Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 97

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 97
reynd fyrir þennan sjúklingahóp. Efnis atriðin sköruðust mikið í þessum mælitækjum. nefna má að lífsgæði voru skilgreind frá mismunandi forsendum og þess vegna var erfitt að að - greina þau frá mælingum á til dæmis þung lyndi/kvíða, áfalla- streituröskun og vitsmunastarfsemi. Því má telja mikilvægt að útbúa hagkvæmt mælitæki fyrir þennan sjúklingahóp sem nær yfir flókið samspil margra þátta sem gætu ha áhrif á sálfélags- lega líðan. Mynd 4 væri hægt að nota sem leiðarvísi í þeirri vinnu. Áfallastreituröskun er mun algengari hjá sjúklingum með SiB en hjá þeim sem hafa fengið aðrar tegundir heilablóðfalls þar sem hún mælist eingöngu á bilinu 4 til 10% (field o.fl., 2008; Sembi o.fl., 1998). Þetta eru aðeins lægri tölur en komið hafa í ljós hjá heilbrigðum einstaklingum (um 8%) (noble o.fl., 2008). hjá sjúklingum með SiB hefur rúmlega þriðjungur áfalla - streituröskun innan fimm ára frá SiB og er það augljóslega alvarlegt (Baisch o.fl., 2011; hütter og kreitschmann-ander - mahr, 2014; noble o.fl., 2008; Visser-Meily o.fl., 2013). Því mið - ur hefur ekki verið rannsakað hvort þetta er viðvarandi vanda- mál um enn lengri tíma. Einstaklingar með SiB þurfa að glíma við margvíslegan vanda sem tengist atvinnuþátttöku, félagslífi og tómstundum (harris o.fl., 2014; Taufique o.fl., 2016; Vetkas o.fl., 2013; Wer- mer o.fl., 2007). Sálfélagslegar afleiðingar valda einstaklingum ekki einungis erfiðleikum heldur hafa einnig mikinn kostnað í för með sér bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið (rosamond o.fl., 2008). Vítahringur getur auðveldlega skapast þegar geta einstaklingsins til að hafa samskipti við aðra, til dæmis vegna einbeitingarskorts eða síþreytu, takmarkast. Það leiðir til auk- innar tilhneigingar sjúklings til þess að hafa sífellt minni sam- skipti við fólk (Buunk o.fl., 2015; hedlund o.fl., 2010; kreiter o.fl., 2013). Þunglyndi og kvíði hindra auk þess möguleika á að nýta bjargráð. Þetta sést einnig hjá fólki með aðrar tegundir heilablóðfalls (Boden-albala o.fl., 2005; McCarthy o.fl., 2016). Mikilvægt er að rjúfa þennan vítahring. Hagnýting rannsóknar afleiðingar SiB hafa langvarandi áhrif á líf fólks og sjúklingar með SiB og aðstandendur þeirra hafa rætt um þörf fyrir aðstoð heilbrigðisstarfsmanna (forsberg-Wärleby o.fl., 2001; von Vogel - sang o.fl., 2012; Persson o.fl., 2017a,b; harris, 2014). hjúkr- unarfræðingar eru lykilaðilar í að styðja sjúklinga í ferlinu við að aðlagast breyttum aðstæðum (Cameron o.fl., 2016; Camicia o.fl., 2014). Áhugaverð rannsókn á árangri sérhæfðrar hjúkr- unarþjónustu sérfræðings í taugahjúkrun, sem fólst í fræðslu, ráðgjöf, stuðningi og eirfylgd eir heilaaðgerð, sýndi að kerfis - bundin eirfylgd dró úr sálfélagslegri vanlíðan sjúklinga (Prit - chard o.fl., 2004). Í kostnaðargreiningu kom fram mikill sparn - aður sem meðal annars fólst í aukinni atvinnuþátttöku, færri endurinnlögnum og færri komum til lækna. Lykilþáttur í hjúkr unarmeðferðinni var auðveldur aðgangur að þjónustunni, jafnvel snemma eir útskri. hvorki fundust leiðbeiningar né verklagsreglur fyrir heil- brigðisstarfsfólk sem taka mið af sálfélagslegri líðan sjúklinga og aðstandenda þeirra eir SiB. Þær leiðbeiningar sem til eru lýsa flestar eingöngu læknismeðferð, bráðameðferð og ýmsu sem tengist sjúkrahúslegunni (Connolly o.fl., 2012; Edlow og Samuels, 2017). hérlendis er ekki er boðið upp á hjúkrunar - þjónustu fyrir sjúklinga með SiB eir útskri. Einnig skortir fræðsluefni um sálfélagsleg einkenni. úr þessu unnt að bæta. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að setja fram ráðleggingar um úrræði fyrir sjúklinga með SiB út frá slembuðum rannsóknum gefa niðurstöður þessarar rannsóknar tilefni til að setja fram eirfarandi tilmæli: • Tilgreina þætti um sérhæfða fræðslu til einstaklinga með SiB og aðstandenda þeirra fyrir útskri af heila- og tauga - skurðdeild. Þar þurfa meðal annars að koma fram hugsan - leg sálfélagsleg einkenni eir heimkomu og hugsan leg bjargráð. • útbúa skriflegt fræðsluefni sem styður við sérhæfða fræðslu um sálfélagsleg vandamál og úrræði sem standa til boða. • koma á fót skipulagðri hjúkrunarþjónustu eir útskri. nota mætti þætti í mynd 4 til að koma auga á sálfélagslega erfiðleika og úrræði sem þjónustan ætti að beinast að. Kostir og gallar næmni leitarorða var könnuð í órum rafrænum gagnagrunn - um og það leiddi til útilokunar á tveimur þeirra. Líklegt er að fleiri rannsóknir hefðu fundist ef gagnagrunnar hefðu verið fleiri og ef leitað hefði verið að greinum á fleiri tungumálum. hvorki var gerð handleit í tímaritum né eltisleit á heimildum. Slíkt hefði krafist meiri tíma og vinnu en höfundar höfðu aflögu. Meirihluti rannsóknagreina, sem uppfylltu inntökuskilyrði, voru framskyggnar lýsandi þversniðsrannsóknir. Þessi tegund rannsókna gefur bara „skjáskot“ af einkennum á ákveðnum tímapunkti en hafa takmarkað gildi til að draga endanlegar ályktanir (Polit og Beck, 2017). Engar íhlutunarrannsóknir fundust. Margar rannsóknir voru framkvæmdar af sömu rann- sóknarhópunum og bundnar við eina stofnun eða landssvæði (Passier o.fl., 2010; Passier o.fl., 2011a; Visser-Meily o.fl., 2013). Slíkt takmarkar yfirfærslugildi niðurstaðna. Ályktanir Sálfélagsleg vandamál einstaklinga sem fengið hafa innan - skúms blæðingu (SiB) eru algeng og viðvarandi hjá meira en helmingi þeirra í allt að 20 ár eir blæðinguna. Brýn þörf er á að bregðast við sálfélagslegum vandamálum sem sjúklingar með SiB standa frammi fyrir. Sérstaklega þarf að útbúa markvissar greiningaaðferðir, skipuleggja upplýsingagjöf, stuðning og eir - fylgni. aukin þekking og skilningur hjúkrunarfræðinga á sál- félagslegum þörfum einstaklinga með SiB er mikilvægur þáttur í bataferlinu. Þannig geta hjúkrunarfræðingar notað niður - stöður til að efla betur skilning á hvernig megi meta og bregðast við sálfélagslegri vanlíðan. Í framtíðarrannsóknum þarf að sam- ræma notkun mælitækja og leitast við að búa til mælitæki sem eru næm á sálfélagslega líðan hjá sjúklingum með SiB. ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.