Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 82

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Qupperneq 82
sögðust þeir mjög oft þróa sjúklingafræðslu á eigin deild. Sam- ræmi var á milli verkefna sem þátttakendur sögðu hæfni sína mesta í og verkefna sem þeir sögðu tíðast framkvæma mjög oft í átta tilvikum og í sex tilvikum þar sem þeir sögðu hæfni sína minnsta og tíðni þess að þeir framkvæmdu verkefnið mjög sjaldan (sjá töflu 3). Samband hæfni og starfsaldurs í hjúkrun, viðbótarnáms í hjúkr - un og starfshlutfalls á deild Tafla 4 sýnir mun á meðalstigum heildarhæfni og hæfniþátt- anna sjö út frá starfsaldri og viðbótarnámi. Þar kemur fram að hjúkrunarfræðingar með meira en fimm ára starfsaldur meta hæfni sína marktækt meiri í fimm hæfniþáttum (stjórnun í aðstæðum, starfshlutverk, greiningarhlutverk, hjúkrunaríhlut- anir og kennslu- og leiðbeinandahlutverk) en þeir sem hafa styttri starfsaldur. Í töflunni sést jafnframt að hjúkrunar - fræðingar með viðbótarnám meta hæfni sína marktækt meiri í öllum sjö hæfniþáttunum og í heildarhæfni. Ekki var neinn munur á hæfninni út frá starfshlutfalli á deild. Umræður Þessi rannsókn er sú fyrsta sem gerð hefur verið hérlendis á því hvernig hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni, sem taka á móti og sinna slösuðum og bráðveikum sjúklingum, meta eigin hæfni. Í litlu landi eins og Íslandi er ljóst að hjúkrunarfræðingar sem sinna bráðaþjónustu á landsbyggðinni eru fámennur hópur. Það má því ætla að úrtakið sé lýsandi fyrir þýðið, þrátt fyrir að þátttakendur hafi einungis verið 52. Þessi rannsókn gefur góða mynd af því hvernig þessi fá- menni hópur metur hæfni sína. Meginniðurstaða hennar er að hjúkrunarfræðingar með viðbótarnám í hjúkrun og með lengri starfsaldur meta hæfni sína marktækt meiri en hjúkrunar - fræðingar án viðbótarnáms og með styttri starfsaldur. Þá er augljós samhljómur við niðurstöður Benner (2001) sem eru að hjúkrunarfræðingar verða hæfari eftir því sem þeir starfa lengur við hjúkrun. Líkt og fram kom í inngangi er hæfni hjúkr unarfræðinga nátengd afdrifum og öryggi sjúklinga og líkur á að hæfari hjúkrunarfræðingar bæti afdrif sjúklinga (aiken o.fl., 2012; aiken o.fl., 2014; Lakanmaa o.fl., 2014; jutsum, 2010; Meretoja og koponen, 2012). niðurstöður okkar ættu því að vera hvatning til fram- kvæmdastjóra hjúkrunar á heilbrigðisstofnunum lands byggðar - innar að halda í reynda hjúkrunarfræðinga og gera hjúkr - unarfræðingum kleift að sækja sér framhaldsmenntun. niður - stöðurnar benda jafnframt sterklega á mikilvægi þess að hjúkr- unarfræðingar sem sinna bráðveikum á landsbyggðinni ljúki sérhæfðum endurlífgunarnámskeiðum. Þótt áhugi og vilji sé fyrir hendi hjá hjúkrunarfræðingum landsbyggðarinnar að sækja sér endurmenntun geta hinsvegar ýmsar hindranir komið í veg fyrir að af því geti orðið. Dæmi um það getur verið landfræðileg einangrun, skortur á fjármunum og erfiðleikar við að losa sig úr vinnu (khomeiran o.fl., 2006). Það er samstarfs- verkefni forystufólks mennta- og heilbrigðisstofnana að takast á við þessa erfiðleika þannig að hjúkrunarfræðingar sem sinna bráðaþjónustu á landsbyggðinni geti sótt sér endurmenntun. nám, reynsla og fagleg gildi geta leitt til þess að ákvarðanataka, lausn vanda og forgangsröðun verði skjótari og nákvæmari. fyrir bragðið gengur bráðaþjónustan hraðar fyrir sig (Curtis, o.fl, 2009; needleman og hassmiller, 2009; Valdez 2009) hjúkrunarfræðingar læra af reynslunni, bæði af því sem gengur vel og einnig því sem miður fer (Takase, 2013). Á fyrstu árum í starfi eru þeir að safna í sarpinn, bæta reynsluþekkingu við fræðilega þekkingu og efla þannig hæfni sína. Þeir læra ekki einungis af eigin reynslu, heldur og af því að fylgjast með og aðstoða eldri og reyndari hjúkrunarfræðinga (henderson o.fl., 2006; Takase, 2013). Mikilvægt er að nýútskrifaðir hjúkrun- arfræðingar geti leitað til þeirra sem reyndari eru og séu undir handleiðslu þeirra fyrsta árið. Það getur minnkað streitu og aukið sjálfstraust og starfsánægju (D’ambra og andrews, 2013). íris kristjánsdóttir, herdís sveinsdóttir 82 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 Tafla 4. Munur á meðaltalsstigum á hæfniflokkum út frá starfsaldri og viðbótarnámi. Starfsaldur Viðbótarnám > 5 ár < 5 ár Já Nei Hæfniþættir n* M (sf) Md n M (sf) Md U+ p. < n M (sf) Md M (sf) Md U+ p. < Heildarhæfni 37 7,8 (1,1) 8,0 13 6,5 (1,0) 6,4 87,0 0,01 20 8,1 (1,0) 8,1 28 6,9 (1,2) 7,2 122,0 0,01 Stjórnun í aðstæðum 35 8,1 (1,3) 8,4 13 7,2 (1,1) 7,5 124,0 0,05 18 8,6 (0,8) 8,6 28 7,4 (1,3) 7,5 117,0 0,01 Starfshlutverk 37 8,1 (1,2) 8,3 13 6,5 (1,3) 6,5 83,0 0,01 20 8,4 (0,9) 8,3 28 7,1 (1,4) 7,2 122,0 0,01 greiningarhlutverk 35 8,0 (1,1) 8,1 13 6,7 (1,0) 6,6 84,0 0,01 18 8,1 (1,1) 8,2 28 7,3 (1,2) 7,5 153,0 0,05 hjúkrunaríhlutanir 32 7,6 (1,5) 8,1 13 6,7 (1,4) 6,5 112,0 0,05 16 8,3 (1,0) 8,3 27 7,0 (1,6) 7,0 104,0 0,01 umönnunarhlutverk 35 7,6 (1,2) 7,7 13 7,2 (1,1) 7,3 171,5 em# 18 8,2 (1,1) 8,3 28 7,1 (1,0) 7,6 112,0 0,01 kennslu- og leiðbeinandahlutverk 36 7,4 (1,5) 7,8 13 5,4 (1,1) 5,4 78,0 0,01 19 7,7 (1,5) 7,8 28 6,4 (1,6) 6,4 152,0 0,05 Trygging gæða 36 7,2 (1,4) 7,2 13 6,4 (1,8) 6,7 175,5 em 19 7,6 (1,4) 7,7 28 6,6 (1,6) 6,9 170,5 0,05 *n=fjöldi, M=meðaltals hæfniskor, sf=staðalfrávik, Md=miðgildi +=Mann-Whitney u #em=ekki marktækt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.