Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 47

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 47
47www.virk.is VIÐTAL „Samstarfið gekk frá upphafi mjög vel. En okkur fannst þetta verkefni Virkur vinnustaður þó dálítið óljóst fyrst, þekktum ekki til VIRK þá og vorum löngu byrjuð að halda utan um fjarvistarskráningu. Okkur fannst í fyrstu að VIRK vildi fá upplýsingar, sem krefðust töluvert mikillar þátttöku stjórnenda og starfsmanna. Þetta var svo rætt á stöðufundi hjá VIRK. Við upplýstum að veturinn 2011 til 2012 hefði samstarfið við VIRK verið dálítið erfitt fyrir okkur skipulagslega. Bæði vegna vaktavinnukerfisins og erfiðleika við að taka starfsfólk úr vinnu til fræðslu, þegar búðin væri opin. En það er nú svo, þegar upp er staðið, að einmitt þennan vetur fengu stjórnendur afar staðgóða fræðslu, sem hefur komið sér vel.“ Þær Fjóla Kristín og Valgerður María segja að eftir fyrsta veturinn hafi verið búið að fínpússa verklagið. „Þetta var jú þróunarverkefni, ekki bara hjá okkur heldur einnig hjá VIRK. Eftir þennan fyrsta vetur fór allt að ganga sem smurt fyrir sig.“ Þær segja VIRK hafa sent upplýsingar um þema hvers tímabils meðan á þróunarverkefninu stóð. „Svo sem um- fjallanir um heilsu, hreyfingu, matarræði, einkalíf og starf og endurkomu til vinnu, svo dæmi séu nefnd. Alltaf var eitthvað ákveð- ið tekið fyrir á hverri önn. Smám saman gekk betur að koma hlutunum heim og saman og bóka fundi með starfsmönnum – sem voru forvitnir um þetta samstarf IKEA við VIRK.“ Fræðsla stjórnenda mikilvæg En hvað finnst ykkur standa upp úr eftir samstarfið? „Það sem okkur finnst standa upp úr hvað þetta þróunarverkefni snertir er fræðslan sem stjórnendur fengu. Hún gerði það að verkum að þeir áttu auðveldara með að ræða fjarveru starfsfólks við það. Stjórnendur öðluðust aukna kunnáttu í hvernig ætti að ræða fjarveru við starfsfólk. Þegar málið er nálgast frá sjónarhóli fjarveru varð þetta ekki eins viðkvæmt umræðuefni. Sjónarhornið var þá fjarveran og áhrif hennar á vinnustaðinn. Við starfs- mannastjórarnir tókum fjarverusamtölin til að byrja með, síðan tóku deildarstjórarnir við. Þetta gerðist í kjölfar fundar sem VIRK stóð fyrir, þar sem fjallað var um hvernig árangursríkast væri að ræða fjarveru við „Ánægja starfsmanna hefur vaxið á undan- förnum árum almennt. Að töluverðu leyti má eflaust rekja það til aukinnar fræðslu frá VIRK til deildarstjóra.“ Valgerður María og Fjóla Kristín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.