Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 39
39www.virk.is
GREIN
Tilgangur
• Fyrst og fremst að ná fram
viðhorfsbreytingu – að gert sé ráð fyrir
að allir hafi hlutverk í atvinnulífinu þrátt
fyrir skerta starfsgetu af ólíkum
ástæðum.
• Að starfsmenn og stjórnendur stuðli að
forvörnum á vinnustað.
• Að stjórnendur nýti fjarverutölur sem
stjórntæki og skapi vellíðan á vinnu-
stað til að draga úr fjarveru.
• Að stjórnendur styðji starfsfólk til
endurkomu til vinnu sem fyrst eftir
langvarandi veikindi í samræmi
við heilsufar.
• Að aðilar vinnumarkaðarins og
stjórnvöld geti nýtt niðurstöður verk-
efnis við að skipuleggja og byggja upp
árangursríkar leiðir á þessu sviði.
Markmið
• Stuðla að því að brugðist sé við
veikindum á vinnustöðum með
fyrirsjáanlegum hætti.
• Á vinnustöðum sé yfirlýst stefna og
markvissar leiðir sem stuðla að
forvörnum og skapa aðstæður til
árangursríkrar endurkomu til vinnu
eftir langtímaveikindi.
• Auka þekkingu stjórnenda
og starfsmanna á þeim þáttum í
vinnuumhverfinu sem hafa áhrif á
heilsu og draga úr fjarveru.
• Gert sé ráð fyrir að allir hafi hlutverk
í atvinnulífinu þrátt fyrir skerta
starfsgetu af ólíkum ástæðum.
Ýmsum fyrirtækjum víðsvegar um landið
var boðið að taka þátt í verkefninu og
ákváðu 12 fyrirtæki og stofnanir, með um
30 vinnustaði, að vera með. Fljótlega eftir
að verkefnið byrjaði hætti eitt fyrirtækið
alveg við þátttöku og einn vinnustaður
hjá einu þátttökufyrirtækinu hætti vegna
erfiðleika við að taka þátt í þeim verkefnum
og fræðslufyrirlestrum sem skipulagðir voru
yfir allt tímabilið. Það voru því 11 fyrirtæki
og stofnanir, með samtals 25 vinnustaði,
sem voru með í gegnum allt verkefnið.
Meðan á verkefninu stóð sameinuðust
tveir vinnustaðir hjá einu fyrirtæki og
tveir vinnustaðir hættu þátttöku á öðru
ári verkefnisins. Heildarfjöldi þátttakenda
fór því úr 1.451 frá upphafi verkefnis árið
2011 í 1.393 einstaklinga sem voru með í
gegnum allt verkefnið. Mynd 1 sýnir þau
fyrirtæki og stofnanir sem tóku þátt, fyrir-
tæki innan mismunandi starfsgreina, svo
sem innan verslunar og þjónustu, fræðslu-,
heilbrigðis- og framleiðslustarfsemi og fisk-
iðnaðar.
Í upphafi verkefnisins fóru allir vinnu-
staðirnir í stefnumótandi greiningu með
þátttöku allra starfsmanna. Í kjölfarið
var skipaður sérstakur verkefnahópur
sem fullvann fjarverustefnu fyrirtækisins/
vinnustaðarins sem síðan var samþykkt af
stjórnendum. Fjarverustefnan sem unnin
var í samráði við starfsmenn var einnig lögð
fyrir þá og samþykkt áður en innleiðing átti
sér stað (Mynd 2).
Viðamikil fræðsluáætlun fylgdi verkefninu
frá upphafi en ef innleiða á nýja
fjarverustefnu er mjög mikilvægt að vera
með viðeigandi fræðslu bæði fyrir starfsfólk
og stjórnendur til þess að tryggja að það
forvarnargildi sem fjarverustefna hefur skili
sér markvisst inn á vinnustaðinn. Tafla 1
sýnir fræðsluáætlunina sem fylgt var eftir
í þróunarverkefninu Virkur vinnustaður.
Meðal fræðsluefnis var fræðsla tengd
innleiðingu sérstakra fjarverusamtala sem
eru mikilvægt tæki til að fylgjast með og
hafa áhrif á skammtíma- og langtíma
fjarveru inni á vinnustaðnum. Sérfræðingar
hjá VIRK veittu einnig eftirfylgni og ráðgjöf
til allra þátttökuaðila eftir þörfum í gegnum
allan verkefnatímann.
Hluti af verkefnum vinnuhópsins var einnig
að vinna heilsustefnu fyrir vinnustaðinn
og skipuleggja ýmsar uppákomur og
íhlutanir til að styðja við stefnuna. Þátt-
tökufyrirtækjum var kennt að setja sér
mælanleg markmið og lögð var áhersla
á að fyrirtækin notuðu markmiðin til að
fylgjast með því hvort íhlutanir sem farið
var í til að bæta vinnustaðinn og líðan
starfsmanna hefðu þau áhrif sem vonast
var eftir.
Þátttökuvinnustaðir héldu skráningu yfir
lykiltölur tengdar fjarvistum og voru fjarvistir
skráðar í klukkustundum og flokkaðar sem
skammtíma (5 eða færri dagar), miðlungs
(5 -20 dagar) eða langtíma fjarvera (21
eða fleiri dagar). Nánar er fjallað um
lykiltölurnar í niðurstöðukaflanum hér að
neðan. Lykiltölur voru skráðar á sérstakt
lykiltölublað þar sem fylgst var með hlutfalli
fjarveru, tíðni fjarveru, fjarveru vegna
veikinda barna og starfsmannaveltu ár
hvert. Þátttökuvinnustaðir skiluðu árlega
inn lykiltölum sem og sérstakri áfanga-
skýrslu en þeim var einnig, eftir þörfum,
boðið upp á fræðslu um söfnun lykiltalna
og hvernig nota megi þær upplýsingar til
að átta sig á hvort um skammtíma- eða
langtímafjarveruvandamál sé að ræða inni
á vinnustaðnum.
Í upphafi verkefnisins og við lok þess
var síðan gerð vinnustaðagreining með
spurningakönnun sem fyrirtækið Maskína
annaðist fyrir VIRK. Hver vinnustaður
fékk sérstaka skýrslu með niðurstöðum
og samanburði við heildarniðurstöður allra
þátttökuvinnustaða. Þátttökufyrirtækin
nýttu sér niðurstöður þessara kannanna
til að skipuleggja ýmsar íhlutanir með það
að markmiði að bæta vinnuumhverfið og
starfsandann á vinnustaðnum.
Stefnumótandi
greining
Stefnan
innleidd
Mótun á stefnu,
markmiðum og
helstu valkostum
Mynd 2
Mynd 1
• Akureyrarbær
• Garðabær
• IKEA
• Mosfellsbær
• Kennarasamband Íslands
• Norðlenska
• Reykjavíkurborg
• Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
• VÍS
• Vísir hf
• VR
Þátttökufyrirtæki og stofnanir