Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 40

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 40
40 www.virk.is UPPLÝSINGAR G R E IN Niðurstöður spurningakönnunar Þátttaka í spurningakönnuninni í lok verkefnis var 63.5% (596 konur og 207 karlar) og rúmlega 50% þeirra höfðu verið með í spurningakönnuninni við upphaf verkefnisins. Af þeim sem tóku þátt voru rúmlega 68% í fullu starfi en um 32% í hlutastarfi. Flestir unnu á einum vinnustað eða um 89% og unnu 79% þeirra í dagvinnu. Rúmlega 40% þátttakenda höfðu lokið háskólaprófi, 36% höfðu lokið framhaldsskólaprófi/iðnmenntun og 24% grunnskólaprófi. Þegar á heildina er litið sögðust um 75% þátttakenda vera mjög ánægðir eða fremur ánægðir í vinnunni en einungis 7% sögðust vera fremur eða mjög óánægðir í vinnunni. Þegar spurt var um það hversu sáttir eða ósáttir starfsmenn voru með vinnuálagið í vinnunni þá kom í ljós að um 57% voru mjög sáttir eða fremur sáttir en rúmlega 16% voru fremur ósáttir eða mjög ósáttir við álagið í vinnunni. Um 70% þeirra sem voru í meðallagi eða ósáttir við vinnuálagið voru líka óánægðir í vinnunni. Í töflu 2 eru sýndar niðurstöður nokkurra spurninga úr spurningakönnuninni sem gerð var í upphafi og við lok verkefnisins. Miðað við þau markmið sem sett voru í byrjun verkefnisins þá má sjá, samkvæmt þeim tölum sem koma fram í töflu 1, að margt hefur áunnist á þessu 3ja ára tíma- bili sem verkefnið stóð yfir. Niðurstöður sýna að það er mun algengara að starfsfólk svari játandi þegar spurt er hvort fjallað sé sérstaklega um viðbrögð við veikindafjarveru í mannauðsstefnu vinnustaðarins. Það hefur líka aukist að haft er samband við starfsmenn sem eru frá vinnustaðnum vegna bæði skammtíma- og langtímaveikinda. Rannsóknir sýna að mikilvægt er að hafa samband við starfsmenn á meðan þeir eru fjarverandi vegna veikinda en það eykur líkurnar á því að þeir snúi aftur til vinnu (Gabbay, M., Taylor, L., Sheppard, L. et al 2011). Niðurstöður könnunarinnar sýna þó að stór hluti þátttakenda veit ekki hvort þetta sé gert á þeirra vinnustað. Það þarf því að leggja enn meiri áherslu á að haft sé samband við starfsmenn sem eru fjarverandi vegna veikinda þannig að þetta verði almenn reynsla allra á vinnustaðnum. Við innleiðingu á fjarverustefnu hjá þátttökufyrirtækjum voru einnig innleidd sérstök fjarverusamtöl og 75% svara því nú játandi að starfsmenn geti verið boðaðir í samtal um fjarveru en 51% svöruðu þessu játandi í könnuninni við upphaf verkefnis árið 2011. Þessi samtöl byggja á tölulegum niðurstöðum um fjarveru og er samtal um vinnustaðinn og hvað hægt sé að gera til að auðvelda einstaklingnum að minnka fjarveru frá vinnu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar þá hefur notkun fjarverusamtala aukist en enn eru margir stjórnendur ekki að nýta sér þetta tæki til að hafa áhrif á fjarveru starfsmanna sinna og þá í leiðinni finna þá sem eiga erfitt með að sinna vinnu sinni og veita þeim viðeigandi stuðning. Endurkoma til vinnu Við uppsetningu og innleiðingu á fjar- verustefnu var lögð áhersla á að í henni kæmi einnig fram stefna fyrirtækisins hvað varðar langtímafjarveru frá vinnustað og endurkomu til vinnu eftir langtímaveikindi eða slys. Niðurstöður könnunarinnar sýna að það er nú í fleiri tilvikum til staðar skráðar vinnureglur um hvernig bregðast eigi við þegar starfsfólk kemur til baka úr langtímaveikindum (tafla 2). Einungis 10% svöruðu þessari spurningu neitandi í samanburði við 20% árið 2011 en enn eru þó mjög margir sem svara að þeir viti ekki hvort slíkar reglur séu til staðar (65% úr 69% árið 2011). Um 66% þátttakenda töldu þó að á þeirra vinnustað væri mjög mikill eða fremur mikill vilji til að auðvelda starfsfólki að koma til baka til vinnu í skert starfshlutfall að loknum veikindum eða slysum. Í 58% tilfella þá fengu þeir, sem snéru til baka til vinnu í skertu starfshlutfalli Tegund fræðslu Fræðsla fyrir Tími Kynning á hlutverki VIRK Kynning á verkefninu Fræðsla um þarfagreiningu og mótun stefnu – Fræðsluáætlun Stjórnendur, trúnaðarmenn og almenna starfsmenn Haust 2011 Forvarnir á vinnustað Stjórnendur, trúnaðarmenn og almenna starfsmenn Haust/Vetur 2011-2012 Samtal um fjarvistir Fyrir stjórnendur og trúnaðarmenn Vor 2012 Heilsa og vinnuvernd, heilsuefling Stjórnendur, trúnaðarmenn og almenna starfsmenn Haust 2012 Samþætting vinnu og fjölskyldulífs Stjórnendur, trúnaðarmenn og almenna starfsmenn Vor 2013 Áætlun um endurkomu til vinnu, viðhorf og sveigjanleiki. Kynning á þjónustu ráðgjafa VIRK Stjórnendur, trúnaðarmenn og almenna starfsmenn Haust 2013 Val á einum: 1. Líkamsbeiting 2. Einelti 3. Heilbrigður vinnustaður Stjórnendur, trúnaðarmenn og almenna starfsmenn Vor/Haust 2014 Málþing um velferð, fjarvistir og endurkomu til vinnu Opin þátttakendum og almenningi Maí 2015 Tafla 1

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.