Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 27

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 27
27www.virk.is VIÐTAL Þú sinnir mörgum félögum, koma fleiri til þín úr einni atvinnugrein en annarri? „Talsvert kemur til mín af fólki sem sinnir iðnaðarstörfum. Einnig kemur hingað bókagerðarfólk en tannlækni, leiðsögumann eða flugmann hef ég ekki fengið til mín enn. Einnig kemur hingað ungt fólk sem ekki hefur náð að fá réttindi að ráði í neinu félagi. Það hefur þá kannski unnið skamman tíma á hverjum stað, til dæmis með námi. Hingað hefur komið fólk á aldrinum frá 18 ára upp í 66 ára. Væntingar eru mjög misjafnar milli aldurshópanna. Mjög mikilvægt er að fólk fái stuðning til að koma sér á réttan kjöl hafi það dottið út af vinnumarkaðinum. Eðlilega er munur á möguleikum ungs fólks og þeirra sem komnir eru yfir sextugt, þeir síðarnefndu eiga stundum erfiðara með að fá vinnu. Þá þarf viðkomandi að búa yfir mikilli þolinmæði og þrautseigju.“ Lögð er upp áætlun í upphafi Helst í hendur að fólk missi andlegan styrk við líkamlega vanheilsu? „Já, oft er upphaflegi heilsubresturinn, sem ekki þarf að vera stór í byrjun, orsök þess að fólk missir sjálfstraustið ef það hefur verið frá vinnu í einhvern tíma. Fjarveran veikir þá sjálfsmyndina hvað vinnuþátttöku snertir. Í kjölfarið kemur kvíði og þunglyndi þó það hafi ekki verið upphaflega meinið. Stundum er ástandið þá orðið sambland af hvoru tveggja. Við byrjum samstarf við skjólstæðing á að leggja upp áætlun sem svo er lögð fyrir og samþykkt af sérfræðingum VIRK. Í áætluninni er tekið fram hvar áherslan á að vera, sem svo skilar sér til meðferðaraðila.“ Kemur sjúkraþjálfarinn ekki upp í þér stundum? „Þegar ég spjalla við sjúkraþjálfara um skjólstæðing getur samtalið borist inn á faglegar nótur. En ég skoða aldrei einstakling heldur átta mig á sumum einkennum í viðræðum við hann. Oft kemur til mín fólk sem hefur orðið fyrir slysi og þannig dottið út af vinnumarkaði, en líka er algengt að fólk hafi misst vinnu, til dæmis eftir bankahrunið og út frá því orðið fyrir heilsubresti. Ég er búin að vera eitt og hálft ár í starfi og hef þegar fylgt nokkuð mörgum einstaklingum í gegnum meðferð. Það var svolítið skrítið fyrst, þegar ég var ný í starfinu og margir einstaklingar voru að byrja samstarf við VIRK hjá mér. En svo fór ég að sjá ferlið þróast smám saman.“ Reynir svona starf ekki mikið á ráðgjafann andlega? „Ég er svo heppin að ég fer daglega með vinkonu minni akandi úr Ölfusinu. Hún er líka sjúkraþjálfari og ráðgjafi hjá VIRK og við náum oft að vinda ofan af hinu daglega álagi með spjalli um líðan okkar. Veitum hvor annarri handleiðslu ef svo má segja. Heimkomnar erum við þá tilbúnar í heimilishaldið og samveru með fjölskyldunni. Ef ekki kæmi til einhvers konar handleiðsla gæti vinnan farið að fylgja manni heim.“ Hafið þið afskipti af fjármálum skjólstæðinga? „Nei, við vísum til þeirra aðila sem geta aðstoðað í slíkum efnum. Framfærslan kemur ekki inn á okkar borð nema þegar hún er farin að valda fólki áhyggjum og kvíða þannig að það geti ekki stundað endurhæfinguna. Kerfið er mikið völundarhús og oft hef ég hugsað að fólk þurfi í raun að vera við hestaheilsu til að finna út úr málunum þar. Þegar fólk er lasið, hefur misst frumkvæði og lokar sig af þá eru samskiptin við kerfið stundum næstum óyfirstíganleg hindrun. Margir verða reiðir þegar verið er að senda þá milli stofnanna og sífellt er krafist nýrra og nýrra vottorða. Sú reiði brýst þá kannski út á vettvangi sem hefur lítið sem ekkert með kerfið að gera. En við reynum eftir bestu getu að leiðbeina fólki til þess að það komist sem fyrst á réttu staðina. Þegar fólk verður að fá aðstoð hringjum við fyrir það. En reglan er að framfærslan sé á hendi einstaklingsins sjálfs. Það er líka hluti af endurhæfingunni að fólk finni út úr hlutunum sjálft hvað kerfið snertir. Þætti það niður í einingar sem ekki eru þá lengur óyfirstíganlegar til að sjá.“ Hreyfing er ódýrt úrræði Á hverju byrjar þú í samstarfinu? „Ég byrja á að skoða með fólki hvaða hindranir eru helstar, hvort svefninn sé í lagi, næringin eðlileg og hvort hreyfing sé í eðlilegum farvegi. Um er að ræða lykilatriði sem styðja hvert annað. Oft er gott að leita til hreyfistjóra sem starfa hjá heilsugæslum. Heilsugæslulæknar senda gjarnan fólk til VIRK. Í framhaldi af samþykktri áætlun vísa læknar svo skjólstæðingum til sjúkraþjálfara sem hjálpa fólki að meta getu sína og ætla sér ekki um of. Þeir finna út hvaða hreyfing hentar í hverju tilviki. Fylgst er með hverjum og einum og ef viðkomandi sinnir ekki hreyfingu sem skyldi er haft samband. Ég held að þetta sé það sem koma skal. Sænskar rannsóknir sýna að fólk hreyfir sig fremur eftir hreyfiseðli heldur en að taka lyf eftir lyfseðli. Hreyfing er ódýrt úrræði sem reynist vel. Hún er ekki svar við öllu en hún er ákveðinn styrkur með þá öðrum úrræðum, svo sem t.d. lyfjagjöf og sálfræðimeðferð. Hreyfingin er líka eitt af þeim úrræðum sem skjólstæðingurinn getur haft góða stjórn á. Mikilvægt er að skjólstæðingarnir hafi frumkvæði. Í uppfræðslu okkar ráðgjaf- anna hjá VIRK er lögð mikil áhersla á að við notum það sem kallað er áhugahvetj- andi samtöl. Þá er grundvallaratriði að kortleggja styrkleika og hindranir og vita hvaða breytingar viðkomandi er tilbúinn til að fara í. Við reynum að glæða áhugahvöt, ef hún er ekki fyrir hendi gerist lítið. Oft þarf líka að huga að félagslífi viðkomandi og áhugamálum. Ef dofnar yfir fólki færist það gjarnan yfir á þann vettvang líka. Ef vel gengur kemur úr út þessu samstarfi aukinn áhugi á lífi og starfi og þátttaka á vinnumarkaði. Það er gaman að sjá sjálfstraust fólks aukast og það gerir starf ráðgjafans áhugavert og skemmtilegt.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir „Þá skildi ég að hreyfingu má nota ekki aðeins sem forvörn heldur líka sem meðferð við hinum ýmsu lífsstílssjúkdómum, sem eru afskaplega algengir, svo sem streitu, þunglyndi og kulnun.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.