Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Qupperneq 2

Skessuhorn - 29.05.2019, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 20192 Um næstu helgi er sjómannadag- urinn og af því tilefni verður fjöl- breytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna á nokkrum stöð- um á Vesturlandi. Sjá nánar Sjó- mannadagsblað Skessuhorns. Á morgun er spáð norðlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s og víða léttskýjað á Vesturlandi, annars staðar skýjað en úrkomulítið. Hiti 3-13 stig, hlýjast um landið suð- vestanvert. Á föstudag og laugar- dag er spáð norðaustanátt 5-13 m/s og bjart með köflum á Vest- urlandi, en skýjað í öðrum lands- hlutum og stöku skúrir á Suður- landi. Hiti breytist lítið. Á sunnudag og mánudag er gert ráð fyrir aust- an- og norðaustanátt. Rigning með köflum austanlands en þurrt vest- anlands. Hiti frá tveimur stigum í innsveitum norðaustanlands upp í 12 stig á Suðvesturlandi. Í síðustu viku voru lesendur á vef Skessuhorns spurðir hvort þeir borði morgunmat. Flestir, eða 62% svarenda, sögðust alltaf fá sér morgunmat. 19% svörðu því að þeir borði aldrei morgunmat og 19% sögðust stundum fá sér morgunmat. Í næstu viku er spurt? Veistu af hverju Uppstigningar- dagur er frídagur? Sjómenn og fjölskyldur þeirra eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Nýr pannavöllur GRUNDARFJ: Ungmenna- félag Grundarfjarðar lét á dögunum setja upp svokall- aðan pannavöll við skólann í Grundarfirði. Völlurinn verð- ur staðsettur þar þangað til skóla lýkur en þá mun hann verða fluttur upp á svæðið þar sem ærslabelgurinn er nú. Völlurinn er gjöf frá Arion- banka og var ekki annað að sjá en að krakkarnir hafi verið himinlifandi með þessa viðbót við áhaldakost skólans. -tfk Um tíma óttast að skútu hefði hvolft HVALFJ: Björgunaraðilar við sunnanverðan Faxaflóa voru kallaðir út til leitar síðdeg- is á mánudaginn. Vísbending hafði borist um að skúta væri á hliðinni í Hvalfirði. Boð til björgunarsveita voru nokkru síðar afturkölluð. í ljós kom að það sem sjónarvottur hafði talið vera skútu reyndist vera hvalur að velta sér. -mm Eyrarflöt 6, 300 Akranes. Virkilega falleg 4 herbergja endaíbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Suðvestur svalir. Þvottahús innan íbúðar. Verð 39,5m Kirkjubraut 12, 300 Akranes. 3 herbergja endaíbúð á 2. hæð. Yfirbyg- gðar svalir ca 30 fm. Heitur pottur á svölum fylgir með. Sér merkt bílastæði í bílageymslu fylgir þessari eign. ÍBÚÐIN GETUR VERIÐ LAUS VIÐ KAUPSAMNING! Verð: 42,9m Sumarhús við Kiðárbotna 10 í Húsafelli sem stendur í botnlanga undir kjarrivaxinni hlíð. Bústaðurinn eru hitaður upp með heitu vatni og kamina er í stofu. Stutt frá þjónustumiðstöðinni. Verð 17.4m Fitjahlíð 111, Skorradal sem er 48 fm sumarhús með frábæru útsýni. Baðhús með saunaklefa. Eignin stendur ofarlega í hlíðum Fitjahlíðar í Skorradal og er í dag innsta húsið í hlíðinni. Einstakt óhindrað útsýni yfir Fitjaá og yfir á Skorradalsvatn. Verð 15,5 m. Sóleyjargata 8, 300 Akranes. Íbúðin er töluvert endurnýjuð. 119,7 fm 5 herbergja íbúð á miðhæð ásamt 29,1 fm bílskúr. Verð 32,9m Til sölu Hjarðarholt 10, 300 Akranes. 4 herbergja íbúð á annarri hæð ásamt bílskúr. Samtals 122,3 fm. Getur losnað fljótlega. Verð 38,9m Vitateigur 5b , 300 Akranes. Efri sérhæð, 5-6 herbergja með sér inngangi ásamt bílskúr. Íbúðin er skráð hjá FMR 136,8 m² og bílskúr 60,6 m². Þvottahús og geymsla. Samtals 197,4 m². Verð 38,6m Getum bætt við eignum á söluskrá Á bænum Magnússkógum í Dölum eru ábúendur Anna Berglind Hall- dórsdóttir og Ólafur Bragi Hall- dórsson. Sauðburður á bænum er nú vel á veg kominn. Um 100 ær voru eftir að bera um helgina, en alls eru þau með um 650 fjár. „Sauðburður- inn er búinn að ganga alveg ágæt- lega. Manni finnst oft vera daga- munur á því hversu mikið maður þarf að hjálpa kindunum. Einn dag- inn rennur þetta úr þeim og ann- an daginn þarf maður að sækja eða aðstoða hvert einasta lamb í heim- inn,“ segir Anna Berglind. Föstudagsmorguninn 24. maí var frekar óhefðbundinn hjá þeim. „Þetta var svona burðarhjálpar- og vesenisdagur í morgun. Meðal ann- ars þurfti að aðstoða nokkur lömb á spena. En þeir sem þekkja til vita að maður þarf að eiga nóg af þol- inmæði þá,“ segir Anna Berglind. „Þennan morgun var ærin Spækja að bera en í ljós kom að hún hafði gengið með siams lamb. Hún hafði verið búin að vera lengi að undir- búa sig fyrir burð. Ég ákvað að skoða hana en það sem tók á móti hönd minni voru tvær lappir og rosalega stór haus og það sérstak- lega stór kollur. Ég ákvað að reyna að toga lambið út og gekk ágætlega að koma hausnum inn í grindina, en eftir það sat allt fast. Ég skildi ekkert í þessu þrátt fyrir nokkuð mikla reynslu í burðarhjálp. Ólaf- ur kom mér svo til aðstoðar, en það var sama sagan, allt sat fast. Það var því ekki um annað að gera okk- ar mati en að farga ánni. Að sjálf- sögðu hefði mátt senda hana í key- saraskurð á fyrri stigum, en þetta er alltaf bara ákvörðun sem verður að taka og það fljótt. Því miður var ákvörðunin ekki skemmtileg í þetta sinn. En svona er lífið,“ segir Anna Berglind. Þegar fósturtalið var í ánum í vet- ur sýndi Spækja vera með tveimur fóstrum. „Við náðum seinna lamb- inu lifandi út eftir að hafa farg- að ánni. Síðan rak forvitnin mann áfram í að ná hinu út. Ég byrjaði að þreifta eftir því og var alveg hætt að lítast á þetta þegar ég var kominn með átta fætur út. Við höfum aldrei heyrt um eða séð svona lamb. Það hafði einn haus, tvö augu en fjóra nasaganga, var samvaxið á bring- unni en hafði samt fjóra framfætur og svo eðlilega afturparta. í raun má kannski segja að þessi ær hafi verið þrílembd, eða kannski ekki, það gæti hafa verið bara eitt hjarta. En við höfðum enga löngun til að gá að því,“ segir Anna Berglind og bætir við að sem betur fer sé þetta ekki algengt, en þó eru fleiri dæmi þekkt. „Eftir að hafa birt þessar myndir á facebooksíðunni minni þá voru nokkrir sem sendu mér mynd- ir á móti af svipuðum lömbum. Nú er bara efst í huga að leggja þessar minningar til hliðar og halda áfram að taka á móti heilbrigðum lömb- um,“ segir Anna Berglind á Magn- ússkógum. Meðfylgjandi eru myndir sem Anna Berglind tók af lambinu. sm Óskemmtilegt þegar kindur ganga með siamslömb

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.