Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 25
síðan við stækkuðum vaktsvæði læknis aðra hverja viku yfir vetrartímann, þá viku sem ekki er læknir á staðnum þá er læknir staðsettur í næsta héraði og hjúkrunarfræðingur á fram- vakt á kirkjubæjarklaustri. fyrir þetta fyrirkomulag var oft eng- inn á vakt á staðnum og allri bráða þjónustu sinnt frá næsta héraði sem er í um klukku stundar fjarlægð. Erfiðast hefur verið að tryggja samfellu í þjónustu enda fáir starfsmenn og ekki auðhlaupið að fá afleysingar — hvort sem það er fyrir lækni eða hjúkrunarfræðing.“ Kynngimagnað útsýni sem veitir vellíðan og kraft „Í Skaftárhreppi er náttúran og fegurðin engu lík, það er ómetan - legt og nærandi að hafa slíka fegurð í kringum sig. Lóma gnúpur og Öræfajökull blasa við mér á hverjum degi, kynngimagnað útsýni sem veitir vellíðan og kraft. alveg frá því að ég var stelpuskotta hef ég alltaf hrifist af litlum samfélögum. Í litlu samfélagi eru íbúar oftar en ekki knúnir drifkrafti og þraut- seigju og allir skipta máli. Oftast er fólk sam herjar en stundum getur slegið í brýnu og er virkilega sorglegt að verða vitni að átökum sem geta haft leiðinleg og jafnvel langvarandi áhrif á samfélagið að hluta eða heild,“ segir auðbjörg aðspurð um hvernig sé að vera íbúi í Skaftárhreppi. auðbjörg hefur tekið þátt í ýmiss konar nefndarstörfum fyrir góðgerðarsamtök og sveitarfélagið. hún segir það gefandi að geta lagt samfélaginu lið og það veiti manni einhvers konar fyllingu. „Ég mætti sjálfsagt vera duglegri að gera eitthvað fyrir sjálfa mig, en ég lít svo á að ég búi við þá gæfu að stunda vinnu við það sem ég hef helst áhuga á. Ég er lánsöm með fjölskyldu og er rík að vinum sem halda vel hópinn. farnar hafa verið ófáar skemmtiferðir hérlendis sem erlendis og á ég margar minningar sem ylja. Ég hef einnig mikla ánægju af lestri bóka og að ferðast um jörðina góðu og síðast en ekki síst að njóta náttúrunnar,“ segir hún. Frönsku Alparnir í sumar nú þegar líður á samtal okkar auðbjargar er hún spurð hvernig sumarið leggist í hana og fjölskyldu hennar? „Sumarið er tím- inn. Á döfinni er að fara með stórfjölskyldunni í frönsku alp- ana, svo er stefnt á að dusta rykið af fellihýsinu og jafnvel fara með það út fyrir sýsluna. annars er sumarið einn annamesti tíminn í héraðinu og geri ég ekki ráð fyrir að fara langt eða vera lengi í burtu. hér er líka náttúrufegurðin og veðursæld engu lík og því ekki þörf á að fara langt,“ segir hún skellihlæjandi. Þegar auðbjörgu gafst kostur á að koma með lokaorð stóð ekki á þeim. „Það er kannski klisjukennt en ég hef bæði í leik og starfi oft verið minnt á hversu lífið er stutt. hver stund er dýrmæt og það er undir okkur sjálfum komið hvernig við nýtum tímann. En mig langar að nota tækifærið og hnykkja á að nú er aðkallandi að heilbrigðiskerfið horfi inn á við, not- endum fjölgar og fjölgar. núverandi uppsetning og fyrirkomu- lag hvað varðar „hefðbundna“ verkaskiptingu stétta fullnægir ekki nauðsynlegri þörf, álag á fagfólk eykst og hefur betur í of mörgum tilfellum. Breytingar geta eflt fólk og aukið hæfni í starfi, nokkuð sem ætti að vega þyngra en landamæri starfs- stétta þegar kemur að öryggi og þjónustu við sjúklinga. Víða erlendis hefur verið brugðist við með breytingum sem þessum. hjúkrunarfræðingar ættu að vera í fararbroddi og varða veg heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar.“ það er kannski klisjukennt … tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 25 „Það er kannski klisjukennt en ég hef bæði í leik og starfi oft verið minnt á hversu lífið er stutt. Hver stund er dýrmæt og það er undir okkur sjálfum komið hvernig við nýtum tímann.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.