Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 70

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 70
upphaf 20. aldar einkenndist af stórauknum áhuga almennings og ráðamanna á umönnun ungbarna hér á landi sem og er- lendis enda nýbura- og ungbarnadauði þá enn töluverður þó hann hefði minnkað mikið frá því um miðja 19. öld. Á fyrri helmingi 20. aldar lækkaði dánartíðni nýbura úr um 50 af hverjum 1000 nýburum í um 20. helstu dánarorsakir nýbura á þessum tíma mátti rekja til meðfæddra sjúkdóma, sýkinga, öndunarerfiðleika, ofkælingar, fæðuerfiðleika eða þyngdartaps. Dánartíðni þeirra sem lifðu af nýburaskeiðið, þ.e. fyrsta mán uð - inn, var um 60 af hverjum 1000 börnum í upphafi aldarinnar en fór niður í um 20 af 1000 um miðbik hennar. Til saman- burðar deyr í dag um 1 af hverjum 2000 börnum á nýburaskeiði og helstu orsakirnar eru sýkingar, fylgikvillar fyrirburafæðinga og fósturköfnun (e. birth asphyxia) sem samanlagt valda um 80% af nýburadauða um allan heim en meðfæddir gallar koma þar á eftir (Loftur guttormsson o.fl., 2001; ragnhildur hauks- dóttir, 2013). Flestar barnsfæðingar í heimahúsum fram til 1949 Á fyrri helmingi 20. aldar var þekking á örverum nýtilkomin, hreinlæti var oft ábótavant, fátækt var algeng og máttu heil- brigðisvísindin sín næsta lítils í baráttunni gegn nýbura- og ungbarnadauða. Samtímis fór bætt læknis-, ljósmæðra- og hjúkr unarþjónusta á Íslandi að hafa áhrif til að draga úr ný - bura- og ungbarnadauða, fyrst og fremst með óbeinum hætti, þ.e. með almennum heilbrigðisráðstöfunum og fyrirbyggjandi heilsu gæslu aðgerðum. Þetta var til að mynda gert með því að efla vitund almennings um mikilvægi brjóstagjafar, hreinlætis og sóttvarna (Loftur guttormsson o.fl., 2001; Mar grét guð - mundsdóttir, 2010). fram til ársins 1949 áttu flestar barnsfæðingar á Íslandi sér stað við mismunandi aðbúnað í heimahúsum og þar var annast um veika nýbura og fyrirbura. Margar frásagnir eru til um fyrir bura eða mjög lítil börn sem fæddust víðs vegar um landið. Sögur eru um að þau hafi verið sett í skókassa með ull eða ein- hverju hlýju og kassinn hafður við miðstöðvarofninn til að halda hita á barninu. notað var áhald líkt og dropateljari, eða grisja eða dula við næringargjöfina, en lítið annað var gert. Í mörgum tilvikum önnuðust ljósmæður börnin eða vöktu yfir þeim. Sagnir eru einnig til um lífgunartilraunir á nýburum en ekki tiltekið í hverju þær fólust. Sögurnar segja að mörg af þess - um börnum hafi komist á legg og dafnað vel. Sennilegt er að flest þessara litlu barna hafi fremur verið léttburar (létt miðað við meðgöngualdur) en fyrirburar, þar sem vitað er að lífeðlis fræði - lega hafa miklir fyrirburar ekki getað lifað af án að stoðar. Fæðingardeild Landspítala Eftir að fæðingardeild Landspítala tók til starfa árið 1949 voru konur hvattar til að fæða þar. Önnuðust fæðingarlæknar og ljósmæður meðferð veikra nýbura og fyrir bura. Þegar barna- deild Landspítalans tók til starfa árið 1957 hófust afskipti barna lækna og hjúkrunarfræðinga af þessum börnum. Eitt fyrsta skrefið við að skipu leggja meðferð nýbura á Íslandi var tekið árið 1961 þegar barnalæknirinn gunnar Bier ing var ráð - inn í hlutastarf við fæðingardeildina. hlutverk hans var að hafa umsjón með nýburum fæddum á deildinni og síðar líka nýbur - um sem fæddust á fæðingarheimili reykjavíkur. hann ásamt læknum, ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum deildarinnar réðst strax í að bæta ófullnægjandi aðstöðu fyrir veika nýbura hér á landi, og var stofnun sérstakrar nýburadeildar eitt þeirra atriða sem mest áhersla var lögð á. Á árunum 1960 til 1970 varð ör þróun erlendis í lækningum og hjúkrun veikra nýbura og fyrirbura sem mátti rekja til vitundarvakningar um að bjarga mætti mörgum börnum sem voru veik við fæðingu, veiktust stuttu eftir fæðingu eða fæddust fyrir tímann með bættri læknis- og hjúkrunarmeðferð. Áður hafði megináherslan verið lögð á heilsu móðurinnar og álitið að lítið væri hægt að gera fyrir þessa litlu sjúklinga (jorgensen, 2010). Talið er að andlát Patrick Bouvier kennedy, þriðja barns john f. kennedy þáver- andi forseta Bandaríkjanna og konu hans jacqueline, hafi valdið straumhvörfum í nýburalækningum. Drengur inn fæddist í byrjun ágúst árið 1963 eftir rúmlega 34 vikna meðgöngu og vó 2112 grömm. hann lést tæplega tveggja sólarhringa gamall úr glærhimnusjúkdómi (respiratory distress). Dauði hans vakti almenning, lækna og ráða menn til meðvitundar um bæði þörf- ina fyrir sérstakar nýburagjörgæsludeildir og þörfina á aukinni þekkingu um sértæka meðferð fyrir þenn an hóp barna (jorgen - sen, 2010). 70 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 Upphaf þjónustu við veika nýbura á Íslandi — stofnun Vökudeildar Ragnheiður Sigurðardóttir1, Rakel B. Jónsdóttir2, Margrét Ó. Thorlacius3 1 Deildarstjóri Vökudeildar Landspítala frá 1976 til 2010. 2 Sérfræðingur í nýburahjúkrun Vökudeild Landspítala. 3 Deildarstjóri Vökudeildar Landspítala frá 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.