Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 72

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 72
Vökudeild, nýbura- og ungbarnagjörgæsla Barnaspítala hrings ins tók til starfa 2. febrúar árið 1976 í um 140m2 hús - næði nýbyggingar kvennadeildar Landspítala. Þann dag var fimm börnum ekið frá barnastofunni á sængurkvennagangi upp á Vökudeild á þriðju hæð kvennadeildar. um leið og vöku- deildin tók til starfa var ákveðið að hún tilheyrði Barnaspítala hringsins eins og tíðkaðist víða erlendis en ekki fæðingardeild- inni jafnvel þó staðsetning deildarinnar væri í húsnæði kvenna- deildar (gunnar Biering og ragnheiður Sigurðardóttir, 1999). Opnun Vökudeildarinnar má líkja við að fara í einu vetfangi aftan úr fornöld og til nútímans, meðal annars hafði deildin hlotið góðar tækjagjafir úr ýmsum áttum og var því vel tækjum búin. Sérstaklega ber að nefna kvenfélagið hringinn sem hefur allt frá upphafi stutt rausnarlega við starfsemi Vökudeildar og gert mögulegt að beita bestu tækjum og tækni sem tiltæk er hverju sinni við með ferð veikra nýbura og fyrirbura. hrings - konum verður seint fullþakkað fyrir þeirra góða starf og þann mikla stuðning sem þær hafa veitt Barnaspítalanum og þá sér- staklega Vökudeildinni. hugsjón hringskvenna hefur alltaf verið sú að ef ný tæki eða annað stendur til boða sem getur hjálpað til við meðferð barna er sjálfsagt að útvega það. Við - kvæðið er oft „Ekkert er of gott fyrir börnin“. hringskonur hafa alla tíð verið starfsmönnum Barnaspítalans fyrirmyndir með hugsjón sinni, nærveru og gjöfum. Barnaspítali hringsins ber nafn sitt í virðingarskyni og til heiðurs helstu bakhjörlum sín - um, kvenfélaginu hringnum. Súrefnismettunarmælar og síritar voru komnir til sögunnar við opnun Vökudeildar en nemar (elektróður), sem tengjast tækjunum, voru ætlaðir fullorðnum og því oft erfitt að festa þá á nýburana. Öndunarvélar fyrir nýbura voru ekki til á upphafs- árum deildarinnar og því var notast við öndunarvél af Bird- gerð sem fengin var að láni frá gjörgæsludeild fullorðinna. Það var ekki fyrr en í kringum árið 1980 að Vökudeildin eignaðist fyrstu öndunarvélarnar sem ætlaðar voru nýburum. Í bæklingi um starfsreglur á Vökudeildinni, sem gefinn var út við opnun deildarinnar árið 1976, stendur: Vökudeildin veitir móttöku nýburum sem þurfa á sérstöku eftir - liti og meðferð að halda. innlagnaraldur barnanna er frá fæðingu til 7 daga aldurs. Vökudeild getur annast 18 börn. 14 rúm eru á Vökudeildinni sjálfri … og 4 rúm eru á einangrunardeild á 2. hæð fæðingardeildar. Á einangrunardeild fara börn með smit- andi sjúkdóma og börn sem grunur leikur á að geti valdið smitun (ragnheiður Sigurðardóttir og gunnar Biering, 1976). allt frá upphafi voru notuð skráningarblöð þar sem lífsmörk, fyrirmæli læknis og annað varðandi umönnun og lyfjagjöf nýburanna var skráð. Skráningarblöðin voru höfð við hitakassa eða vöggur barnanna en slíkt var nýmæli á Landspítalanum. Starfsfólki þótti þetta fyrirkomulag styðja við og gera samskipti þeirra við foreldra opnari og eðlilegri. Þó að enn væri aðallega litið á foreldra sem gesti á deildinni og aðstaðan fyrir þá væri lítil sem engin, þá var unnið út frá þeirri hugmynd að „foreldr- arnir eiga börnin, ekki við, og þeir eiga að fá allar upplýsingar um börnin sín.“ Þessar hugmyndir voru nokkuð á undan því sem algengt var á þessum tíma í samskiptum starfsfólks og for- eldra á sambærilegum deildum erlendis og jafnvel barna- deildum almennt þar sem aðkoma og aðgengi foreldra að veikum börnum sínum og upplýsingum um þau var oft tak- markað (jorgensen, 2010; Carin og Downes, 2016). Þar sem vitað var að innlagnir á deildina voru nær alltaf bráðar, starfsfólk nánast allt nýtt í faginu og yfirleitt skortur á hjúkrunarfræðingum þá sem nú varð það strax viðtekin venja að undirbúa allt eins vel og hægt var. Skriflegar leiðbeiningar um ýmsa þætti nýburahjúkrunar voru gerðar og lögð áhersla á að vinna fram fyrir sig til að geta sinnt því sem þyrfti. Strax á upphafsárum Vökudeildar var lögð áhersla á að hafa tiltæka kennsluáætlun fyrir nýja hjúkrunarfræðinga í starfi (ragn- heiður Sigurðardóttir, 2012). Óhætt er að segja að nýburahjúkr - un á Íslandi hafi þróast samhliða opnun deildarinnar og haldist í hendur við það sem var að gerast í hjúkrunar- og læknis - meðferð erlendis. Á þessum árum var hjúkrunarnám hér á landi fært á háskólastig sem varð stökkpallur breytinga og framfara. Það varð algengara að hjúkrunarfræðingar færu til frekara náms í útlöndum og það styrkti hjúkrun á deildinni enn frekar. Tölvu - væðing ruddi sér einnig til rúms og það auðveldaði aðgang að fræðigreinum og upplýsingum um málefni nýburahjúkrunar og ýmsar framfarir sem áttu sér stað erlendis. Einnig fóru starfs- menn að sækja fundi og ráðstefnur innanlands og utan. allt skilaði þetta sér í framförum í nýburahjúkrun (sjá töflu 1). Gjörgæsluhjúkrun nýburahjúkrun hefur tekið miklum breytingum á þeim 43 árum sem hafa liðið síðan Vökudeildin var opnuð. auknir möguleikar til að bjarga og meðhöndla örbura og nýbura með alvarlega sjúk- dóma hafa breytt sjúklingahópnum og gert kröfur um aukna þekkingu og hæfni starfsfólks og um leið aukið á þörf fyrir fleiri og betur menntaða hjúkrunarfræðinga. Í dag annast Vökudeildin fyrirbura sem fæðast eftir allt niður í 23 vikna meðgöngu og nýbura og ungbörn að þriggja mánaða aldri sem þurfa á gjör- gæslumeðferð að halda. Minnstu börnin vega 450 til 600 grömm. Vökudeildin er enn í dag eina deildin sinnar tegundar á Íslandi. frá árinu 2003 voru 23 rúmstæði á deildinni en frá árinu 2018 eru rúmstæðin 14. Starfsmannafjöldinn hefur tekið breytingum og aukist umtalsvert á liðnum árum. nú, árið 2019, starfa á deild- inni um 80 starfsmenn. Þar af eru um 60 hjúkrunarfræðingar, ragnheiður sigurðardóttir, rakel b. jónsdóttir og margrét ó. thorlacius 72 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.