Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Side 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Side 18
helga ólafs 18 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 á lofti að stoppa. Þegar þetta fólk stoppar koma allar þessar óþægilegu tilfinningar, „og þá er betra að gera allt annað en að stoppa.“ Látum ekki streituna sigra okkur — Vinnum með hugsanir okkar og viðbrögð: finnum gagnlegar hugsanir, dreifum athyglinni frá hugsunum, verum sem mest í núinu. — næring – borðum hollan mat og borðum reglulega — hreyfing og slökun – þolþjálfun, hugleiðsla, jóga, göng ur, dáleiðsla — Svefn – góðar svefnvenjur mikilvægar — Leikum okkur – áhugamál — forgangsröðun – hvað skiptir okkur mestu máli? — Setja mörk – það er í lagi að segja nei — hvað nærir mig og gefur mér orku? Mikilvægt er að læra að þekkja hættumerkin, eða að ná tökum á „höfuðþvaðrinu“, líkt og Margrét orðaði það. „Það einkennist af því að við getum ekki farið að sofa á kvöldin af því að við erum í ímynduðu samtali, eða höfuðþvaðri.“ Þá er minnisleysi mjög algengt: „Ég var að tala við einhvern, man ekki alveg hvern, hann sagði eitthvað sem ég man ekki alveg,“ sagði Margrét og uppskar hlátur viðstaddra. Streitueinkennin eru í raun viðvörun til okkar að gera eitthvað. Margrét segir að hornsteinninn í streitu - meðferðinni sé að leggja stóru steinana. Það þarf að forgangsraða: hvernig eru stóru steinarnir í mínu lífi? hvað skiptir okkur mestu máli? framsögumenn voru á einu máli að flýta sér hægt en tíminn væri það mikilvægasta í batanum. Það er þolinmæðisverk að ná heilsu en á sama tíma er fátt mikilvægara. FÉLAG ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1919 - 2019 26.-27. SEPTEMBER Hjúkrun 2019 FRAMTÍÐ OG FRUMKVÆÐI: Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðideildar HÍ Hjúkrunarfræðideildar HA Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Landspítala Ráðstefnan verður haldin í Hofi á Akureyri dagana 26.-27. september 2019. Boðið verður upp á fyrirlestra, vinnusmiðjur og veggspjaldakynningar. Tekið verður á móti ágripum frá 1. mars - 6. maí 2019. Nánari upplýsingar er að finna á vef félagsins undir fagsviði: www.hjukrun.is Getur hjúkrun bjargað heilbrigðiskerfinu?

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.