Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 18

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 18
18 www.virk.is V IR K VIRK hefur fengið ráðgjafafyrirtækið Talnakönnun til að leggja sjálfstætt mat á ávinning af starfseminni á árunum 2013 og 2014 út frá ópersónugreinanlegum upplýsingum um einstaklinga sem skráðar eru af ráðgjöfum í gagnagrunn VIRK. Þessar upplýsingar eru svo settar í samhengi við útgjöld VIRK á hverju ári fyrir sig. Skoðuð er framfærslustaða einstaklinga við lok þjónustu hjá VIRK á þessum árum og ýmsar lýðfræðilegar breytur sem skráðar hafa verið í gagnagrunn VIRK. Þessar upplýsingar eru síðan settar í samhengi við upplýsingar um laun mismunandi starfsgreina og bótafjárhæðir hjá TR og lífeyrissjóðum. Til að gera þetta þarf Talnakönnun að gefa sér tilteknar forsendur þar sem ekki er vitað hvað hefði orðið um einstaklinga sem ljúka þjónustu hjá VIRK ef þjónustan hefði ekki verið til staðar. Sumir hefðu getað náð árangri upp á eigin spýtur á meðan aðrir hefðu hugsanlega hlotið varanlega örorku. Til að nálgast þetta gaf Talnakönnun sér eftirfarandi forsendur: • Ef einstaklingur er á örorkulífeyri hjá lífeyrissjóðum eða TR við komu til VIRK og útskrifast á vinnumarkað er reiknað með að einstaklingurinn hefði farið á varanlega örorku án aðkomu VIRK. Þetta er í takt við þá staðreynd að mjög fáir einstaklingar á örorkulífeyri fara aftur á vinnumarkað. • Ef einstaklingur er á endurhæfingarlíf- eyri hjá TR við komu til VIRK og útskrifast á vinnumarkað er reiknað með að helmingur þeirra hefði farið á örorku út starfsævina. Þetta er í samræmi við þær tölur sem hafa komið frá TR en þær sýna að um helmingur þeirra sem fer á endurhæfingarlífeyri endar á örorkulífeyri. Reiknað er með að hinn helmingurinn hefði komist á vinnumarkað eftir 60 mánuði. • Reiknað er með að aðrir en þeir sem útskrifuðust á endurhæfingar- og örorkulífeyri hefðu verið óvinnufærir í fimm ár ef þeir hefðu ekki notið þjónustu VIRK en enginn hefði farið á varanlega örorku. Frá þessum fimm árum (60 mánuðum) dragast síðan mánuðir í starfsendurhæfingu. Þetta er mjög varfærin forsenda. Ekki er gert ráð fyrir varanlegri örorku hjá neinum, en hún kostar samfélagið mjög mikið. Út frá þessum forsendum var niðurstaða fyrir hvern og einn reiknuð út og þannig fundin heildartala fyrir þá sem fara í launaða vinnu. Niðurstaða þessara útreikninga gefur um 9,7 milljarða króna í ávinning á árinu 2013 og 11,2 milljarða króna á árinu 2014. Ábatinn af starfseminni skilar sér bæði til Tryggingastofnunar, lífeyrissjóða og ríkisins í formi aukinna skatttekna og til einstaklinganna sem um ræðir. Þessar stærðir eru settar í samhengi við rekstrarkostnað VIRK á þessum árum á mynd 18. Það er auðvitað ekki einfalt að finna einhlítan mælikvarða á árangur VIRK en mikilvægt er að skoðaðar séu sömu kennitölur á hverju ári og að aðferðin byggi á skynsamlegri nálgun. Þessi nálgun Talnakönnunar byggir á fremur varfærnum forsendum og jafnvel þó forsendum sé talsvert hnikað til þá er niðurstaða Talnakönnunar sú að starfsemi VIRK sé mjög arðbær. Árangursrík starfsendurhæfing er þannig ein af allra arðbærustu fjárfestingunum í okkar samfélagi og því mikilvægt að standa vörð um uppbyggingu hennar til framtíðar. Um leið er mikilvægt að aðrir aðilar velferðarkerfisins og innan atvinnulífsins styðji við þessa fjárfestingu með því að hvetja einstaklinga til sjálfshjálpar og leggja áherslu á mikilvægi þátttöku á vinnumarkaði á öllum þjónustustigum. Þetta á bæði við um þá sem bera ábyrgð á framfærslu einstaklinga í veikindum og einnig fagaðila innan félags- og heilbrigðiskerfisins. Það þarf að vera til staðar skýr sýn og stefna sem tryggir að mismunandi aðilar velferðarkerfisins vinni saman að þessu markmiði. Rekstrarkostnaður og ávinningur af starfi VIRK árin 2013 og 2014 í milljörðum króna Mynd 18 Milljarðar kr 12 10 8 6 4 2 0 1,3 9,7 11,2 2,0 2013 2014 Rekstrarkostnaður VIRK Metinn ávinningur af starfsemi VIRK Ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.