Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Side 4

Skessuhorn - 29.05.2019, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Þeirra er dagurinn Líklega má með réttu halda því fram að hefðbundin stéttavitund hafi dofnað hér á landi á liðnum árum. Jafnvel eru dæmi um að lítið hafi verið gert úr sumum iðngreinum sem njóta ekki lengur tilhlýðilegrar virðing- ar. Iðnaðarlög sem eitt sinn giltu voru einstök og einna helst hægt að bera saman við þýsk lög þar sem takmarkalítil virðing er borin fyrir gildi þess að lögverja bæði starfsheiti iðnaðarmanna og réttindi þeirra. Fáir deila um að iðngreinar séu kjölfesta í samfélaginu og verða það áfram. Engu að síður var t.d. hætt að líta á að starf ljósmyndara ætti að njóta lögvarinna réttinda. Engu að síður drógu stjórnvöld úr vægi greinarinnar og hver sem er tekur nú myndir til birtingar hvar sem er. Það er dapurleg þróun því vissulega eru afurðir faglærðra ljósmyndara betri en flestra sem ekki læra þá iðn. Því þurfa hinar vinnandi stéttir að halda vöku sinni og verja þá sérstöðu sem fólk aflar bæði með menntun og reynslu. Þannig á t.d. ekki hver sem er að geta stýrt báti, öðruvísi en hafa aflað til þess réttinda og sýnt fram á hæfni til að hafa líf og limi áhafnar í hendi sér. Þess vegna er frábært að sjómannsstéttin á sinn eigin dag, sjómannadag, sem einmitt er framundan. Þennan dag ber að verja og á engan hátt að útþynna líkt og mér hefur fundist hafa verið að gerast með t.d. 1. maí. Hann er ekki einvörðungu baráttudagur verkalýðsins, heldur er hann nú skilgreindur sem alþjóðlegur dagur íslenska hestsins og það er staðreynd að maður sér fleiri á hestamannamótum á verkalýðsdaginn en í kröfugöngu á sama tíma. Umhugsunarvert. Frá 1936 hefur verið haldið upp á sjómannadaginn hér á landi og skal engan undra í ljósi mikilvægis starfsstéttarinnar. Tilgangur dagsins frá upphafi var að halda árlega hátíð sjómönnum til heiðurs, minnast lát- inna sjómanna, ekki síst þeirra sem létust af slysförum á sjó. Framan af lagði sjómannsstéttin og forystumenn hennar ekki megináherslu á að sjó- mannadagurinn yrði almennur frídagur sjómanna, enda gekk lífið oftast út á það að afla sér og sínum viðurværis, róið þegar gaf og björg færð í bú. Smám saman með batnandi hag og ríkari stéttarvitund sjómanna var í gegnum kjarasamninga lögð aukin áhersla á að dagurinn yrði lögvarinn frídagur sjómanna. Var það svo að endingu árið 1987 að lögleitt var að fyrsti sunnudagur í júnímánuði ár hvert skuli vera almennur frídagur sjó- manna. Þannig þurfum við að halda því. Með Skessuhorni í dag fylgir árlegt sérblað tileinkað sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Rætt er við starfandi og fyrrum sjómenn. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka viðmælendum okkar fyrir að fá að skyggnast inn í líf þeirra og störf. Meðal annars segja nokkrir frá óhöppum og slysum sem þeir hafa lent í. Þeir eru ekki með neina feimni eða tepruskap og geta þess sumir sérstaklega að óhöppin séu til að læra af þeim, fyrir sig og aðra. Sjómennska er nefnilega vandasamt starf og ótal hættur sem steðja að. Veður og vindar spila þar að sjálfsögðu sinn þátt, búnaður, öryggi, slysa- varnir og fleira. Það kviknaði í báti, eldur kom upp í vélarrúmi frystitog- ara norður í Barentshafi, einn á báti féll útbyrðis og annar missti fót. En sjómennskan er sem betur fer annað og meira en óhöpp. Við segjum frá ánægju margra af því að stunda sjóinn, gæftir hafa verið góðar á liðinni vertíð og fiskverð betra en undanfarin ár og sömuleiðis ganga strandveið- ar vel. Við lítum einnig í heimsókn í Vaktstöð siglinga hjá Landhelgis- gæslunni. Þar er vakað allan sólarhringinn yfir ferðum báta og skipa í landhelginni og umsvifalaust haft samband ef eitthvað fer úrskeiðis. Fyrir mig landkrabbann finnst mér alltaf jafn ánægjuleg að vinna við blað til- einkað sjómönnum. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim, störfum þeirra og framlagi fyrir land og þjóð. Þeirra og engra annarra er næsti sunnudagur. Til hamingju með daginn sjómenn! Magnús Magnússon Aðilaskipti að greiðslu- marki sauðfjár verða óheimil frá og með 1. júní næstkomandi í samræmi við breytingu á búvöru- lögum sem samþykkt var á Alþingi 15. maí síðastlið- inn. Þó verður heimil til- færsla greiðslumarks milli lögbýla í eigu sama aðila og við ábúendaskipti eða breytingu skráningar ef um hjón eða sambúðar- fólk er að ræða. Aðilaskipti taka gildi 1. janúar ár hvert og bein- greiðslur greiðast nýjum handhafa frá sama tíma. „Síðasti dagur til að tilkynna um aðilaskipti er 31. maí 2019. Rétt er að taka fram að skv. stjórnarfrumvarpinu sem sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra lagði upphaflega fram var gert ráð fyrir að aðilaskipti að greiðslumarki yrðu óheimil frá og með 1. sept- ember 2019, en dagsetningin var færð til 1. júní í meðförum Alþing- is,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Eftir 1. júní tekur síðan við innlausnarfyrirkomu- lag, sem búnaðarstofa Matvælastofnunar mun annast, í samræmi við end- urskoðun á sauðfjársamn- ingi sem var samþykktur af stjórnvöldum og sauð- fjárbændum í upphafi árs- ins. Innlausnarfyrirkomu- lagið verður nánar útfært í reglugerð ráðherra, sem verður gefin út í sumar. Ráðherra hefur nú skrifað undir breytingu á reglugerð um stuðning við sauð- fjárrækt í samræmi við fyrrgreinda breytingu á búvörulögum. mm Úrslit í Nýsköpunarkeppni grunn- skólanna 2019 voru kynnt í síð- ustu viku og verðlaun afhent með viðhöfn í Háskólanum í Reykjavík. Guðni Jóhannesson, forseti íslands og Lilja Alfreðsdóttir, menntamála- ráðherra ávörpuðu hugvitsfólkið og afhentu verðlaun í ýmsum flokkum. Þær Anna Valgerður Árnadóttir og Oliwia Huba frá Brekkubæjarskóla á Akranesi báru sigur úr býtum í keppninni fyrir hugmynd sína að Hafragrautaruppáhellara. Um er að ræða tímastilltan pott til að elda hafragraut. Sett er vatn í pottinn og hráefni og tíminn stilltur. Pottur fer svo af stað, sýður vatnið og fer þá hráefnið sjálfkrafa saman við. Þrjú önnur verkefni, öll frá Brekkubæjarskóla á Akranesi, kom- ust í úrslitakeppnina. í fyrsta lagi var það hugmynd Roskönu Pawel- zyk sem nefnist Róla 2000xD. Það er róla sem hægt er að snúa við ef það er t.d. blautt úti. Þá komst Stærðfræðikennsla eftir Bríeti Agn- arsdóttur og Tinnu Rós Halldórs- dóttur í úrslit en það er app sem hjálpar krökkum að læra. Loks í þriðja lagi komst hugmyndin Tungumálspil í úrslit. Hana áttu þær Sóley Líf Konráðsdóttir og Regína Lea Ólafsdóttir. Það er eins og nafnið bendir til spil sem kennir manni tungumál. Nýsköpunarkeppni grunnskól- anna (NKG) er keppni í nýsköpun fyrir 5. – 7. bekk grunnskólanna en keppnin var haldin í fyrsta skipti árið. Yfir 1200 hugmyndir bárust, frá 38 skólum víðs vegar af landinu og valdi dómnefnd 25 hugmyndir til úrslita. Þessir nemendur komust í gegnum strangt matsferli þar sem uppfinningar þeirra voru metnar með tilliti til hagnýti, nýnæmi og markaðshæfi. mm Á aðalfundi Félags Snæfellinga og Hnappdæla sem haldinn var 22. maí síðastliðinn var samþykkt ályktun þar sem lýst er áhyggjum yfir þeirri þróun á Snæfellsnesi, að fyrrum Kolbeinsstaðahreppur og Skógs- trandarhreppur teljist ekki lengur í reynd til héraðsins Snæfellsness. „Þessu veldur sameining þessara hreppa við Borgarbyggð og Dala- byggð. Landfræðilega, sögulega og menningarlega hafa þessir hreppar öldum saman verið órofa hluti Snæ- fellsness. Héraðaskipun á íslandi snýst ekki aðeins um stjórnsýslu- einingar, heldur er hún stór hluti af sjálfsmynd íbúa, ekki síst þeirra sem dvelja ekki lengur á æskuslóðum. Það á ekki að gera Skógstrendinga að Dalamönnum og Kolhreppinga að Borgfirðingum. Saga, menning og landslag verður ekki flutt milli byggðarlaga,“ segir orðrétt í álykt- un sem samþykkt var samhljóma á fundinum. Ætlað að vekja sveitar­ stjórnarmenn til um­ hugsunar í umræðum um tillöguna á fundin- um kom fram, að fólk sem annast leiðsögn, er margt mjög illa upp- lýst um Snæfellsnes og enn geng- ur ljósum logum að Eldborg sé á Mýrum en ekki í Kolbeinsstaðar- hreppi á Snæfellsnesi. „í umfjöllun um Snæfellsnes gætir í mjög vax- andi mæli að Kolbeinsstaðahrepp- ur og Skógarstrandarhreppur eru ekki lengur taldir með. Félagssvæði Félags Snæfellinga og Hnappdæla hefur ávallt verið Snæfellsness- og Hnappadalssýsla, en félagið verður einmitt 80 ára á þessu ári. Félagið á vinsælan orlofsbústað á Arnarstapa, staðsettur niður við höfnina í frá- bæru umhverfi,“ segir Reynir Ingi- bjartsson félagsmaður í samtali við Skessuhorn. í stjórn félagsins eru nú Jón Pétur Úlfljótsson formað- ur, Arnbjörg Gylfadóttir Blöndal gjaldkeri og Jóhanna Heiðdal Sig- urðardóttir ritari. „Vonandi verður samþykkt þessarar tillögu til þess að vekja sveitarstjórnarmenn og aðra heimamenn á Snæfellsnesi til umhugsunar um þessa þróun,“ seg- ir Reynir. mm Oliwia og Anna Valgerður sitja hér vinstra megin við Lilju Alfreðsdóttur mennta- málaráðherra. Auk þess eru á myndinni þau börn sem hlutu verðlaun en inni í hópnum situr einnig Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands og umsjónarfólkið með keppninni. Hafragrautaruppáhellarinn vann Nýsköpunarkeppni grunnskóla Eldborg í Hnappadal. Sagan verður ekki flutt milli byggðarlaga Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár verða óheimil

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.