Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 49
ég er svo þakklát að hafa fengið að fara þá braut sem ég hef fetað síðustu áratugi.
En ég hefði orðið góður smiður ef ég hefði kosið þann starfsvettvang. Eitthvað að
lokum? höldum áfram að gera hjúkrunarfræðina sýnilegri og tölum meira um
hvað þetta er frábærlega skemmtilegt fag.
Hræðist mest köngulær og heilsubrest
— Stefanía Inga Sigurjónsdóttir
Fullkomin hamingja er … að vera sátt í eigin skinni. Hvað hræðist þú mest?
köngulær og heilsubrest. Fyrirmyndin? Mamma mín, ekki spurning. Eftirlætis-
máltækið? Betra seint en aldrei. Hver er þinn helsti kostur? úff … tryggð. Hvað
vildirðu verða þegar þú varst ung? kennari, læknir, skurðlæknir. Svo ljósmóðir.
fór þess vegna í hjúkrun og er hér enn! Eftirlætismaturinn? nautalund með bern -
aise-sósu. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra? grobb og hroka.
Hverju ertu stoltust af að hafa áorkað? Á ekki neina bikara eða merkilega verð -
launapeninga, ætli það sé ekki bara menntunin mín. Eftirminnilegasta ferðalagið?
Til Danmerkur í ágúst síðastliðnum, ekki spurning! Var þar í 10 daga í rigningu
eftir að þar hafði verið 30°C hiti og sól allt sumarið. Svekkelsi! Ofmetnasta dyggð -
in? Vinnusemi og dugnaður. hættum þessu og útrýmum kulnun í starfi! Hver er
þinn helsti löstur? Leti og forvitni. Hverjum dáist þú mest að? Venjulegu fólki
sem stendur af sér þær ótrúlegu raunir sem lífið leggur á það. Eftirlætishöfund-
urinn? Veit ekki, er ekki nógu dugleg að lesa. Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið?
hvað er með þetta veður?! Mesta eftirsjáin? að hafa ekki farið til útlanda sem
skiptinemi eða „au pair“. Eftirlætisleikfangið? Dúkkan mín, hún hildur. Stóra
ástin í lífinu? Eiginmaðurinn, Ómar Örvar. Hvaða eiginleika vildirðu helst hafa?
geta gert mig ósýnilega og flogið um. Þitt helsta afrek? Dætur mínar, móðurbetr-
ungar báðar tvær. Eftirlætisdýrið? hundar. Hvar vildir þú helst búa? Bara mjög
sátt hér í hveragerði. Hvað er skemmtilegast? ferðast. Hvað eiginleika metur þú
mest í fari vina? heiðarleika. Eftirlætiskvikmyndin? Sofna yfir flestum myndum,
líka í kvikmyndahúsum, en vakti vel yfir „Million Dollar Baby“ og „The Call“.
Markmið í lífinu? Lifa og njóta! Hvaða starfsvettvang myndirðu kjósa annan en
núverandi? Eitthvað allt annað? Þá verkfræðingur. Eitthvað að lokum? hægjum á
og njótum líðandi stundar, gærdagurinn er búinn, morgundaginn eigum við ekki
vísan, dagurinn í dag er það eina sem við höfum.
setið fyrir svörum …
tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 49
Stefanía Inga Sigurjónsdóttir,
hjúkrunarfræðingur á Heilsustofnun
í Hveragerði.
vertu með á
https://www.facebook.com/hjukrun