort um opinberan eða einkarekinn vinnustað er að ræða þá kemur í ljós að á einkareknu vinnustöðunum hefur meðalfjöldi veikindadaga á stöðugildi fækkað um nær 3 daga en hjá hinum opinberu vinnustöðum um rúmlega 2 daga. Í töflu 4 má síðan sjá hinar ýmsu lykiltölur sem safnað var á þeim þremur árum sem verkefnið náði yfir. Allar tölur eru „Ég er svo þakklát fyrir að þetta verkefni hafi farið af stað og með svona jákvæðum formerkjum, þó ekkert sé gefið eftir og að skólinn hafi verið þátt- takandi í því. Þarna fékk ég gott verkfæri til að vinna með og viðhorfsbreytingin til veikinda hefur skapað betra og jákvæðara andrúmsloft.“ Hlutfall fjarveru 8,5% 4,8% 7,2% 7,5% 3,7% 6,1% Fjöldi daga 22,0 12,5 18,7 19,5 9,7 15,9 Opinberir vinnustaðir Einkareknir vinnustaðir Meðaltal allra Meðaltal allra Opinberir vinnustaðir Einkareknir vinnustaðir 2009-2011 2012-2014 Tafla 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.