Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 30

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 30
30 www.virk.is UPPLÝSINGAR V IÐ TA L Ég var útbrunninn, það var aðdragandi þess að ég leitaði til VIRK,“ segir Guðni Örn Jónsson húsasmíðameistari og bygg- ingartæknifræðingur. Ég hitti hann á heimili hans, þar sem hann hefur í krafti þekkingar sinnar og færni breytt óinnréttuðum kjallara í fallega og frumlega íbúð. Efri hæðir hússins eru nú að fá nauðsynlega andlitslyftingu og viðgerðir. Segja má að þetta ferli hússins sé sambærilegt við það mikla starf sem Guðni Örn hefur unnið með erfiða reynslu sem hann hefur af hugrekki og þrautseigju tekist á við til að bæta líf sitt. Nú síðasta ár með ríkulegu samstarfi við VIRK. „Ég byrjaði á grunninum og hef svo unnið mig hægt og rólega upp úr vanlíðan. Ég gekk á eigin fjármuni og fékk endurhæfingarlífeyri hjá Tækni- fræðingafélaginu og Lífeyrissjóði verk- fræðinga til þess að geta af alhug beitt mér í því mikla ferli sem við tók þegar ég ákvað að hætta að byrgja sára reynslu inni. Ég var sem barn og unglingur misnotaður af eldri mönnum sem ég treysti vel. Þeir nýttu aðstæður og yfirburði til þess að gera mér þetta. Það kostaði mig mikið sálarstríð að fara út í að opna þetta mál. Ég leitaði til Stígamóta og Drekaslóðar og vann þar í hópastarfi og fékk einkasamtöl. Allt þetta var mikil hjálp,“ segir Guðni Örn Jónsson. við tók er Guðni tók að gera upp við hina erfiðu reynslu úr fortíðinni. „Ég ólst upp hjá góðum foreldrum og systkinum en allt breyttist þegar misnotkunin hófst. Ég sagði engum frá því sem gerst hafði. Beindi reiði minni yfir í keppnisskap. Tók þátt í íþróttum og fékk þar mikla útrás. Ég varð ekki læs fyrr en ég var tólf ára gamall. En þá breyttist margt. Einkunnir mínar tóku beinlínis heljarstökk upp á við. Ég hafði náð tökum á lestrartækni, hafði gaman af að læra og nýtti mér það tækifæri vel. Ég varð húsasmíðameistari og síðar byggingar- tæknifræðingur og starfaði lengi hjá virtri verkfræðistofu. Þar hætti ég samkvæmt samkomulagi til að vinna í mínum málum. Annað var ekki hægt, mér leið orðið svo illa. Sjálfsmynd mín hafði raskast verulega við misnotkunina og það var afskaplega erfitt þegar mér varð ljóst að ég gat ekki treyst fólki á eðlilegan hátt. Ég hafði vegna reynslu minnar ranga mynd af trausti. Það var verulega sárt að uppgötva þetta, það er ekki langt síðan ég gerði það. En þessi uppgötvun hefur samt hjálpað mér, ég er að vinna í því að leiðrétta þessa skekkju. Ég hef stundum ekki einu sinni getað treyst sjálfum mér, – en þetta er allt að koma. Ég er minn eigin fjársjóður Guðni Örn Jónsson húsasmíðameistari Hann sýnir mér stóra möppu þar sem hann hefur skráð ýmsar hugsanir sem farið hafa í gegnum huga hans í bataferlinu. Þar má sjá bæði bréf og frásagnir sem tengjast uppgjöri hans við liðinn tíma. Sem og sýnir hann mér dagbók þar sem hann færir inn líðan sína dag frá degi. „Bataferlið tók langan tíma. Hófst í mínum huga fyrir alvöru árið 2011, en ég var farinn að reyna að losna miklu fyrr og með hléum allt fram á þennan dag. Heimilislæknirinn minn hefur verið stoð og stytta og árið 2006 fór ég í Hveragerði, það gerði mér gott,“ segir hann. Árið 2002 skildu Guðni og eiginkona hans til tuttugu ára og það gerðist ekki átakalaust sem eðlilegt má teljast. Sjálfsmyndin raskaðist „Við giftumst ung og vorum dugleg, komum okkur upp íbúð og eignuðumst þrjú börn, en smám saman var ekki lengur forsenda fyrir þessu hjónabandi. Um tíma komu upp verulegar deilur, en ég dró mig út úr þeim,“ segir Guðni. Þessir erfiðleikar voru aðeins forsmekkurinn að því sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.