Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 23

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 23
23www.virk.is VIRK vinnustaður. Hluti af þessu verkefni er einnig að aðstoða fyrirtæki við að undirbúa vinnustaðinn og samstarfsmenn fyrir árangursríka endurkomu einstaklinga hvort sem þeir eru með fulla eða skerta starfsgetu. Stefnt er að því að þetta verkefni hefjist haustið 2015. Kaup á úrræðum í starfsendurhæfingu VIRK hefur verið að efla samstarf og eftirlit með þjónustuaðilum á sviði starfs- endurhæfingar með það að markmiði að gera samstarfið markvissara og árangursríkara. Unnið er að þessu verkefni í samstarfi við marga ólíka aðila. Leitað var til óháðs sérfræðihóps sem skoðaði sérstaklega kaup á sálfræði- þjónustu á vegum VIRK. Markmið þeirrar vinnu var að skoða hvað mætti betur fara og tengja betur kaup sálfræðiþjónustu til framtíðar við gagnreynda þekkingu á þessu sviði. Hópinn skipuðu: • Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlæknisfræðum, yfirlæknir geðdeildar LSH • Inga Hrefna Jónsdóttir forstöðusálfræðingur Reykjalundi • Jón Friðrik Sigurðsson prófessor við HR og HÍ, verkefnastjóri hópsins • Paul Salkovskis prófessor Bath Englandi • Ragnar P. Ólafsson lektor HÍ • Sigrún Ólafsdóttir sálfræðingur Niðurstöður skýrslunnar liggja fyrir þar sem m.a. kemur fram að hægt sé að gera enn betur í eftirfarandi þáttum: • Markvissara mat eigi sér stað í upphafi þjónustu á hvaða úrræði henta einstaklingi best. Þannig er talið að hægt sé að auka skil- virkni þjónustunnar og bæta gæði hennar. • Samræma betur notkun á mælitækjum, bæði á skimunar- og matsstigi og í ferlinu sjálfu. • Samræma árangursmat hjá meðhöndlandi sálfræðingum. • Skilgreina þarf hvert stig þjónustunnar á markvissari hátt, bæði í mats- og meðferðar- ferlinu. „Áhersla verður lögð á að efla til muna eftirfylgni með einstakl- ingum með langvinna sjúkdóma sem hafa áhrif á starfsgetu og möguleika þeirra á vinnumarkaði til framtíðar. Nýta á m.a. þekkinguna sem skapast hefur í IPS- verkefninu og í þróunarverkefninu Virkur vinnustaður.“ Þessa dagana er einnig unnið að því að skerpa enn frekar á faglegum kröfum í samningum við þverfagleg starfsendur- hæfingarúrræði. Áfram verður lögð áhersla á einstaklingsbundna nálgun þar sem unnið er út frá niðurstöðum úr matsferli VIRK. Eins þarf þjónustan að innihalda bæði einstaklingsbundin úrræði og eftir þörfum og aðstæðum annars konar úrræði svo sem hópfræðslu eða stuðning. Einstaklingsbundin úrræði þurfa að vera í umsjón fagaðila sem hafa menntun og þekkingu á meðferðum á sviði geðrænna og líkamlegra hindrana og hafa löggildingu og starfsleyfi frá Landlækni. Samstarf við velferðarkerfið Mikil áhersla hefur verið lögð á uppbygg- ingu samstarfs við velferðarkerfið. Markmið þessa er að tryggja að aðrar stofnanir hafi gott aðgengi að þjónustu VIRK, að bæta enn frekar upplýsingaflæði milli aðila og að sem best samfella sé í starfsendurhæfingarferli einstaklingsins. Í dag eru mánaðarlegir fundir með fjölmörgum stofnunum innan heilbrigðiskerfisins og má þar nefna geð- deildir LSH, Grensás, Reykjalund og fjöl- margar heilsugæslustöðvar um land allt. Sérfræðingar í starfsendurhæfingu sem starfa á vegum VIRK funda reglulega með Vinnumálastofnun í Reykjavík og á Akureyri og félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, Reykja- ness og á Akureyri. Þar gefst þessum aðilum tækifæri á að koma með einstaklingsmál og fá ráðleggingar um næstu skref. Niðurstaða fundarins getur verið að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar eða að skoða þurfi nánar starfsendurhæfingarmöguleika ein- staklingsins. Þá er einstaklingurinn boðaður í viðtal til sérfræðings sem starfar á vegum VIRK. Næstu skref Mikilvægt er að halda áfram að byggja upp faglega þjónustu á sviði starfsendurhæfingar og efla hana enn frekar. Ekki aðeins er árangursrík nálgun í starfsendurhæfingu, eins og VIRK býður upp á, ein allra arðbærasta fjárfestingin í íslensku samfélagi, heldur er frekari efling starfsendurhæfingar nauðsynleg til að hægt verði að skipta úr örorkumati í mat á starfsgetu hjá bæði lífeyrissjóðum og opinberum aðilum.Til þess að svo geti orðið er mikilvægt að fagleg þróun hjá VIRK styðji við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á næstu mánuðum og árum. Að því hefur verið unnið markvisst undanfarin sex ár og það faglega starf mun halda áfram af fullum þunga. Niðurstöðurnar verða nýttar til endurbóta og þróunar í kaupum á sálfræðiþjónustu hjá VIRK á næstu vikum og mánuðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.