Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 67
við þróun þekkingar og vinnubragða í nútímaheilbrigðisþjónustu er vaxandi áhersla
lögð á að beita viðurkenndum aðferð um við að innleiða gagnreynda þekkingu. jafn-
framt hefur verið lögð meiri áhersla á að tileinka sér vinnubrögð breytingastjórnunar,
meðal annars með því að nota starfsemisgögn í námsverkefnum. Þverfagleg samvinna
hefur fengið aukið vægi og fleira mætti nefna.
Markmið klínísks meistaranáms eru að hjúkrunarfræðingar séu mjög færir í að
sinna flóknum verkefnum á afmörkuðu sérsviði og hjá ákveðnum sjúklingahópum,
sérstaklega fólki með flókinn heilsufarsvanda sem krefst marg þættrar þjónustu. Störf
sérfræðinga í hjúkrun eru fjölþætt en skiptast gjarnan í klínískt starf, kennslu og
fræðslu, þátttöku í rannsóknar-, umbóta- og gæðavinnu, og síðast en ekki síst er gerð
sú krafa til sérfræðinga að þeir séu leiðtogar á sínu sérsviði. kjarnanum í störfum
sérfræðings í hjúkrun hefur verið lýst með eftirfarandi sex samhangandi þáttum
(Tracy og O’grady, 2019):
• heildrænt sjónarhorn
• framúrskarandi klínísk færni
• Ígrundun í starfi
• notkun gagnreyndrar þekkingar
• fjölbreytt þekking og aðferðir við að efla heilbrigði og hjúkra sjúkum
• Myndun meðferðarsambands
Hjúkrun á sérsviði I og II
Þau námskeið í meistaranámi í hjúkrunarfræði sem einkum leggja grunn að því að
undirbúa hjúkrunarfræðinga til að starfa sem sérfræðingar eru námskeiðin hjúkrun
á sérsviði i og hjúkrun á sérsviði ii. Á báðum námskeiðunum liggja ofangreindir sex
þættir til grundvallar. Þriðjungur hvors námskeiðs er klínískur og gerir það nem-
endum ekki einungis mögulegt að dýpka þekkingu sýna umtalsvert heldur jafnframt
að þjálfa sig í beitingu hennar á klínískum vettvangi. Í Hjúkrun á sérsviði I er fjallað
um hlutverk og hugmyndafræðilegan grunn sérfræðinga í hjúkrun. nemendur fá
innsýn í meginhlutverk sérfræðinga í hjúkrun: klínísk störf, kennslu og fræðslu,
ráðgjöf, leiðtogahlutverk, upplýsingatækni og nýtingu gagna og rannsókna-, gæða-
sérfræðimenntun í hjúkrunarfræði
tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 67
Mynd/LSH/Þorkell.