Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 81
hægt verður að draga úr eða koma í veg fyrir árásargjarna
hegðun dregur úr þvingandi aðgerðum. Árásargjörn hegðun er
hins vegar flókið fyrirbæri þegar hafðar eru í huga ástæður
þess, við hvaða aðstæður það skapast og hvernig brugðist er við
því (de Boer, 2017).
algengustu aðferðir sem starfsfólk notar til að róa reiða og
spennta sjúklinga og mælt er með að beita í byrjun eru sem
minnst íþyngjandi, s.s. að tala við þá, dreifa athygli þeirra, hug-
hreysta þá, telja sjúklinga á að breyta hegðun sinni o.s.frv. Ef
það dugar ekki er gripið til þvingunaraðgerða eins og að færa
sjúklinga inn á afmarkað svæði, halda þeim kyrrum og gefa
þeim lyf gegn eigin vilja (kuivalainen o.fl., 2017; Price o.fl.,
2018). rannsóknir hafa sýnt að eir því sem minna þarf að
grípa til þvingandi aðgerða því traustara verður meðferðarsam-
bandið, meiri ánægja verður með meðferðina og dvöl á spítala
styttist (hotzy og jaeger, 2016). Það er því hagur allra að hægt
sé að draga úr árásargjarnri hegðun og um leið þvingandi
aðgerðum.
Á meðal þess sem gert hefur verið til að fyrirbyggja árásar-
gjarna hegðun er að þjálfa starfsfólk í samskiptafærni og í
aðferðum til að róa sjúklinga með orðum, þróun mælitækja
sem meta líkur á að sjúklingur sýni árásargjarna hegðun, breyt-
ing á húsnæði í þá veru að það dragi úr tilfinningu um nauð -
ung, auka þátttöku sjúklinga í meðferðaráætlun, skipulögð
úrvinnsla með sjúklingum og starfsfólki eir árásargjarna
hegðun og bætt skráning (almvik og Woods, 2003; guzman-
Parra o.fl., 2016; Shepley o.fl., 2017).
Meginþáttur meðferðar sjúklinga á geðdeildum felst í sam-
skiptum. Samskipti eiga sér stað í upplýsingaöflun, viðtalsmeð -
ferð, samtölum á milli starfsfólks og sjúklinga o.s.frv. færni í
samskiptum á stóran þátt í að skapa gott meðferðarsamband,
auka ánægju sjúklinga og starfsfólks og getur ha áhrif á hvort
sjúklingar sýni árásargjarna hegðun (Sheldon o.fl., 2006).
Traust á milli meðferðaraðila og sjúklinga er grundvallaratriði
í allri meðferðarvinnu. Í yfirlitsgrein, sem allaði um 34 eigind-
legar og megindlegar rannsóknir um traust á milli hjúkrunar-
fræðinga og sjúklinga, kom fram að þættir hjá hjúkrunarfræð-
ingum sem stuðla að trausti eru t.d. trúverðugleiki, einlægur
vilji til að veita góða hjúkrun, næmni, auðmýkt og hæfileiki til
að sjá aðstæður í heild. Einnig að koma auga á óorðaða þörf
sjúklings, skilja þjáningu hans, sýna alúð og þolinmæði og hafa
ekki í frammi fordóma gagnvart sjúklingum, aðstæðum þeirra
og bakgrunni. Þættir sem hindra uppbyggingu trausts eru
skortur á fagþekkingu og kunnáttu, geta ekki greint þarfir sjúk-
linga, hlutgera þá með læknisfræðilegum orðum, taka ekki
ábyrgð og vera fráhrindandi (Dinc og gastman, 2013).
Delanay og johnson (johnson og Delaney, 2006) vörðu 400
klukkustundum inni á geðdeildum til að fylgjast með hvernig
hjúkrunarfræðingar fóru að í samskiptum við sjúklinga til að
tryggja öryggi á deildunum. að bera virðingu fyrir sjúkling-
unum, gagnkvæm samskipti og vera til staðar heill og óskiptur
áttu stóran þátt í að það tókst. hjúkrunarfræðingar reiddu sig
einnig á eigið innsæi til að ráða í aðstæður og draga úr hættu.
Í sumum tilvikum, þar sem starfsfólk þekkti vel til sjúkling-
anna, var besta ráðið að gera ekkert, leyfa sjúklingunum að rasa
út, svo framarlega sem það fór ekki úr böndunum, og bíða eir
að þeir létu af hegðuninni. hjúkrunin fólst fyrst og fremst í að
tengjast sjúklingunum og hjálpa þeim að ná stjórn á hegðun
sinni án þess að þeir skynjuðu það sem refsingu. Tenging við
sjúklingana og að vera til staðar fyrir þá fór fram bæði með og
án orða. úr viðtölum við sjúklinga og starfsfólk greindu rann-
sakendur óra þætti: 1) Deildirnar störfuðu samkvæmt hug-
myndafræði sem fól í sér að tryggja öryggi á deildinni. 2)
Öryggi var háð því hvaða starfsfólk var á vakt og hvaða sjúk-
lingar lágu inni. hlutfall starfsfólks og sjúklinga og samsetning
starfsmannahópsins gat ha áhrif á þetta. 3) húsnæði var
þannig hannað að það hjálpaði starfsfólki að hafa yfirsýn yfir
deildina. 4) Tímasetningar, sem starfsfólk og sjúklingar gátu
treyst á, t.d. hvenær virkni sjúklinga fór fram, hjálpuðu við að
viðhalda stöðugleika á deildunum. Á móti kom að ófyrirsjáan-
leiki ýmissa þátta, eins og innskriir með litlum eða engum
fyrirvara, nýir sjúklingar sem starfsfólkið átti eir að kynnast
o.fl., dró úr stöðugleika. Spennuástand er ekki línuleg þróun og
því er erfitt að segja til um hvenær er rétti tíminn til að grípa
inn í til að fyrirbyggja oeldi. Mikilvægt var þó að átta sig á
hvenær spennan byrjar að myndast og hvað verður til þess að
hún skapast (johnson og Delanay, 2006).
Í sænskri rannsókn á bráðageðdeild, þar sem athugað var
hvaða aðferðir hjúkrunarfræðingar tileinkuðu sér til að koma
í veg fyrir árásargjarna hegðun og róa sjúklinga, komu fram
tvenns konar aðferðir, allt eir aðstæðum á deildinni í hvert
skipti, og sem gefin voru heitin balletdansari og jarðýta. Í fyrra
tilvikinu einkenndist aðferðin af nærgætni og næmni og gaf til
kynna vilja til að mynda traust og hjálpa sjúklingnum. Í síðara
tilvikinu einkenndist hún af vernd þar sem að öryggi á deild-
inni var ha að leiðarljósi, t.d. með því að beita afli og þving-
unaraðgerðum (Björkdahl o.fl., 2010). Báðir möguleikar við að
fást við sjúklinga sem sýna árásargjarna hegðun verða að vera
til staðar.
Það er hagur sjúklinga og starfsfólks að meðferð á geðdeild
sé í góðri samvinnu þessara aðila og ekki komi til aðgerða sem
kalla á þvingun sem getur verið íþyngjandi fyrir sjúklingana og
raskað framgangi meðferðarinnar (jón Snorrason o.fl., 2007).
Það er auðvitað æskilegt að aðferðir sem beitt er til að fyrir-
byggja árásargjarna hegðun séu byggðar á rannsóknum eins og
öll önnur meðferð. En þrátt fyrir ölda rannsókna á umliðnum
árum er enn þörf á fleiri rannsóknum til að leita leiða til að
fyrir byggja árásargjarna hegðun sjúklinga.
Markmið rannsóknarinnar var að átta sig á hvað kveikir
árásargjarna hegðun sjúklinga og hvernig starfsfólkið kemur í
veg fyrir hana.
Aðferð
Í rannsókninni var stuðst við aðferðafræði grundaðrar kenn-
ingar. En samkvæmt hugmyndum glaser (2014) tengist aðferða -
fræði grundaðrar kenningar engri ákveðinni hugmyndafræði
og því er hægt að nota hvaða rannsóknargögn sem er sem
nýtast til að uppgötva og setja fram kenningu. grunduð kenn-
ing byggist á hugtakasmíði sem útskýrir úrlausn á helstu
áhyggjuefnum (e. main concern) þeirra sem rannsóknin beinist
ritrýnd grein scientific paper
tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 81