Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 44
Móðuramma mín er hjúkrunarfræðingur. Þegar ég var lítil fékk ég stundum að fylgja
henni eftir í vinnunni, elta hana eftir endalausum göngum Borgarspítalans, hinkra
inni á kaffistofu á meðan hún sinnti einhverju sem var ekki endilega við hæfi barna
og dást í hljóði að fumleysi hennar og kjarki þegar hún sprautaði einhvern í hand-
legginn eða skipti um umbúðir á ljótu sári. af öllum sem ég hef haft persónuleg kynni
af nálgast hún það mest að vera einhvers konar stríðshetja.
Í heilahimnubólgufaraldrinum fyrir 40 árum fór hún grátandi heim úr vinnunni
eftir að smábörn dóu í fangi hennar. hún hefur glímt við bakverki allt sitt líf eftir að
hún nýútskrifuð færði hjálparlaust til þungan sjúkling. Þegar hún talaði um starfið sitt
átti minna lífsreynt fólk það til að biðjast vægðar; það þoldi vart að heyra um það sem
hún varð vitni að upp á hvern dag, helst brosandi og hughreystandi aðra. Samt lét hún
eftir sér að tala mikið um starfið vegna þess að hjúkrun var líf hennar og köllun.
hjúkrunarfræðingur var það sem hún gerði og það sem hún var.
Eftir að ævistarfinu lauk er ég ekki frá því að hún hafi fengið snert af stríðsfrétta-
mannaveiki. En það er þegar fyrrverandi stríðsfréttaritarar verða sinnulausir og áhuga-
litlir um daglegt líf vegna þess að hversdagurinn er heldur rislágur og óraunverulegur
í samanburði við lífið á vígstöðvunum.
En ég get vel skilið hvers vegna hún og fleiri hlýddu kallinu og menntuðu sig til að
sinna þessu starfi. fátt er göfugra en að sinna sjúkum: lina þjáningar, halda lífinu í
fólki og hjálpa því aftur til heilsu. Í samanburði við starf hjúkrunarfræðingsins virðast
flest önnur störf fremur léttvæg. Þannig er það bara; með fullri virðingu fyrir öðrum
störfum og með skilningi á að tilurð, viðhald og endurnýjun samfélaga veltur á því að
ólíkt fólk komi saman og taki sér ólíka hluti fyrir hendur.
Mannkynið er svo mögnuð dýrategund
katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, stjórnarskrárfrömuður og mannvinur með meiru,
komst vel að orði þegar hún sagði eitthvað á þá leið að mannkynið væri svo mögnuð
dýrategund vegna þess að þegar einhver slasast eða veikist kemur bíll með sírenur og
færir í öruggt skjól. Ég er því hjartanlega sammála. Þetta er stór hluti af fegurð mann-
skepnunnar.
Þegar ég eða dóttir mín eða einhver í fjölskyldunni veikist og við erum óviss um
framhaldið hringjum við á næstu heilsugæslu og fáum samband við hjúkrunarfræðing.
Þegar ég tala við hjúkrunarfræðing finnst mér ég einmitt komin í öruggt skjól. reynsla
mín af ráðleggingum og viðbrögðum ykkar er alfarið góð.
Mín tilfinning er sú að virðing og þakklæti fólks almennt fyrir framlagi hjúkrunar-
fræðinga séu algerð og svo sjálfsögð að það telji varla þörf á að hafa um það fleiri orð.
44 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Opið bréf til hjúkrunarfræðinga
Guðrún Eva Mínervudóttir
Guðrún Eva Mínervudóttir með dóttur
sinni Mínervu Marteinsdóttur. Mynd-
ina tók Marteinn Þórsson.
„En ég get vel skilið hvers vegna hún og fleiri hlýddu kallinu og
menntuðu sig til að sinna þessu starfi. Fátt er göfugra en að sinna
sjúkum: lina þjáningar, halda lífinu í fólki og hjálpa því aftur til
heilsu. Í samanburði við starf hjúkrunarfræðingsins virðast flest
önnur störf fremur léttvæg.“