Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 63
Gæði náms og reglur um nám í hjúkrunarfræði á Íslandi Samkvæmt flokkun Shanghai Academic Ranking of World Uni- versities (ARWU) (shanghairanking.com/index.html) rað að ist hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands í 100. til 150. sæti af öllu hjúkrunarfræðinámi sem samtökin skoða um heim allan og hefur náð einna lengst á þeim lista af öllum greinum Háskóla Íslands (Herdís Sveinsdóttir, 2018). Kennarar og stjórnendur við Hjúkrunarfræðideild hafa sett sér það markmið að verða með þeim 100 bestu og bjóða áfram upp á framúrskarandi nám í hjúkrunarfræði sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur og þjónar ís- lensku samfélagi. Allar ákvarðanir um nám og námsleiðir taka mið af því að allir nemendur fái framúrskarandi menntun. Nám í hjúkrunarfræði tekur mið af 3. gr. reglugerðar 512/ 2013 um menntun, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, en þar er kveðið á um skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis. Þar kemur fram að menntunin skuli uppfylla skilyrði tilskipunar 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi (Directive 2005/36/EC). Í 31. grein tilskipunarinnar (bls. 19) er kveðið á um lág- markslengd námsins, fræðilega og klíníska, og um efnislegt innihald námsins og hvar klínískt nám skuli fara fram (viðauki 5.2.1., bls. 90). Lágmarkslengd klíníska námsins, skilgreint sem bein samskipti við heilbrigða eða sjúka einstaklinga, er 2300 stundir. Nemendur sem stunda nám í hjúkrunarfræði geta ekki lokið þessum klínísku stundum innan hefðbundins háskólaárs. Þeir þurfa því að ljúka sem samsvarar fjórum mánuðum í klín- ísku starfi undir handleiðslu hjúkrunarfræðings samhliða námi. Þarna er horft til þess að nemendur nýti sumrin til að afla sér þessarar reynslu eða að námi loknu. Í grein 31.5. (bls. 20) tilskipunarinnar stendur m.a. um klín- íska þjálfun að hún skuli fara fram á sjúkrahúsum, í heilsugæslu eða á öðrum vettvangi þar sem nemandinn er í beinum sam- skiptum við sjúklinga. Á vettvangi lærir nemandinn í samstarfi við aðra að skipuleggja, veita og meta heildstæða hjúkrun með hliðsjón af þeirri þekkingu og hæfni sem hann hefur öðlast í fræðilegu námi. Klíníska kennslan er á ábyrgð hjúkrunarkenn- ara og er veitt í samstarfi við og með aðstoð hjúkrunarfræðinga. Nemandinn skal ekki einungis læra að vinna í teymi heldur jafnframt að stýra teyminu og skipuleggja hjúkrunarmeðferð, þar með talið heilbrigðisfræðslu til einstaklinga og hópa. Evr- ópusamtök hjúkrunarfræðinga (European Federation of Nurs - es, EFN) hafa unnið leiðarvísi um innleiðingu tilskipunar innar í mismunandi löndum (EFN, 2015) og hefur sá leiðarvísir verið þýddur á íslensku og er til hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Um uppbyggingu og þróun klínískrar kennslu á Íslandi er áhugasömum bent á tvær tiltölulega nýjar greinar um námið (Helga Jónsdóttir o.fl., 2013; Sveinsdóttir o.fl., 2019). Þá stendur í tilskipuninni að nemendur skuli fá klíníska kennslu í hjúkrun á ýmsum sviðum hjúkrunar m.a. bráða - hjúkr un, nýbura- og barnahjúkrun, mæðravernd, heilsugæslu, hjúkrun sjúklinga sem fara í almennar eða sérhæfðar skurð - aðgerðir og sjúklinga sem þarfnast almennrar eða sérhæfðrar hjúkrunar vegna sjúkdóma sinna. Skipulag náms, inntökuskilyrði og fjöldi nemenda Allt skipulag náms í hjúkrunarfræði tekur mið af ofangreindu. Það sem takmarkar fjölda nemenda eru námspláss og þá sér- staklega á þeim vettvangi sem nefndur er að ofan. Klínískt nám í þeirri námsleið sem hér er til umfjöllunar mun að miklu leyti fara fram á tímum þegar hefðbundið nám er þar ekki, en eng- inn mun útskrifast með BS-próf í hjúkrunarfræði nema hafa uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í tilskipuninni. Við skipulag námsleiðarinnar hefur engum efnisþáttum verið sleppt en hins vegar hefur tekist að þjappa saman því efni sem námið tekur til. Námsleiðin er skipulögð sem tveggja ára nám, 11 mánuðir hvort ár, eða 22 mánuðir alls. Jafnframt þurfa nemendur að bæta við sig klínískum námsstundum sem nema allt að fjórum mánuðum til að uppfylla viðmið tilskipunarinnar um lengd klínísks náms. Inntökuskilyrði er að nemandi hafi lokið BA-, BS- eða BEd- prófi með lágmarkseinkunninni 6,5. Hann skal jafnframt hafa lokið að lágmarki 40 einingum samtals í undirstöðugreinum hjúkrunar, þ.e. aðferðafræði/tölfræði, félags-, sálfræði- og líf - fræði greinum. Allir nemendur fá metið lokaverkefni úr fyrra námi og valeiningar sem eru í núverandi námsskrá BS-náms í hjúkrunarfræði. Námsmatsnefnd Hjúkrunarfræði deildar mun meta námskeið sem nemendur leggja fram inn í námið. Forsendur fyrir því að námsleiðin fari af stað er að 15 nem- endur skrái sig til náms. Hámarksfjöldi nemanda er hins vegar 20. Verði umsækjendur fleiri verður ákveðnum reglum fylgt við val á inntöku þeirra. Lokaorð Í dag er óljóst hversu margir nemendur munu sækja um náms- leiðina. Ekki hefur farið fram formleg könnun á því hver áhugi á þessu námi er, en sterkar vísbendingar eru um að hann sé til staðar. Þá er vilji fyrir því meðal ráðamanna að leitað sé leiða til að bjóða fólki með háskólapróf upp á möguleika til að skipta um starfsvettvang og ljúka öðru háskólaprófi á styttri tíma en hefðbundið nám tekur, í fagi sem er krefjandi en jafnframt þar sem vantar fólk til starfa. Styttri tími þýðir að námið er samfellt og fellur vel að kröfum nútímans hér á landi með hliðsjón af sams konar þróun í Evrópu um það hvernig námi skuli háttað. Við sem störfum við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands göngum inn í nýja tíma full bjartsýni um að þessi tilraun, sem hefst haustið 2020, verði til góðs. sértæk námsleið til bs-prófs við hjúkrunarfræðideild háskóla íslands tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 63 Námsleiðin er skipulögð sem tveggja ára nám, 11 mánuðir hvort ár, eða 22 mánuðir alls. Jafn- framt þurfa nemendur að bæta við sig klínískum námsstundum sem nema allt að fjórum mánuð - um til að uppfylla viðmið tilskipunarinnar um lengd klínísks náms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.