Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 58

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 58
58 www.virk.is UPPLÝSINGAR A Ð S E N D G R E IN Árið 2011 bættist Hlynur Jónasson markaðsmaður í verkefnahóp Útrásar en hann kom upphaflega að starfsemi Hlutverkaseturs sem sjálfboðaliði. Í stað þess að markaðssetja vöru eða þjónustu eins og hann var vanur þá „markaðssetti“ hann einstaklinga með geðraskanir fyrir vinnumarkaðinn og setti samfélagslega ábyrgð fyrirtækja á oddinn. Hlynur kom á tengslum milli atvinnuleitenda og fyrirtækja sem hann tengdist persónulega. Auk þessa þá kynnti hann verkefnið Útrás og starfsemi VIRK um leið fyrir fjölda fyrirtækja. Markhópur Meginmarkhópur Útrásar eru einstaklingar með geðraskanir sem njóta örorku- eða endurhæfingarlífeyris og hafa verið lengi frá vinnumarkaði, einstaklingar sem eygja litla von um að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Þessi hópur er ekki í forgangi þegar kemur að atvinnuþátttöku og samfélagið gerir heldur ekki ráð fyrir því að hann sé vænlegur til árangurs. Í þessum hópi leynast hins vegar margir sem hafa löngun og getu til að vinna hlutastörf, fái þeir viðeigandi stuðning og eftirfylgd (Bond, Drake og Becker, 2008; Bond og Jones, 2005; Drake og Bond, 2008; Krupa, 2007, 2010; Perkins, Farmer og Lichfield, 2009; Rinaldi og Perkins, 2008). Markmið Útrásar Markmið Útrásarverkefnisins er m.a. að tengjast fyrirtækjum, skapa hlutastörf og semja við opinber- og einkafyrirtæki um atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu. Einnig að kynna áherslur og sýn markhópsins á hvers konar aðstoð reynist þeim best ásamt því að hafa áhrif á viðhorf almennings með því að kynna fyrir þeim mikilvægi atvinnuþátttöku einstaklinga með geðraskanir. Framkvæmdin Sylviane Lecoultre var ráðin til að meta starfsgetu einstaklinga og hvers konar undirbúnings væri þörf. Hún veitti einnig ráðgjöf og sá um eftirfylgd og tengsl við fagfólk LSH og aðra þjónustuaðila sem sinna þessum hópi einstaklinga. Hlynur Jónasson var ráðinn til að kynna verk- efnið fyrir atvinnurekendum. Auk þess að mynda tengsl við fyrirtæki aðstoðaði hann atvinnuleitendur við gerð starfsferil- skráa og undirbúning fyrir atvinnuviðtöl. Einnig þurfti að samræma væntingar atvinnuleitenda og vinnuveitenda. Litið var á vinnustaðinn, samstarfsfólk og vinnuveitandann sem skjólstæðinga sem ekki síður þyrftu á stuðningi og ráðgjöf að halda en atvinnuleitendurnir sjálfir. Á 12 mánaða tímabili 2013–2014 setti Hlynur Jónasson sig í samband við yfir 50 fyrirtæki og stofnanir. Meðal annarra fyrirtækja sem réðu starfsmenn á vegum Útrásar voru Geðheilsustöð Breiðholts, Búsetuþjónusta fyrir geðfatlaða í Reykja- vík, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Bændasamtökin, Stilling, Myllan, Sölu- félag garðyrkjumanna, Sjávarklasinn, Jói Fel, Arabær, List án landamæra, Friend in Iceland-bókunarstofa, Time Tours, Gáma- þjónustan, Samskip og Hreyfing. Elín Ebba Ásmundsdóttir, sem einnig er framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs, var tengiliður starfsmanna Útrásar við VIRK starfsendurhæfingarsjóð, háskóla- samfélagið, fjölmiðla og viðsemjendur Reykjavíkurborgar. Hún var einnig tengilið- ur við þáttagerðarmenn kynningarmynd- bandanna sem framleidd voru í tengslum við verkefnið. Samstarfssamningur var gerður við Atvinnu með stuðningi (AMS) hjá Vinnumálastofnun haustið 2013. AMS býður fólki úr Útrásarverkefninu á nám- skeið og gerir vinnustaðasamninga við Tryggingastofnun ríkisins (TR). AMS hefur aðgang að Útrás um starfsgetumöt. Stuðningur og eftirfylgd Eftir að atvinnuleitandi er kominn í vinnu eru samskiptin regluleg sem tryggir stuðning við fyrstu skrefin á vinnustaðnum og jafnframt er hægt að leysa úr þeim vandamálum sem upp kunna að koma. Smám saman er svo dregið úr stuðningi. Sama gildir um atvinnurekandann og/ eða samstarfsfólkið á vinnustaðnum. Samskiptum er síðan haldið við eftir þörfum í allt að þrjú ár og greiður aðgangur er að tengiliði í gegnum netpóst eða síma. Að finna starf og síðan halda því er flókið og erfitt verkefni fyrir atvinnuleitanda með geðraskanir. Tengiliðir úr geðheil- brigðisþjónustunni sem og fjölskylda og vinir hafa áhrif á ferlið hvort sem um stuðning við viðkomandi er að ræða eða úrtölur. Ef þess er kostur er best að hafa sem flesta með í ferlinu því allir þurfa að leggja sitt af mörkum svo vel megi takast; geðheilbrigðisstarfsmenn, atvinnuleitandinn, vinnuveitandinn, sam- starfsmenn, stuðningsaðilar og tenglar TR og VIRK. Opin og heiðarleg samskipti eru forsenda þess að góð og uppbyggileg vinnutengsl skapist. Allir verða að vera hreinskiptnir um verkaskiptingu og hvort skipulag gangi yfirleitt upp. Aðstoðin sem atvinnuleitanda og samverkafólki er veitt er einstaklingsmiðuð og sérsniðin. Kynningarmyndbönd Útbúin voru 3-4 mínútna kynningar- myndbönd ætluð atvinnurekendum og samstarfsfólki en einnig var litið á þau sem lið í að hafa áhrif á viðhorf almennings. Ingi Ragnar Ingason, kvikmyndagerðarmaður og Alma Ómarsdóttir, fréttamaður stýrðu því verkefni. Myndböndin eru um mikilvægi atvinnuþátttöku, ávinning atvinnulífisins, um mikilvægi þess að fá tækifæri til að fá að byrja smátt og um mikilvægi hlutastarfa. Hægt er að nálgast þessi myndbönd á heimasíðu Hlutverkaseturs, www.hlutverkasetur.is og á Youtube en þau heita: Ávinningur atvinnulífsins, Að byrja smátt, Mikilvægi þess að byrja smátt, Snúa aftur á vinnumarkað og Mikilvægi atvinnuþátttöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.