Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 92
amleg og andleg líðan (Visser-Meily o.fl., 2009), betri félagsleg
þátttaka og færri tilfinningaleg vandamál (noble o.fl., 2008).
Einnig hafði betri árhagsstaða, geta til að aka bíl, upplifun á
nánd við maka og betra kynlíf jákvæð áhrif á lífsgæði (Passier
o.fl., 2011b; Taufique o.fl., 2016).
Þunglyndi og kvíði
Í alls 13 rannsóknum var skoðuð tíðni þunglyndis og kvíða sem
mældist á bilinu 23 til 70% (Boerboom o.fl., 2016; Buunk o.fl.,
2015; Chahal o.fl., 2011; harris, 2014; kreiter o.fl., 2013; Meyer
o.fl., 2010; Passier o.fl., 2010, 2011a, 2012; Persson o.fl., 2017a;
Vetkas o.fl., 2013; Visser-Meiley o.fl., 2009; von Vogelsang o.fl.,
2015). kvíði og þunglyndi var mikið á öllum tímapunktum en
virtist ná hámarki innan við tveimur árum eir blæðinguna
(harris, 2014; Passier o.fl., 2011a, 2012; von Vogelsang o.fl.,
2015). rannsókn Meyer og félaga (2010) sýndi að hlutfall sjúk-
linga með þunglyndi jókst úr 25% við útskri í 62% að einu ári
liðnu frá SiB. Mælingar á tíðni kvíða og þunglyndis þegar fimm
ár eða meira voru liðin frá SiB fundust ekki.
Þunglyndi og kvíði komu marktækt oar fram hjá einstak-
lingum með SiB en hjá samanburðarhópi í almennu þýði (Chahal
o.fl., 2011; Persson o.fl., 2017a; Wermer o.fl., 2007). Þessi ein-
kenni voru marktækt tengd verri lífsgæðum og minni lífs-
ánægju (Boerboom o.fl., 2016; kreiter o.fl., 2013; Meyer o.fl.,
2010; Passier o.fl., 2012; Persson o.fl., 2017a), verri sálfélagslegri
líðan (Taufique o.fl., 2016), skertri vitsmunalegri getu og at-
vinnuleysi (Boerboom o.fl., 2016), erfiðleikum með að stunda
tómstundir og skertu félagslífi eða samskiptum við aðra (Buunk
o.fl., 2015; kreiter o.fl., 2013). Einnig tengdist þunglyndi og
kvíði skorti á félagslegum stuðningi, bæði utanaðkomandi
aðstoð og frá nánustu aðstandendum ásamt því að búa einn
(Boerboom o.fl., 2016; von Vogelsang o.fl., 2015), athyglis-
skerðingu og minnistruflunum (Passier o.fl., 2010; von Vogels-
ang o.fl., 2015) og að hafa ekki náð fullum bata (von Vogelsang
o.fl., 2015). Í samhengi við síðasta atriðið sýndi rannsókn kreiter
og félaga (2013) að líkamleg einkenni bötnuðu síður hjá SiB-
sjúklingum sem voru þunglyndir. Meiri líkur voru á síþreytu
ef sjúklingar voru samtímis með einkenni um kvíða og þung-
lyndi (Passier o.fl., 2011a). Viðvarandi þunglyndi og kvíði einu
ári eir áfallið spáði fyrir um verri langtímahorfur og lélegri
atvinnuþátttöku (Vilkki o.fl., 2012).
Áfallastreituröskun, ótti og sálfélagsleg vanlíðan
Í alls sex rannsóknum voru skoðaðir þættir sem snéru að áfalla -
streituröskun, sálfélagslegri líðan og stuðningi við sjúklinga
með SiB (Baisch o.fl., 2011; Covey o.fl., 2013; hütter og kreit -
schmann-andermahr, 2014; noble og Schenk, 2014; noble
o.fl., 2008; Visser-Meiley o.fl., 2013). af þessum rannsóknum
skoð uðu órar tíðni áfallastreituröskunar sem mældist á bilinu
26 til 37% (Baisch o.fl., 2011; hütter og kreitschmann-ander-
mahr, 2014; noble o.fl., 2008; Visser-Meily o.fl., 2013). Tíðni
áfallastreituröskunar var ekki rannsökuð fimm árum eða seinna
eir SiB.
Þegar borin var saman áfallastreituröskun á milli sjúklinga
með SiB og tíðni áfallastreituröskunar í almennu þýði (þar sem
tíðni var 8%) kom í ljós að tíðni einkenna var órfalt hærri hjá
einstaklingum með SiB (noble o.fl., 2008). Einstaklingar með
áfallastreituröskun voru marktækt yngri (Baisch o.fl., 2011;
noble o.fl., 2008) og með verri lífsgæði vegna sálræns áfalls
(hütter og kreitschmann-andermahr, 2014; noble o.fl., 2008;
Visser-Meily o.fl., 2013). Einnig voru marktæk tengsl við þung-
lyndi (hütter og kreitschmann-andermahr, 2014), endurtekna
uppriun á áfalli (hütter og kreitschmann-andermahr, 2014),
ónógan svefn (noble o.fl., 2008) og fleiri sálfélagsleg vandamál,
svo sem skerta getu til að sinna daglegum húsverkum, minnis -
truflanir, óöryggi vegna framtíðaróvissu og að hafa ekki næga
orku til að gera það sem einstaklingana langaði til (noble o.fl,
2008; Visser-Meily o.fl., 2013).
gloppótt minni um atburðarás í kjölfar SiB leiddi til streitu
og hugsana eins og: „Ég hefði getað dáið“, sem spáði fyrir um
áfallastreituröskun (Baisch o.fl., 2011). Einnig spáði skert
aðlögunarhæfni og andleg vanlíðan fyrir um áfallastreitu-
röskun (noble o.fl., 2008; Visser-Meily o.fl., 2013). Einstak-
lingar með mikil einkenni áfallastreituröskunar endurupplifðu
inga steinþóra guðbjartsdóttir, helga jónsdóttir og marianne e. klinke
92 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Heimild Tilgangur var að skoða/meta Aðferð Tími eftir SIB Úrtak
SIB Samanburður
Berggren o.fl., minnistruflanir og áhrif á líðan Blönduð rannsókn 11 árum (n=11) n=26 n=26
2010b 6 árum (n=15)
Meyer o.fl., lífsgæði og forspárþætti þeirra Langtímarannsókn Við útskrift n=113 —
2010 12 mánuðum
Passier o.fl. tíðni vitsmunalegrar skerðingar Þversniðsrannsókn 3 mánuðum n=111 n=62
2010 og tengsl milli fötlunar og Samanburður við almennt
tilfinningatengdra vandamála þýði
Visser-Meyley lífsgæði og þætti sem hafa áhrif Þversniðsrannsókn 2–4 árum n=141 —
o.fl., 2009 á lífsgæði
noble o.fl., hvað útskýri áfallastreituröskun Langtímarannsókn 3 mánuðum n=105 Samanburður við almennt
2008 og þreytu 13 mánuðum þýði
Wermer o.fl., 2007 langtímaáhrif SiB á atvinnustöðu, Þversniðsrannsókn 8,9 árum n=610 Samanburður við almennt
sambönd við fjölskyldu og vini , þýði
persónuleika og skapferli