Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 12
Í tilefni 100 ára afmælis Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ákvað
stjórn Fíh, í samráði við stjórn vísindasjóðs, að úthluta sérstökum af-
mælisstyrk til rannsóknar í hjúkrunarfræði á Íslandi að upphæð
2 milljónir króna. Markmiðið er að styrkja hjúkrunarrannsakanda til
áframhaldandi rannsókna sem efla þekkingu og þróun hjúkrunar á
Íslandi. Þá voru veittir fimm hvatningarstyrkir til frumkvöðla í hjúkr -
un á Íslandi að upphæð 500.000 krónur. Styrkjunum er ætlað að
styðja frumkvöðla til að afla sér frekari þekkingar eða þjálfunar sem
nýtist þeim til að þróa enn frekar nýsköpunarverkefni sem þeir eru
í forsvari fyrir.
helga jónsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði við hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands
og forstöðumaður hjúkrunar langveikra fullorðinna í samtengdri stöðu á Landspítala,
hlaut afmælisstyrkinn fyrir rannsókn sína sem ber heitið Samráð við fólk með lang-
vinna lungnateppu og fjölskyldur þeirra.
Markmið rannsóknarinnar er að endurtaka rannsóknir á árangri sérhæfðrar hjúkr-
unarþjónustu á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnasjúkdóma og fjölskyldur
þeirra, sem rekin hefur verið á Landspítala frá árinu 2005. Prófessor helga jónsdóttir
hefur verið í forystusveit í þessum rannsóknum og þróun starfsemi göngudeildarinnar
frá upphafi og hafa fyrri rannsóknir sýnt verulegan ávinning af þjónustunni, t.d. minni
notkun annarrar heilbrigðisþjónustu, aukin lífsgæði og getu sjúklinga og fjölskyldna
til að kljást við veikindin og ekki síst aukna samheldni í fjölskyldum. helga hefur
unnið í samvinnu við fjölda vísindamanna bæði innanlands og utan og hafa birst ríf-
lega 70 ritrýndar tímaritsgreinar sem byggðar eru á þessum rannsóknum.
helga jónsdóttir hefur verið í fararbroddi í rannsóknum og þróun á þeirri starfsemi
frá upphafi. fyrri rannsóknir hafa verið unnar í samvinnu fjölda vísindamanna inn-
anlands og erlendis og hafa birst ríflega 70 ritrýndar tímaritsgreinar byggðar á þessum
og fleiri rannsóknum.
12 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Afmælis- og hvatningarstyrkir
í tilefni aldarafmælis
Helga Jónsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði við
HÍ, ásamt meðrannsakendum.