Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 51
báðar áttir. Þá sagði hún rekstur innan fjárhagsramma skipta meira máli en allt annað. rekstrarmarkmiðum er náð með því að þrýsta ábyrgð á viðunandi gæðum þjónustu niður í lægri stjórnunarlög skipuritsins. Litið er á það sem persónuleg stjórn- unarmistök að ná ekki rekstrarmarkmiðum. „Ekki væla,“ eru skilaboðin sem stjórnendur fá. hún benti á að það væri talað um að konur væru síður í stjórnunarstöðum en karlar. Ef nánar er að gætt sé það ekki alls kostar rétt. Þetta á við um vissa þætti atvinnulífsins þar sem karlar hafa verið ráðandi, en ef litið er á heilbrigðis- og félagsgeirann þá eru konur í stjórnunarstöðum þar í miklum meirihluta. Jafnlaunakerfi opinberra stofnana Lúvísa Sigurðardóttir, byggingarverkfræðingur og verkefnis- stjóri innleiðingar jafnlaunavottunar á Landspítala, fjallaði um jafnlaunakerfi hjá opinberum stofnunum á Íslandi. Tilgangur- inn með jafnlaunakerfi Landspítala er að uppfylla lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla ásamt því að öðlast og viðhalda jafnlaunavottun. Markmiðið er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundinn mismunur eigi sér stað. „Starfsfólk skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf,“ segir í jafnlaunastefnunni. Lúvísa út skýrði hvernig staðallinn ÍST 85:2018 er hafður til hliðsjónar við að móta jafn- launakerfi spítalans. hún sagði að flækjustig væri mikið, sér- staklega hjá opinberum stofnunum í heilbrigðisgeiranum, og því væri sjaldan hægt að heimfæra lausnir sem einkageirinn hefur innleitt án mikillar aðlögunar. Til að tryggja farsæla inn- leiðingu á Landspítala sagði Lúvísa að mikil áhersla væri lögð á að kortleggja allt skipulag eins og það er í dag og vinna út frá því. Til að fylgja eftir jafnlaunastefnu þurfi rekjanleika í ráðningarferli, launasetningu og skráningu allra viðeigandi gagna. Lykilatriði er að geta rakið allar launatengdar ákvarðanir og á hvaða gögnum þær eru byggðar. „Jöfn laun — hvernig náum við þeim?“ formenn aðildarfélaga SSn voru hver og einn með framsögu undir yfirskriftinni „jöfn laun — hvernig náum við þeim?“ hjúkrunarfræðingar í flestum landanna búa sig undir nýja kjarasamninga, en færeyingar eru nýlega búnir að semja. Í erind um formannanna komu fram nokkrir sameiginlegir þættir. alls staðar eru laun hjúkrunarfræðinga lág miðað við við - miðunarstéttir með sambærilega menntun og ábyrgð. fleiri hjúkrunarfræðinga vantar einnig til starfa til þess að geta brugðist við þeirri þörf sem til staðar er fyrir hjúkrunarfræð- inga. formennirnir voru sammála um að þær aðferðir sem hafa verið notaðar til þessa til að ná fram betri kjörum, t.d. verkföll, samningar og jafnvel jafnlaunavottun, hafi ekki skilað til- jöfn laun og vinnuskilyrði tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 51 Myndin er tekin á árlegri ráðstefnu Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) sem haldin var í Reykjavík haustið 2018.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.