Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 9

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 9
9www.virk.is VIRK Þverfagleg matsteymi Þverfagleg matsteymi starfa á vegum VIRK og koma um 45 sérfræðingar að þeim. Flestir þessara sérfræðinga eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu en einnig eru til staðar sérfræðingar á Akureyri, Austurlandi og Reykjanesi. Um er að ræða lækna, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa. Þessir sérfræðingar starfa fyrir VIRK sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar samkvæmt sérstökum samningum og vinnuframlag þeirra er mismunandi mikið. Flestir þeirra sinna einnig öðrum störfum, annað hvort sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar eða hjá öðrum aðilum. Hlutverk þessara aðila er mismunandi eftir sérhæfingu og teymum. Matsteymin hjá VIRK gegna eftirfarandi hlutverkum: • Raunhæfimat starfsendurhæfingar. Læknir og eftir aðstæðum sjúkraþjálfari og sálfræðingur koma að raunhæfimati starfsendurhæfingar. Þar er metið hvort starfsendurhæfing sé raunhæf og muni skila árangri fyrir einstaklinginn út frá stöðu hans. • Þverfagleg rýni. Öll mál einstaklinga hjá VIRK eru rýnd af þverfaglegum teymum sem samanstanda af læknum, sjúkraþjálfurum og sálfræðingum auk ráðgjafans í hverju tilfelli fyrir sig. Þessi teymi aðstoða ráðgjafa við að byggja upp árangursríka endur- hæfingaráætlun í takt við þarfir hvers og eins einstaklings. Slík þverfagleg aðkoma að málum er studd af rann- sóknum á sviði starfsendurhæfingar. Frá síðasta hausti hefur það verið markmið VIRK að rýna öll mál sem eru í starfsendurhæfingarferli á þriggja mánaða fresti. Tilgangur þess er að tryggja markvissa upplýsingaöflun, markmiðasetningu og úrræðakaup strax í upphafi ferils einstaklings hjá VIRK og síðan á þriggja mánaða fresti á meðan á þjónustunni stendur. • Sérhæft mat. Þegar mál einstaklinga eru flókin, töluverð endurhæfing hefur átt sér stað, langur tími er liðinn frá því að einstaklingur var á vinnumarkaði og/eða lítill framgangur er í starfsendur- hæfingu er vísað í sérhæft mat. Sérhæft mat er þverfaglegt endurhæfingarmat og markmið þess er að fá mat sérfræð- inga á starfsendurhæfingarmöguleikum einstaklingsins svo unnt sé á mark- vissan máta að vinna að árangursríkri starfsendurhæfingaráætlun. Í sérhæfðu mati hittir einstaklingur viðkomandi sérfræðinga sem geta þá verið læknir, sálfræðingur, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi og félagsráðgjafi allt eftir aðstæðum og þörfum viðkomandi einstaklings. • Starfsgetumat. Fer fram ef áætlun úr sérhæfðu mati er lokið og ekki hefur náðst sá árangur sem vænst var. Forsenda fyrir formlegu starfsgetumati er einnig að einstaklingur treysti sér ekki í fullt starf/fyrra starfshlutfall þrátt fyrir að búið sé að reyna markvissa starfsendurhæfingu. Í starfsgetumati er eftirfarandi spurningum svarað: Er starfsendurhæfing fullreynd? Hver er starfsgetan? Á mynd 4 má sjá hvernig starfsemi þessara þverfaglegu matsteyma hjá VIRK tengist starfsendurhæfingarferlinu. Starfsemi þverfaglegra matsteyma hjá VIRK hefur eflst mikið á undanförnum tveimur árum samhliða aukinni áherslu á þverfaglega þjónustu og markvissara ferli í starfsendurhæfingu. Þetta má sjá á mynd 5 sem inniheldur upplýsingar um heildarfjölda raunhæfimata, sérhæfðra mata og starfsgetumata frá janúar 2013 til og með febrúar 2015. Mynd 5 2013 2014 2015 50 73 177 145 62 26 49 73 60 77 85 104 41 99 36 88 71 82 65 139 86 162 85 132 53 120 Janúar Mars Maí Júlí September Nóvember DesemberFebrúar Apríl Júní Ágúst Október Heildarfjöldi raunhæfimata, sérhæfðra mata og starfsgetumata í hverjum mánuði frá janúar 2013 til febrúar 2015 200 100 160 140 120 100 80 60 40 20 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.