Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 17
líkt og rafmagnsbíll með enga hleðslu tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 17 auk tilfinningalegrar örmögnunar eru megineinkenni örmögnunar bæði líkamleg og vitsmunaleg. Líkamleg þreyta er þess eðlis að einstaklingum í örmögnun finnst iðulega að líkaminn sé líkt og „rafmagnsbíll með enga hleðslu“. Vitsmunaleg þreyta einkennist af litlu rými til að takast á við félagslegar aðstæður eða verkefni. Það er líkt og harði diskurinn sé orðinn fullur. „Svefninn er alfa og ómega,“ segir hún, bæði í þróun ástandsins og að komast upp úr því. Áreiti eftir daginn hleðst upp og fólk í örmögnun nær ekki að afhlaða sig. Það taki langan tíma að komast í þetta ástand og það tekur langan tíma að komast upp úr því. Eygló sagði tímabært að hefja umræðuna um kulnun og örmögnun, þetta væri falið vandamál og mikilvægt að losa um skömmina. „Nú verðið þið að stoppa!“ Margrét grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsustofnuninni í hveragerði, fjallaði um streitumeðferð sem boðið er upp á í hveragerði. Mikil aðsókn er í streitu - meðferð og allt að 7 mánaða bið, en 15–20% dvalargesta á hverjum tíma eru innlagðir vegna streitu. Markmiðið með streitumeðferð á heilsustofnun er að þekkja eigin streituvalda og streitueinkenni. kynntar eru leiðir til að losna við lítið gagnlegar venjur og aðferðir kenndar til að takast á við óhjákvæmilega streitu í lífinu í þeim tilgangi að auka jafnvægi. Þá eru áhrif streitu á samskipti skoðuð en mikilvægt er að þekkja áhrif streitu á sjálfsmynd og sjálfstraust. Streita birtist á fernan hátt: • Líkami: hausverkur, vöðvabólga, orkuleysi, hækkaður blóðþrýstingur, stoð - kerfisvandi, svefnvandamál, einbeitingarskortur, meltingarvandamál, minnk - uð kynhvöt, aukin viðkvæmni fyrir hljóðum, andþyngsli, kjálkaspenna • hugsun: hrakspár einkennandi, hugsanir um hvernig fyrri verkefnum „klúðr - uð ust“, hugsanir um eigin vangetu, áhyggjur, áhugaleysi • Tilfinningar: kvíði, depurð, ótti, sektarkennd, pirringur, reiði, óánægja, „stuttur kveikiþráður“, neistinn farinn, ekkert skemmtilegt lengur, búinn að týna sjálfum sér • hegðun: forðast verkefni, fólk eða staði, grátur eða geta ekki grátið, mæta verr í vinnu, ofbeldi (andlegt, líkamlegt), auknar reykingar, áfengis- og vímuefna- neysla, eirðarleysi, athyglin út um víðan völl, svefnvandamál • … og fíflunum fjölgar í kringum þig! Margrét hefur persónulega reynslu af því að lenda í kulnun en í hennar tilfelli var það í einkalífi. „Við verðum að skoða hvernig mikill metnaður getur tekið toll af heilsu okkar. Metnaður er góður en hann er vandmeðfarinn,“ segir hún. En það fyrsta sem hún segir við fólk, sem kemur til hennar á streitunámskeið, er: „nú verðið þið að stoppa!“ Það er ekki endalaust hægt að vera duglegur af því að dugnaður er dyggð, að við eigum að ná langt af því að hamingjan er handan hornsins og vinna meira til að fá hærri laun. hún segir að það geti verið mjög erfitt fyrir þá sem eru með marga bolta Margrét Grímsdóttir, framkvæmda- stjóri hjúkrunar á Heilsustofnuninni í Hveragerði. Það taki langan tíma að komast í þetta ástand og það tekur langan tíma að komast upp úr því. Eygló sagði tímabært að hefja umræðuna um kulnun og örmögnun, þetta væri falið vandamál og mikilvægt að losa um skömmina.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.