Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 11
11www.virk.is
VIRK
stofnana. Áhersla er alltaf lögð á það að
finna einstaklingum réttan farveg í góðu
samstarfi við aðra fagaðila innan kerfisins.
Samstarf við lífeyrissjóði
Markviss uppbygging hefur átt sér stað á
samstarfi milli VIRK og lífeyrissjóða um allt
land. VIRK er í nánu samstarfi við marga
af stærstu lífeyrissjóðum landsins þar sem
sérfræðingar VIRK fara yfir allar umsóknir
um örorkulífeyri og bjóða einstaklingum
upp á starfsendurhæfingarþjónustu ef
metið er að hún sé raunhæf og muni
skila árangri fyrir viðkomandi einstakling.
Þetta verklag hefur reynst vel og stefnt
er að því að bjóða lífeyrissjóðum um allt
land upp á svipaða þjónustu. Tilvísunum
frá trúnaðarlæknum lífeyrissjóðanna til
VIRK hefur fjölgað á undanförnum árum
og eins er það algengara nú en áður að
einstaklingar séu komnir í þjónustu VIRK
áður en þeir sækja um örorkulífeyri.
Gæði og öryggi
Hjá VIRK er lögð áhersla á að vinna fag-
lega og tryggja öryggi upplýsinga og
gagna. VIRK hefur sett sér það markmið
að fá vottun á starfsemi sinni samkvæmt
alþjóðlegum gæðastjórnunarstaðli IST EN
ISO 9001 fyrir lok árs 2015.
Tilgangur ISO 9001 vottunarinnar er m.a.
að tryggja öguð vinnubrögð þar sem
stjórnendur og starfsfólk, ráðgjafar og
aðrir samstarfsaðilar VIRK þekkja ábyrgð
sína, hlutverk og þær kröfur sem gerðar
eru óháð starfssvæðum og vinna eftir því.
Vottunin krefst stýringar á þessu verklagi
með rekjanleika, árangursmælingum,
reglulegum úttektum og endurskoðun
á verklagi, úrvinnslu ábendinga og um-
bótum þar sem þörf er á.
Útgáfustýrt verklag hefur margskonar
ávinning í för með sér bæði fyrir VIRK
og þjóðfélagið í heild, m.a. auðveldar
það alla þjálfun starfsfólks, ráðgjafa og
samstarfsaðila VIRK, minnkar líkur á mis-
tökum, auðveldar þróun þjónustunnar og
bætir yfirsýn.
VIRK er á mörgum sviðum þegar farið
að vinna samkvæmt kröfum ISO 9001.
Með gæða- og öryggisstjórnun er VIRK
að starfa eftir faglegum og viðurkenndum
stöðluðum vinnubrögðum.
Kynning á þjónustu VIRK
VIRK vinnur í samstarfi við stéttarfélög og
sjúkrasjóði stéttarfélaga um allt land þar
sem einstaklingar fá kynningu á starfsemi
VIRK. Læknar eru einnig að verða meira
meðvitaðir um þjónustuna. Margar
ábendingar hafa hins vegar borist um það
á undanförnum árum að almenningur viti
ekki nægilega mikið um tilvist og þjónustu
VIRK og því var ákveðið að fara af stað með
kynningarátak í febrúar á þessu ári.
Markmiðið með átakinu var að koma
starfsemi VIRK á framfæri við almenning
á jákvæðan hátt til að tryggja það að
einstaklingar viti að þessi þjónusta er
til staðar og að atvinnurekendur sjái
þjónustuþega VIRK í jákvæðu ljósi
til að auka möguleika einstaklinga á
vinnumarkaði í kjölfar starfsendurhæfingar.
Viðbrögð við átakinu hafa verið jákvæð.
Tekin voru viðtöl við einstaklinga sem hafa
lokið þjónustu hjá VIRK og gefin mynd af
stöðu þeirra fyrir og eftir þjónustu.
Fjöldi einstaklinga í þjónustu
Í töflu 1 koma fram upplýsingar um fjölda
einstaklinga sem hafa komið til VIRK
frá upphafi og til loka árs 2014. Jafn-
framt er þar að finna upplýsingar um
fjölda einstaklinga í þjónustu um síðustu
áramót.
Aðsókn að þjónustu VIRK hefur aukist
ár frá ári og á síðasta ári komu tæplega
1800 einstaklingar inn í þjónustu VIRK.
Mynd 8 sýnir fjölda nýrra þjónustuþega á
hverju ári frá árinu 2010. Frá árinu 2012
hefur orðið mikil aukning og fyrir því eru
margþættar ástæður. Þar á meðal setning
laga nr. 60/2012 um atvinnutengda
starfsendurhæfingu sem tryggði öllum
einstaklingum rétt til þjónustunnar
að uppfylltum ákveðnum faglegum
skilyrðum. Mikil fjölgun hefur einnig orðið
meðal einstaklinga sem hafa verið lengi
frá vinnumarkaði og glíma við fjölþættan
vanda. Gera má ráð fyrir að hér séum við
m.a. að takast á við afleiðingar kreppunnar,
þar sem mun stærri hópar en áður hafa
verið án atvinnu í nokkur ár.
Heildarfjöldi sem hefur leitað til VIRK 7.642
Fjöldi í reglulegum viðtölum eða eftirfylgni 2.285
Fjöldi sem hefur lokið þjónustu (útskrifast) 3.765
Fjöldi sem hefur hætt þjónustu 1.592
Tafla 1
Fjöldi einstaklinga m.v. 31. desember 2014
Fjöldi nýrra einstaklinga
2010-2014
Mynd 8
2000
1500
1000
500
0
Árið 2010 Árið 2011 Árið 2012 Árið 2013 Árið 2014
Fjöldi
1.155
1.304 1.236
1.639
1.782