Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 55
skemmtilegir og oft og tíðum lifandi samræður við kennara og fagfólk. Einnig er öflugt félagslíf rekið af Curator, félagi hjúkr- unarnema, og besta kaffið í háskóla Íslands fæst hjá Ágústu í Eirbergi.“ Þær herdís og Valdís segja báðar mikið álag vera í náminu og eru sammála um að skipulagið mætti vera betra. Valdís segir að þrátt fyrir að skipulagið fari batnandi séu þó enn vandamál hjá deildinni. herdís tekur í sama streng: „námið mætti alltaf vera betur skipulagt og gott væri ef einhver snillingur myndi finna upp æðislega lausn til að dreifa álaginu jafnt. Það er samt sem áður mjög skemmtilegt og fróðlegt en suma daga er lítið annað í boði en að helga sig skólanum alla daga allan daginn.“ að mati Valdísar mætti vera meira samræmi á milli eininga- fjölda og álags við hÍ en hún segir mikið álag vera í verkefna- skilum. „Einnig væri gaman að skoða þann mögulega að bjóða upp á fjarnám við hjúkrunardeildina í hÍ,“ segir hún enn fremur. Ekki á færi allra að geta bjargað mannslífum aðspurðar um sumarvinnu segjast þær ekki miklar áhyggjur hafa. „Það er alltaf þörf fyrir hjúkrunarnema á akureyri, bæði á öldrunarheimilum og á öllum deildum sjúkrahússins. Það hefur ekki verið mikið mál að redda sér sumarvinnu hingað til,“ segir herdís. Valdís segir að fjölbreytt störf séu í boði á langflestum deildum Landspítala, „og hjúkrunar heim ilin taka glöð á móti fróðleiksfúsum hjúkrunarnemum. Valdís útskrifast vorið 2019 og ætlar að vinna á hjúkrunarheimili út á lands - byggð inni en frekari framtíðarplön eru enn óráðin að sögn hennar. „Ég er hrikalega stolt af því að geta kallað mig hjúkr - unar fræðing. Starfið er krefjandi, stundum erfitt, oftast þó skemmtilegt og alltaf gefandi. góður hjúkr unar fræðingur, sem er fag maður í starfi, getur bjargað manns lífum og það er ekki á færi allra!“ herdís stefnir aftur á móti á útskrift á næsta ári og segir framtíðina enn óráðna hvað varðar vinnu. „hjúkrunar - fræði nám er rosalega heill andi og höfðar vel til mín. Ég er líka alltaf spennt fyrir því að sjá fleiri karlmenn í hjúkrun og ég vona að þeir fari að stíga fram og láta ljós sitt skína í þessum frábæra geira. hjúkrunarfræðistarfið er mjög krefjandi og erfitt en á sama tíma mjög skemmtilegt og fróðlegt, ég læri eitthvað nýtt í hvert skipti sem ég mæti í vinnuna,“ segir hún. Talið berst að komandi kjaraviðræðum og ekki laust við spenn- ing fyrir viðræðunum. „Við vonum innilega að ábyrgð in, sem fylgir náminu og starfinu, verði metin sem og álagið með því að hækka grunnlaunin umtalsvert. gaman væri einnig að sam- ræma laun nema og hjúkrunarfræðinga á bæði Landspítala og Sjúkrahúsinu á akureyri þar sem þetta eru bæði ríkis reknar stofnanir en mikill launamunur er þar hjá fólki með sömu menntun,“ segja þær. „vantar að finna snilling til að dreifa áleginu í hjúkrunarfræðinámi“ tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 55 Gisting, morgunverður, geymsla á bíl, keyrsla í flug og skil á bíl í Leifsstöð við heimkomu Munið orlofsmiðana www.bbguesthouse.is B&B Guesthouse Hringbraut 92, Keflavík „Við vonum innilega að ábyrgð in, sem fylgir náminu og starfinu, verði metin sem og álagið með því að hækka grunnlaunin umtalsvert.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.