Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 62
62 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 hinn 15. október 2013 birtist eftirfarandi bréf í Morgunblaðinu eftir guðbjörgu Sveins dóttur ellilífeyrisþega: Eins og nú er eru sjúklingar á endalausri ferð í kerfinu á milli sérfræðinga og staða. Þessu þarf að breyta til bóta fyrir alla. Ég sé fyrir mér að sjúklingur komi inn í miðjukjarna. Þar sem tekið er á móti honum, þar sem hann gefur upplýsingar um hvað ami að honum. Í þessum miðjukjarna séu til staðar sérfræðingar, starfslið, sem tekur við honum og komi honum í rannsóknir, blóðgreiningu, röntgen, sneiðmynd o.s.frv., allt sem þarf til að fá heildarmynd af ástandi hans … þarna fengi sjúklingurinn grein- ingu í einni ferð og í stað þess að hrekja hann fram og til baka um kerfið, væri hann möndullinn, sem kerfið snerist um. allt tæki þetta miklu styttri tíma þar sem greiningaþættirnir vinna náið saman eins og vel smurð vél. Þessi orð guðbjargar veita góða innsýn í þarfir sjúklinga og hvernig þjónustan þarf að vera skipulögð svo hún komi sem best til móts við þær. guðbjörg leggur áherslu á heildarmynd- ina af ástandi sjúklingsins þar sem margir fagaðilar eiga hlut að máli og hvernig þjónustan eigi að snúast í kringum hann. hún nefnir jafnframt að árangurinn af þverfaglegu samstarfi felist í hagræðingu. alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur um alllangt skeið lagt áherslu á mikilvægi þess að mennta nemendur og heilbrigðis- starfsfólk í samvinnu þvert á fræðigreinar (WhO, 1978, 1988). Áhersla á þverfaglega samvinnu (e. interprofessional collabora- tion) heilbrigðisstarfsfólks er mikilvæg til þess að stuðla að öryggi sjúklinga og til að takast á við sífellt flóknari viðfangsefni heil- brigðisþjónustunnar (WhO, 1988, 2010; iECEP, 2011). iðulega má rekja orsakir mistaka á sjúkrastofnunum til skorts á sam- skiptum eða óljósum boðskiptum milli meðferðaraðila (hanna - ford o.fl., 2012). auknar kröfur eru í samfélaginu um samstillta þjón ustu með þverfaglegu samstarfi vegna flókinna viðfangsefna. Dæmi um vaxandi heilbrigðisvandamál í íslensku samfélagi þar sem margir fagaðilar þurfa að koma að er offita og fylgi- kvillar hennar. Samkvæmt skýrslu OECD þá þurftu 19% þjóðarinnar að glíma við offitu árið 2015 borið saman við 12,4% árið 2002 og 7,5% árið 1990 (OECD health Statistics 2018). Dánartíðni í þessum hópi er mun hærri en hjá þeim sem eru í kjörþyngd og mun meiri hætta á að fá sjúkdóma, svo sem krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, stoðkerfisvandamál, sykur sýki, astma og kæfisvefn (Malnick og knobler, 2006). frjósemi minnkar iðulega í þessum hópi og meðganga getur reynst mun áhættusamari (klenov og jungheim, 2014; rama - chenderan o.fl., 2008). Til að sporna við slíkri þróun í samfélag- inu þurfa heilbrigðisstéttir að vinna saman. Það er bæði mikil - vægt fyrir einstaklinginn að líða betur og þjóðhagslega hag- kvæmt að fyrirbyggja þetta vandamál. Til að svo geti orðið þarf að mennta og þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í þverfaglegum vinnu- brögðum svo það geti unnið saman á árangursríkan hátt (WhO, 2010). Þverfagleg þátttaka, þar sem er heildræn nálgun í grein- ingar- og meðferðarferlinu, kemur sér ekki aðeins vel fyrir þjónustuþegann heldur getur hún einnig aukið starfsánægju þeirra sem veita þjónustuna (WhO, 2010). Sýnt hefur verið fram á aukna ánægju skjólstæðinga þegar betri vinnu aðferðir eru teknar upp í kjölfar fræðslu og þjálfunar starfsfólks í þver- faglegum vinnubrögðum (reeves o.fl., 2010). auk þess stuðlar þannig samstarf að auknu öryggi, gæðum og hagkvæmni í þjónustu heilbrigðisstarfsfólks (WhO, 2010). Á námsárunum þarf að leggja grunn að samvinnu nemenda í heilbrigðisvísindum, hún eykur þekkingu og skilning á starfs - „Það er fróðlegt og krefjandi að vinna í teymi“ Þverfræðilegt nám á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands: þriggja ára þróunarverkefni Sóley S. Bender, Andri St. Björnsson, Anna Bryndís Blöndal, Guðlaug Kristjánsdóttir, Inga B. Árnadóttir, Ólöf Guðný Geirsdóttir, Þorvarður Jón Löve og Ólöf Ásta Ólafsdóttir Áhersla á þverfaglega samvinnu heilbrigðis- starfsfólks er mikilvæg til þess að stuðla að ör- yggi sjúklinga og til að tak ast á við sífellt flóknari við fangsefni heilbrigðisþjónust unnar. Þverfræðilegt nám fyrir nemendur Heilbrigðisvísindasviðs (HVS) Háskóla Íslands (HÍ) var í þróun á tíma- bilinu 2014–2017. Nemendum bauðst að taka tvö námskeið, annað fræðilegt og hitt klínískt. Á þessu tímabili tóku alls 423 nemendur fræðilega námskeiðið og 132 nemendur fengu klíníska þjálfun. Nem- endur komu úr ólíkum heilbrigðisvísindagreinum og höfðu mismunandi bakgrunn og væntingar. Í þróunarverkefninu fólst margvíslegur ávinningur en jafnframt strembin úrlausnarverkefni. En hver var þörfin í íslensku samfélagi fyrir þverfaglegt samstarf í heilbrigðisþjónustu og hvert var mikilvægi þessa náms á Heilbrigðisvísindasviði?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.