Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 48

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 48
48 www.virk.is UPPLÝSINGAR V IÐ TA L VIÐTAL starfsfólk,“ segja þær Fjóla Kristín og Valgerður María. Hafði verið erfitt að ræða um veikindi starfsfólks? „Já, áður höfðu deildarstjórarnir verið hikandi við að ræða miklar fjarvistir við starfsfólk. En þegar þeir fengu tækin til þess fyrir tilstuðlan VIRK fór þetta allt í betri farveg. Það, að ræða málið sem fjarveru en ekki veikindi, breytti miklu. Upp komu sjónarmið eins og: Hvað getum við hér hjá IKEA gert til að hjálpa þér? Og einnig: Það er slæmt fyrir þig að detta út af vinnumarkaði! Þannig upplifðu báðir aðilar meira samstarf. Samvinnan við VIRK varð líka til þess að við skoðuðum í auknum mæli hvort eitthvað mætti fara betur í umhverfi vinnustaðarins. Í gegnum tíðina höfum við þó auðvitað lagfært ýmsa hnökra, svo sem of langar vaktir, of einhæf störf og fleira í þeim dúr. Það ferli var byrjað áður en við fórum í samstarfið við VIRK,“ segir Fjóla Kristín. Starfsmenn ánægðari Eru starfsmenn ánægðari eftir að þið hófuð þátttöku í Virkum vinnustað? „Ánægja starfsmanna hefur vaxið á undanförnum árum almennt. Að töluverðu leyti má eflaust rekja það til aukinnar fræðslu frá VIRK til deildarstjóra. Við greinum nú betur á milli skammtíma- og langtímaveikinda. Nú eru þau flokkuð og úrræðin ólík eftir því hvort um er að ræða fjarveru í skamman tíma eða langan. Stjórnendur eru líka meðvitaðari um þörfina á að hafa samband við langtíma veikan starfsmann og sýna honum þannig áhuga og velvild. Sem og að halda starfsmanninum upplýstum um hvað fram fer á vinnustaðnum. Sumir vilja það gjarnan en aðrir ekki. Einn starfsmaður fékk krabbamein. Hann fékk tölvu heim þar sem hann gat fylgst með hvað um væri að vera hjá fyrirtækinu og jafnvel unnið heiman frá sér. Þetta getur haft áhrif á geðheilsu fólks til hins betra. Verkefnið Virkur vinnustaður hefur aukið meðvitund bæði stjórnenda og starfsfólks og gert til muna auðveldara að ræða um fjarveru vegna viðvarandi veikinda og benda á úrræði.“ Er eitthvað fleira sem hefur aukið ánægju starfsfólksins? „Já, en það tengist ekki VIRK. Árið 2012 innleiddi IKEA bónuskerfi. Fram- kvæmdastjórinn, Þórarinn Ævarsson, átti frumkvæði að þeirri ákvörðun og hún er ótengd samstarfinu við VIRK. Hann hafði góða reynslu af slíku hvatakerfi frá fyrra starfi. Við höfðum verið með hvatakerfi í öðru formi, t.d. bónusa fyrir minni skemmdir á lager. Við ákváðum að prófa bónuskerfið í eitt ár, þetta virkar þannig að ef fólk mætir alltaf í vinnu fær það um hundrað og fjörutíu þúsund krónur útborgaðar 31. desember. Veikindadagar dragast frá þessari upphæð þar til hún hverfur alveg. Með þessu bónuskerfi hefur tíðni skamm- tímaveikinda minnkað mjög mikið, næst- um um helming, ekki síst hjá yngsta aldurshópi starfsmanna. En auðvitað setur veikindahrina eins og inflúensa strik í reikninginn.“ Skilningur aukist á báða bóga En hefur þetta haft áhrif á langtímaveikindi? „Varla. Eftir sem áður koma upp langtíma- veikindi, en þau eru af öðrum toga og við þeim þarf að bregðast með samstarfi milli fyrirtækisins og viðkomandi starfsmanns. Þá koma til greina úrræði eins og að viðkomandi starfsmaður fari í leyfi. Komi svo aftur síðar, hugsanlega í hlutastarf og síðar í fullt starf, þegar heilsan leyfir. Langtímaveikir starfsmenn hafa ekki verið margir hér, miðað við að hér vinna að jafnaði um tvö hundruð og áttatíu starfsmenn.“ Hverjar eru þá niðurstöðurnar úr þróunarverkefninu hjá ykkur? „Einkum er það aukin meðvitund meðal stjórnenda IKEA og starfsmanna um áhrif fjarveru, bæði á vinnustaðinn og viðkomandi starfsmann. Fræðslan hefur skilað sér í að bæði stjórnendur og starfsmenn eru upplýstari um hvað er í boði ef um er að ræða langtíma veikindi. Báðum aðilum er ljósari möguleikinn á samvinnu til að finna leiðir, bæði til að virkja starfsmanninn og að hann verði virkari. Stjórnendur eru öruggari hvað varðar fjarverusamtölin og skilningur milli þeirra og starfsmanna hefur aukist.“ Hefur samstarfið við VIRK breytt sýninni á endurkomu starfsmanns? „Já, við erum fróðari um hvernig eigi að tala við starfsmenn um fjarveru og hvernig eigi að standa að endurkomu þeirra langveiku. Þeir geta byrjað í hlutastarfi og aukið það svo síðar. Nú er öllum ljósara að starfshlutfallið er ekki bara klippt og skorið, því má breyta ef þörf er á vegna veikinda.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir „Verkefnið Virkur vinnustaður hefur aukið meðvitund bæði stjórn- enda og starfsfólks og gert til muna auðveldara að ræða um fjarveru vegna viðvarandi veikinda og benda á úrræði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.