Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 37
mér þetta lífsstarf,“ segir Mercy. Elín Markúsdóttir, hjúkr unar - fræðingur á bráðamóttöku barna, hafði ekki hugmynd um hvað hana langaði að læra eftir stúdentspróf en „ég átti vin- konu úti sem var í hjúkrunarfræði og systir mín var einnig nýbyrjuð í hjúkrun á Íslandi,“ og þetta varð til þess að hún fór í hjúkrun. Kynni af störfum hjúkrunarfræðinga var áhrifavaldur kynni af hjúkrunarfræðingum og störfum þeirra á heilbrigðis- stofnunum er einnig áhrifavaldur. fyrstu kynni guðbjargar jónu guðlaugsdóttur, hjúkrunarfræðings á göngudeild hjarta- bilunar, af hjúkrun voru í gegnum móður hennar sem lét sig dreyma um að verða hjúkrunarkona. Draumur hennar varð því miður ekki að veruleika en þrátt fyrir það ólst guðbjörg upp við það að horfa á hana sinna og hjúkra þeim ástvinum sem á þurftu að halda. „Þetta hafði mikil áhrif á mig og 16 ára gömul fékk ég vinnu á sjúkrahúsinu á Siglufirði, þar sem ég er fædd og uppalin, og þar vann ég með yndislegum konum sem lögðu grunninn að framtíðarstarfi mínu. auk þess er stóra systir mín, guðný Sigríður guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og horfði litla systir alltaf á hana með aðdáun þegar hún var að vinna við sína hjúkrun.“ Ellen Björnsdóttir ákvað ung að aldri að fara í hjúkrun. „Þegar ég var sex ára þurfti ég að fara í aðgerð og varð innlyksa á sjúkrahúsinu vegna snjóþyngsla og komst ekki heim. Á sjúkra- húsinu voru frábærir hjúkrunarfræðingar sem sinntu mér svo vel og þar ákvað ég að þetta væri framtíðarvinnan. Þá ákvað ég einnig að ég vildi vinna við hjálparstörf og sá draumur rættist fimmtíu og einu ári síðar,“ en hún starfar á slysa- og bráða - deildinni í fossvogi auk þess að vera í hópslysateymi bráðamót- tökunnar. Ellen segir að öll reynsla, sem hún hefur öðlast í gegnum hjúkrun, hafi haft víðtæk áhrif á viðhorf hennar til lífs- ins og hennar sjálfrar sem manneskju. „fjölbreytileikinn er endalaus, verkefnin krefjandi, óvæntar aðstæður, jafnvel mjög viðkvæmar, og þar hittir maður oft og tíðum fólk við sínar verstu aðstæður, berskjaldað og aumt. að sinna slíkum verk- efnum, faglega og vel, er alltaf mitt markmið og í gegnum tíðina hefur starfið því gefið mér mikla lífsfyllingu sem erfitt er að útskýra. Sá þroski sem ég hef öðlast í gegnum starfið hefur von- andi einnig skilað sér til barnanna minna í gegnum árin sem þau síðan geta nýtt sér í leik og starfi.“ Áhuga Ásgeirs Vals Snorrasonar, svæfingahjúkrunarfræð- ings á Landspítalanum, má rekja til þess þegar hann fylgdist af aðdáun með störfum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða þegar hann heimsótti veika ömmu sína á sjúkrahús þegar hann var yngri. að loknu stúdentsprófi reyndi Ásgeir þó fyrir sér í lækn- isfræði. Þegar hann komst ekki inn í það nám ákvað hann að skrá sig í hjúkrunarfræði og var það mikið gæfuspor enda fann hann fljótt að í hjúkrun var hann á réttri hillu. „hjúkrun er gef- andi og skemmtilegt starf þótt það sé oft vanmetið. fagið gerir miklar kröfur til faglegrar þekkingar, kunnáttu og færni. Ábyrgðin er mikil og lítið svigrúm er fyrir mistök. Það að starfa við hjúkrun felur í sér mikil samskipti við sjúklinga og aðstand- endur. Starfið krefst þess einnig að maður gefi af sér, en staðreyndin er sú að oftar þiggur maður jafnmikið eða meira en maður gefur í þeim samskiptum.“ Meginkosturinn við starfið segir Ásgeir þó vera samstarfsfólkið. hann segir það spila stórt hlutverk á vinnustaðnum og á skurðstofunni eru samskiptin dýpri og með öðrum hætti en hann hefur kynnst annars staðar. „Oft fylgir starfinu mikil streita og álag, alvarlega bráðveikir sjúklingar sem þurfa tafarlaust á meðferð að halda. Taugar allra eru þandar til hins ýtrasta. Það er við þær aðstæður sem maður sér úr hverju fólk er búið til og það er við þær aðstæður sem fólk kynnist á annan hátt en við flest önnur störf.“ lykilorðið er fjölbreytni í starfi hjúkrunarfræðinga tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 37 „Fjölbreytileikinn er endalaus, verkefnin krefj- andi, óvæntar að stæður, jafnvel mjög við - kvæmar, og þar hittir maður oft og tíðum fólk við sínar verstu aðstæður, berskjaldað og aumt,“ segir Ellen Björnsdóttir. Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir. Ásgeir Valur Snorrason.Ellen Björnsdóttir. Rakel Björg Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.