Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 51
báðar áttir. Þá sagði hún rekstur innan fjárhagsramma skipta
meira máli en allt annað. rekstrarmarkmiðum er náð með því
að þrýsta ábyrgð á viðunandi gæðum þjónustu niður í lægri
stjórnunarlög skipuritsins. Litið er á það sem persónuleg stjórn-
unarmistök að ná ekki rekstrarmarkmiðum. „Ekki væla,“ eru
skilaboðin sem stjórnendur fá. hún benti á að það væri talað
um að konur væru síður í stjórnunarstöðum en karlar. Ef nánar
er að gætt sé það ekki alls kostar rétt. Þetta á við um vissa þætti
atvinnulífsins þar sem karlar hafa verið ráðandi, en ef litið er á
heilbrigðis- og félagsgeirann þá eru konur í stjórnunarstöðum
þar í miklum meirihluta.
Jafnlaunakerfi opinberra stofnana
Lúvísa Sigurðardóttir, byggingarverkfræðingur og verkefnis-
stjóri innleiðingar jafnlaunavottunar á Landspítala, fjallaði um
jafnlaunakerfi hjá opinberum stofnunum á Íslandi. Tilgangur-
inn með jafnlaunakerfi Landspítala er að uppfylla lög nr.
10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla ásamt
því að öðlast og viðhalda jafnlaunavottun. Markmiðið er að
nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að
kynbundinn mismunur eigi sér stað. „Starfsfólk skal fá greidd
jöfn laun og njóta sömu starfskjara fyrir sömu eða jafnverðmæt
störf,“ segir í jafnlaunastefnunni. Lúvísa út skýrði hvernig
staðallinn ÍST 85:2018 er hafður til hliðsjónar við að móta jafn-
launakerfi spítalans. hún sagði að flækjustig væri mikið, sér-
staklega hjá opinberum stofnunum í heilbrigðisgeiranum, og
því væri sjaldan hægt að heimfæra lausnir sem einkageirinn
hefur innleitt án mikillar aðlögunar. Til að tryggja farsæla inn-
leiðingu á Landspítala sagði Lúvísa að mikil áhersla væri lögð
á að kortleggja allt skipulag eins og það er í dag og vinna út frá
því. Til að fylgja eftir jafnlaunastefnu þurfi rekjanleika í
ráðningarferli, launasetningu og skráningu allra viðeigandi
gagna. Lykilatriði er að geta rakið allar launatengdar ákvarðanir
og á hvaða gögnum þær eru byggðar.
„Jöfn laun — hvernig náum við þeim?“
formenn aðildarfélaga SSn voru hver og einn með framsögu
undir yfirskriftinni „jöfn laun — hvernig náum við þeim?“
hjúkrunarfræðingar í flestum landanna búa sig undir nýja
kjarasamninga, en færeyingar eru nýlega búnir að semja. Í
erind um formannanna komu fram nokkrir sameiginlegir þættir.
alls staðar eru laun hjúkrunarfræðinga lág miðað við við -
miðunarstéttir með sambærilega menntun og ábyrgð. fleiri
hjúkrunarfræðinga vantar einnig til starfa til þess að geta
brugðist við þeirri þörf sem til staðar er fyrir hjúkrunarfræð-
inga. formennirnir voru sammála um að þær aðferðir sem hafa
verið notaðar til þessa til að ná fram betri kjörum, t.d. verkföll,
samningar og jafnvel jafnlaunavottun, hafi ekki skilað til-
jöfn laun og vinnuskilyrði
tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 51
Myndin er tekin á árlegri ráðstefnu Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) sem haldin var í Reykjavík haustið 2018.