Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 84

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 84
væri hins vegar ekki hægt að breyta eðli málsins vegna. Á einni deild var búið að breyta húsnæði þannig að erfitt er að vista órólega sjúklinga þar. Viðmælandi á þeirri deild sagði svo frá: „Það sem að hefði þur að gera væri náttúrlega bara að, þú veist, hafa enn þá svona einhvers konar B-gang, eins og var í gamla daga, þannig að það væri hægt að loka og takmarka plássið sem að …“ Þá voru nefnd dæmi um að sjúklingur hefði notað tann- bursta sem vopn og sjúklingur óttast að á bak við rafmagnsdós í loinu væri verið að fylgjast með sér. Í öðrum tilvikum er hægt að stjórna aðstæðum, eins og að safna ekki saman hlutum á ákveðnu svæði sem hægt er að nota sem barefli. Í enn öðrum tilvikum sér starfsfólk ekki fyrir að sjúklingar geti notað hluti fyrir vopn eða barefli. hér skiptir því máli að meta í hvert skipti hvort líklegt sé að hlutur, sem sjúk- lingi er færður, geti reynst hættulegur. Einn viðmælenda nefndi dæmi um þetta: „Og þessi tendens að vera að færa fólki tveggja lítra flöskur fullar af vökva þarna inn, sko, til að spara sér sporin fram — eða stóra könnu eða annað, þú veist, mér finnst það stundum bjóða hættunni svona meira heim, sko. Þá ertu kominn með barefli.“ Umræður niðurstöður rannsóknarinnar bera keim af niðurstöðum ann- arra rannsókna um sama efni (Björkdahl o.fl., 2010; johnson og Delaney, 2006). helstu áhyggjur viðmælenda þessarar rann- sóknar var hið ófyrirséða, þ.e. að sjúklingar sýndu árásargjarna hegðun starfsfólki að óvörum og að einhver mundi slasast. Viðfangsefni starfsfólks á sjúkrahúsum er þess eðlis að ekki er hægt að sjá alltaf fyrir hvað gerist á næstunni. Þó aldrei verði hægt að fyrirbyggja að hið ófyrirséða gerist töldu viðmælendur í rannsókninni að ákveðin atriði gætu hugsanlega búið það undir að takast á við það eða fyrirbyggja það. Í vinnuumhverfi þar sem álag og áreiti er mikið er augljóst að starfsfólk þarf að vera í góðu jafnvægi til að ráða við að stæð - ur og missa ekki stjórn á þeim. Öllu má ofgera og starfsfólkið er mannlegt með sínar tilfinningar og hefur mismunandi þol fyrir álagi (Sutton, Webster og Wilson, 2014). Vinnustaðurinn þarf því að huga vel að þessum þætti til að stuðla að vellíðan og ánægju starfsfólks. Sjúklingar sem eru á gát eru oast veikustu sjúklingarnir á deildunum og þurfa mikla og flókna hjúkrunarmeðferð. gát á geðdeildum er algeng hjúkrunarmeðferð á öllum geðdeildum innanlands og erlendis (jón Snorrason o.fl., 2007). hún hefur hins vegar verið gagnrýnd fyrir að einkennast fyrst og fremst af gæslu en ekki hjúkrun. Þegar sjúklingurinn upplifir gát þannig getur hún verið íþyngjandi fyrir hann eins og um nauðungar - aðgerð væri að ræða. gát þarf því að einkennast bæði af öryggi fyrir sjúklinginn og að honum sé sýnd umhyggja. Og þar sem um veikustu sjúklingana er oast að ræða er ljóst að starfsfólk þarf að hafa þekkingu á hvernig sjúklingum á gát er sinnt á fag- legan hátt. nýtt starfsfólk lærir smám saman af reynslunni hvernig það róar reiða og spennta sjúklinga. Það lærir það líka með því að fylgjast með hvernig reyndara starfsfólk fer að. Það hefur einnig tækifæri til að sækja námskeið til að læra það. Á geðdeildum Landspítalans eru starfsfólki kenndar aðferðir sem settar voru fram eir rannsókn sem þar var gerð (jón Snorrason og Páll Biering, 2010). Í þeirri rannsókn var gagna aflað bæði hjá starfsfólki og sjúklingum og annar rannsakendanna dvaldi á geðdeildum til að fylgjast með samskiptum starfsfólks við reiða og spennta sjúklinga, svipað og johnson og Delanay (2006) gerðu, þó ekki í eins langan tíma og þær. Oast er talað um að þvingandi aðgerð gagnvart sjúklingum skuli aðeins beitt í ýtrustu neyð. Einn viðmælenda nefndi að á sinni deild væri venjan sú að starfsfólkið reyndi sjál að leysa vandamál sem kæmu upp, eins og að róa sjúklinga og koma í veg fyrir árásagjarna hegðun, og kalla ekki á aðstoð annarra fyrr en ljóst væri að það tækist ekki. Þá gat það verið of seint og sjúklingurinn búinn að missa stjórn á hegðun sinni. Í nýlegri rannsókn, sem gerð var á geðdeildum LSh, kom í ljós að al- gengasti aðdragandi þess að kallað var á teymi til að róa sjúk- linga var líkamleg árás á starfsfólk (jón Snorrason o.fl., 2017). Það vekur upp spurningu um hvort starfsfólk þyri í ein- hverjum tilvikum að kalla fyrr á aðstoð. að öðru leyti kom fram að viðmælendur töldu að atriði sem almennt skipta máli í upp- byggingu á góðu meðferðarsambandi, eins og háttvísi, sam- kennd og virðing, skipti miklu máli til að koma í veg fyrir árásargjarna hegðun (Björkdahl o.fl., 2010; johnson og Delanay, 2006). að vinna vel saman á bæði við að starfsfólk vinni innbyrðis vel saman og að starfsfólk og sjúklingar nái góðri samvinnu. góð samvinna eykur líkurnar á meiri ánægju hjá starfsfólki og sjúklingum. hún getur dregið úr árásargjarnri hegðun og um leið hugsanlega þörfinni á að beita þvingunaraðgerðum en álag á deild getur hins vegar komið í veg fyrir að hjúkrunarfræð- ingar geti myndað samband við sjúklingana sem þeir óskuðu eir (Wyder o.fl., 2017). Í rannsókn sem gerð var á varnarteymi geðsviðs Landspítalans, sem bregst við árásargjarnri hegðun sjúklinga, kom fram að þeim sem eru í teyminu finnst góð teymis vinna vera forsenda þess að takast á við árásargjarna hegðun sjúklinga (Snorrason og Biering, 2018). Það er orðið löngu ljóst að umhverfi og húsakynni geðdeilda geta ha áhrif á öryggi starfsfólks og sjúklinga (Schaaf o.fl., 2013). hvort tveggja er þess eðlis að sumu er hægt að breyta en öðru ekki. Einn viðmælenda nefndi t.d. að sjúklingur hefði orðið mjög tortrygginn er hann kom auga á lok á rafmagnsdós í loinu og hélt að því væri beint gegn sér. Í öðrum tilvikum er hægt að breyta aðstæðum þó ekki sé alltaf hægt að sjá fyrir að hlutur sem sjúklingi er færður geti orðið vopn í hendi hans. annar viðmælenda sagði frá að sjúklingi hafi verið færður tannbursti sem hann hefði svo brotið í tvennt til að skaða sig með. af þessu má ljóst vera að það er margt í umhverfi geð - deilda sem getur ógnað öryggi starfsfólks og sjúklinga og margt sem þarf að huga að. Takmarkanir niðurstöður rannsóknarinnar hafa ekki alhæfingargildi vegna fárra þátttakenda. hins vegar má búast við að niðurstöðurnar sýni ágætlega hvað veldur starfsfólki geðdeilda Landspítalans jón snorrason og guðrún úlfhildur grímsdóttir 84 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.