Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 53
jöfn laun og vinnuskilyrði tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 53 Samtök hjúkrunarfræðinga á Norður- löndum(SSN) (Sygeplejernes samarbejde i norden (SSn) eða nordic nurses’ federation (nnf)) um 320 þúsund hjúkrunarfræðingar á norðurlöndum eiga aðild að SSn. Samtökin hafa starfað frá 1920 með sameiginleg baráttumál hjúkrunarfræðinga í brennidepli. Síðan þá hefur sambærileg þróun í jafnréttismálum átt sér stað í öllum löndunum. Lög um jafna stöðu karla og kvenna og varðandi ýmis réttindi, eins og eignarhaldsrétt, kosningarétt o.s.frv., voru samþykkt í þeim öllum á tíma- bilinu 1906–1919. Löndin eiga sameiginlegt að atvinnu - þátttaka kvenna er mikil, með sjö af hverjum 10 konum á atvinnumarkaði. Launamunur var þegar á dagskrá við stofnun SSn árið 1920. Þá voru konur almennt ekki fyrirvinnur og ekki álitið að þær þyrftu sömu fjárráð og karlar. Launamunur kynjanna hefur lifað af allar götur síðan þrátt fyrir samn- inga og aðrar aðgerðir til að jafna hann. framan af voru helstu baráttumálin réttur hjúkrunar- fræðinga til að gifta sig, búa í eigin húsnæði, styttri vinnu- tími og launakjör. ræst hefur úr fyrstu þremur baráttu - málunum en enn þann dag í dag, næstum 100 árum seinna, er launamunar á kvenna- og karlastéttum mikið vandamál í starfseminni. norrænu félögin vinna einnig saman að því að efla rannsóknir í hjúkrun og bæta hjúkr - un og hjúkrunarmenntun á norðurlöndum. Þá hafa verið uppi hugmyndir um að stofna til embætta „Chief nursing Officer“, þ.e. hjúkrunarstjórnanda sem getur veitt stjórn- völdum ráðgjöf um fagleg málefni í hjúkrun í löndunum. Norræna leiðin „norræna leiðin“ er samningslíkan sem hefur verið stuðst við í noregi, Danmörku og Svíþjóð. Markmið „norrænu leiðarinnar“ er að auka kaupmátt á grundvelli lágrar verð - bólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis. Það er gert með því að viðhalda jafnvægi á milli launaþróunar á almennum vinnumarkaði og opinberum vinnumarkaði en það á síðan að stuðla að friði á vinnumarkaði og auknum stöðugleika. Í þessu kerfi er reynt að tryggja að opinberir starfsmenn fái að njóta launaskriðs sem verður á almennum vinnu- markaði, að frádregnu launaskriði á opinbera vinnumark - aðinum. „norræna leiðin“ hefur ekki verið reynd hér á Íslandi. Á hinum norðurlöndunum hefur tekist að auka kaupmátt tvisvar sinnum meira á ári á síðustu 15 árum en hér á landi. Vinnumarkaðurinn á Íslandi hefur einkennst af höfrungahlaupi og leiðréttingum á milli stétta sem oftar en ekki leiða til aukinnar verðbólgu og minni kaupmáttar. gerð var tilraun til að koma þessari aðferð hér á árið 2016 en um það tókust ekki samningar þá Hjúkrunarfræðingar á Norðurlöndum kalla eftir pólitískum viðbrögðum gegn launa- ójöfnuði hjúkrunarfræðingar frá öllum sex norðurlöndunum hafa sameinast, undir merkjum Samtaka hjúkrunarfræðinga á norðurlöndum (SSn), um ákall til ríkisstjórna sinna og stjórnmálamanna þess efnis að tekist verði á við ósann- gjarnan launamun í þeim kvenna- og karlastörfum sem krefjast sambærilegrar menntunar. könnun á launakjörum á norðurlöndum hefur leitt í ljós að launamunur karla og kvenna með menntun á bakka lárstigi er um 20 af hundraði. Á heildina litið eru laun í hefðbundnum kvennagreinum, svo sem hjúkrun, um það bil 80 prósent af launum í karlagreinum á svipuðu menntunarstigi. Eitt af sérkennum norræna vinnumarkaðarins er að launamyndun á sér stað í viðræðum milli samningsaðila. Við berum mikla virðingu fyrir því fyrirkomulagi. En sagan hefur, því miður, kennt okkur að frjálsar samn- ingaviðræður mega sín lítils við að leysa þann vanda sem felst í ójöfnum launum fyrir sambærilega menntun. Við stöndum því frammi fyrir pólitísku vandamáli sem á rætur sínar að rekja til þess tíma þegar ekki var litið á konur sem fyrirvinnur. Þess vegna krefjumst við — fyrir hönd 320.000 norrænna hjúkrunarfræðinga — viðbragða af hálfu stjórnvalda. Þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að vægi hjúkrunarstarfa á eftir að aukast og er því skorturinn á hjúkrunarfræðingum á norðurlöndunum þeim mun alvarlegri staðreynd. Stjórnmálamenn og stefnumótendur mega ekki horfa fram hjá því að laun og viðundandi starfsskilyrði gegna lykilhlutverki í að laða fólk að greininni og halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Ójöfn laun hjúkrunarfræðinga voru á dagskrá stofn- fundar Samtaka hjúkrunarfræðinga á norðurlöndum árið 1920. nú — nærri 100 árum síðar — er kominn tími til þess að stjórnmálamenn sýni dug sinn í að takast á við ójöfnuð fortíðarinnar og veiti hjúkrunarfræðingum þau laun og þá virðingu sem þeir eiga skilið. Sygeplejernes samarbejde i norden (SSn)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.