Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 54

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 54
54 www.virk.is UPPLÝSINGAR V IÐ TA L öruggari og auðveldað að finna vinnu fyrir skjólstæðinga í IPS úrræði,“ segir Valur. Fram kemur að þeir sem eru í IPS með- ferðarúrræði vinna hálft starf. „Okkar fólk er flest á endurhæfingarlífeyri og á vinnusamningi frá Tryggingastofnun ríkisins. En stundum er hægt að auka starfshlutfall í allt að 65 prósent starf ef vel gengur. Samstarfið við Tryggingastofnun hefur verið farsælt. Þegar fólk kemst í vinnu verður það oft tilbúnara til að takast á við sjúkdóminn sinn. Sjálfstraust þess eykst og það tekur meðferðinni betur. Við höfum mörg góð dæmi um þetta. Rútínan hjálpar til og áhuginn á að vera í eins góðu formi og unnt er verður meiri. Þeir sem hafa verið í neyslu draga úr henni og jafnvel hætta henni alveg. Lyfjagjöfin er litin jákvæðari augum og þannig mætti fleira telja,“ segir Nanna. Þau Valur og Nanna segja að IPS úrræðið hafi spurst vel út meðal skjólstæðinga Laugaráss, þeir koma og spyrjast fyrir um atvinnumálin, vilja jafnvel komast í vinnu. „Þá útskýrum við IPS starfs- endurhæfinguna. Hve sérstakt úrræði þetta er, hve vel það heldur utan um einstaklinginn og að hann megi byrja að vinna í smáum stíl. Þetta gerir fólk tilbúnara í að taka þátt.“ Stefnt að ríkari fjölskylduþátttöku Kemur fjölskylda viðkomandi inn í þetta ferli? „Það er eitt af verkefnunum sem við stefnum á og fylgir tryggðarskalanum, að fá fjölskylduna meira inn í þetta verkefni. En það er auðvitað þá gert með leyfi þjónustuþegans. Einn skjólstæðingur fór að vinna fyrir skömmu með góðum stuðningi fjölskyldu og hann lagði áherslu á hve það hefði gert honum gott. Þetta smellpassar við IPS hugmyndafræðina. Gott er að allir hjálpist að. Mikilvægt er að nota stuðningskerfið sem er til og það er fjölskyldan. Hún er náttúrulegra stuðningsnet en við hér í Laugarásnum, sem erum þverfaglegur stuðningur í tiltölulega skamman tíma. Við komum hlutunum af stað en svo viljum við að þróunin haldi áfram,“ segir Nanna. Hvað getur fólk verið lengi í IPS-verkefni? „Talað er um að lágmarkið sé eitt ár en geti staðið lengur ef rík ástæða er til. Sumir þurfa alltaf stuðning, en ekki endilega fagfólks, gæti alveg eins verið stuðningur frá ættingjum. IPS-verkefnið byggir á átta grunnþáttum. Einn þeirra er að ef þjónustuþegi mætir ekki í viðtöl til IPS ráðgjafa eigi það ekki að bitna á honum heldur hvetja hann áfram. Ef þjónustuþegi vill skipta um starf eða missir vinnuna þá horfum við á það jákvæða sem gerst hefur í ferlinu, hvað hefur áunnist og nýtum það í áframhaldandi starfsendurhæfingu. Reynum að styrkja jákvæða þætti. Enginn undirbúningsnámskeið fylgja IPS úrræðinu, heldur er farið strax í hraðvirka atvinnuleit. Ef fólk þarf að fara á þung starfsendurhæfingarnámskeið áður en það getur hafið störf getur viljinn til að vinna dofnað,“ segir Valur. Nanna bendir á að önnur úrræði, þyngri í vöfum, skili fólki ekki betur út á vinnu- markaðinn, „né heldur fá þau fólk til að endast betur í vinnu. Þetta módel, hröð og áhugamiðuð atvinnuleit hefur reynst vel fyrir þá sem eru með alvarlegri geðrask- anir. Markmiðið er að fólk komist í vinnu, endist þar og gangi vel,“ segir hún. Draumurinn um IPS námsendurhæfingu „Eitt af því sem okkur langar til að gera næst er að nota IPS úrræðið í sambandi við námsendurhæfingu, það er draumurinn,“ segja þau Nanna og Valur. „En þá þyrftu að vera aðeins fleiri í þverfaglega teyminu. Ef við fengjum einn ráðgjafa í viðbót sem myndi sinna skóla- og námsmálum þá myndum við skora hærra á IPS skalanum,“ segir Valur. „Við erum með þetta bandaríska módel sem aðlagað hefur verið að íslenskum aðstæðum. Við erum ekki að finna upp hjólið. Valur er í samskiptum við Danmörku, þar sem eru stórar rannsóknir í gangi, sem og í Noregi, við lærum af þeim,“ segir Nanna. Valur bætir við að hann hyggi á samstarf við Svía. „Þeir hafa verið lengi með IPS úrræðið og ræða nú hvernig það samrýmist best velferðarsamfélaginu. Við viljum nýta okkur þeirra reynslu og aðlögun þeirra að velferðarkerfi, sem er líkara okkar en það bandaríska.“ Er hægt að nota IPS úrræðið á víðari grundvelli? „Þetta úrræði er notað við þyngri geðraskanir. Við höfum velt fyrir okkur hvort hægt sé yfirfæra hugmyndafræðina yfir á þunglyndi og kvíða til dæmis.“ En er hægt að nota IPS úrræði á landsbyggðinni? „Eftir því sem við náum betri tökum á verkefninu opnast fleiri möguleikar. Við gætum til dæmis með tölvufundum sinnt þjónustuþegum og vinnuveitendum á landsbyggðinni. Það er svo ótrúlega margt hægt,“ segir Nanna. „Almennt hefur þetta gengið vel. Það hafa ekki verið eins margir þröskuldar í veginum og við héldum í upphafi. Þetta fór hægt af stað en gengur nú hraðar. Mestur hluti af þeim fjölda sem hefur komist í vinnu hefur tekist það á síðasta hálfa ári. Þetta er flókin meðferð, en með því að nota tryggðarskalann getum við séð hversu vel okkur gengur að vinna samkvæmt IPS hugmyndafræðinni. Og því nær sem við komumst henni, því betri árangur.“ Eru þið komin með niðurstöður sem þið getið birt? „Nei, en við erum nú komin með nægilega marga þátttakendur í IPS-verkefninu til þess að geta skráð hve margir fá vinnu og hve lengi þeir endast í henni. Rannsóknir hafa sýnt að 63 prósent eru enn í vinnu eftir 18 mánuði sé þessi hugmyndafræði notuð, á móti 23 prósentum við venjulega starfsendurhæfingu. Tölurnar eru reyndar aðeins lægri í Evrópu en í Bandaríkjunum. Þetta úrræði eykur lífsgæði og fækkar innlagnardögum á sjúkrahús. Yfirbygging er lítil og því er þetta ódýrara úrræði en hefðbundin starfsendurhæfing. Við erum afskaplega ánægð með IPS úrræðið.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.