Skessuhorn - 29.05.2019, Side 35
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 2019 35
Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn
Samheldinn hópur
Þrátt fyrir að sjómannsstarfið sé
hörku puð og lítið sé hvílst milli vakta
segir Óli þetta hafa verið skemmti-
legt starf. Hefði ekki viljað skipta.
Alltaf í kringum sjómannadag-
inn hefur mannskapurinn af skip-
inu komið saman á hóteli og vel gert
við sig og makana í mat og drykk.
„Þannig höfum við átt frábærar helg-
ar á ýmsum stöðum; Akureyri, Siglu-
firði, Flúðum eða á Hótel Sögu. Út-
gerðin tekur þátt í þeim kostnaði en
það sem við öflum með sölu á slik-
keríi um borð og því sem fæst fyrir
að selja hákarl, er notað í þessar ferð-
ir. í svona nánu samstarfi við vinnu-
félagana skiptir félagsskapurinn öllu
máli. Yfirleitt var þetta sami mann-
skapurinn um borð og menn þekkj-
ast vel. Þegar uppgangur var í at-
vinnulífinu, gengið datt kannski nið-
ur, fóru menn þó í land til starfa þar,
en þeir skiluðu sér út aftur til dæm-
is eftir hrunið 2008. Það voru mjög
góð laun í þessu á árunum eftir hrun-
ið, allt þar til gengi krónunnar fór að
styrkjast meira á allra síðustu árum.
Lágt gengi krónunnar hjálpaði út-
gerðunum og þar af leiðandi okkur
sjómönnum einnig.“
Varð tómur í hausnum
Óli segir gott að vera kominn í land,
en saknar samt dálítið vinnufélag-
anna. „Ég var dálítið tómur í hausn-
um daginn sem áhöfnin var að leggja
í hann í fyrsta túrinn, þeim túr sem
ég hefði átt að vera með í. Það var
skrýtin tilfinning. Maður saknar nátt-
úrlega félaga sinna, sem maður þekk-
ir jafn vel eftir þetta langan tíma á sjó
og manns eigin fjölskyldu. En eft-
ir að hafa slegið á þráðinn til þeirra
þá lagaðist þessi fráhvarfatilfinning.“
Óli segir eitt af stóru atriðunum við
að menn tolli lengi á sjó, eins og hann
gerði, sé að hafa kynnst maka sínum
áður. „Það er miklu skárra að kynn-
ast kostum og löstum hvors annars
áður en maður heldur í langferðir
fjarri fólkinu sínu. Ég er ekki frá því
að þeir sjómenn sem þoldu verst við
í löngum ferðum, eins og til dæmis
tvegga mánaða túr í Smuguna, hafi
átt erfiðara með útiveruna vegna þess
að þeir treystu ekki makanum í landi.
Voru sumir alveg kolómögulegir um
helgar, vissu kannski af konunni á
djamminu einhvers staðar úti í bæ.
Ég var alveg laus við þessa afbrýðis-
semi, treysti henni Gerðu minni allt-
af og hún mér.“
Eldur í skipinu
Þegar Óli er beðinn að rifja upp eft-
irminnileg atvik á sjónum er hann
fljótur að nefna bruna sem varð um
borð í Ými. „Við vorum í túr í Bar-
entshafi, líklega haustið 1995. Það
kom upp eldur í vélarrúminu. Það
hafði sprungið slanga og úðað olíu
yfir vélina og kveikt í. Það var óþægi-
legt að vera ræstur úr koju klukk-
an þrjú að degi með látum og skila-
boðum um að það væri eldur laus í
skipinu. Blessunarlega tókst að leysa
þetta. Það var öllu lokað niður í véla-
sal, vélin látin gleypa loft og smám
saman kæfði hún á sér eða varð olíu-
laus. Það var einnig halogen slökkvi-
kerfi. Skipið varð náttúrlega vélar-
vana og með öllu ljóslaust þar sem
einnig drapst á ljósavélinni. En eft-
ir að eldurinn hafði slokknað tók við
löng bið þar til mesti hitinn var far-
inn úr vélasalnum og hægt væri að
byrja að huga að viðgerðum. Norska
landhelgisgæslan kom einnig með
slökkvigræjur, dælur og annan bún-
að. Ég gleymi aldrei þeim tíma þeg-
ar við sátum eina þrjá tíma í setustof-
unni í myrkri, en með logandi á eina
kertinu sem fannst í skipinu. Það var
skrýtin tilfinning. En þegar hægt var
að fara að gera eitthvað tókst fyrst
að koma ljósavélinni í gang og því-
næst aðalvélinni. Gátum því siglt fyr-
ir eigin vélarafli heim til íslands og
skipið fór í slipp í eina tvo mánuði.
Eftir þetta atvik hef ég alltaf hrokk-
ið ægilega við þegar ég heyri í bruna-
bjöllu.“
...en engan sakaði
Gerða segist vel muna þetta atvik.
Hún hafði verið að bjástra við að taka
upp kartöflur uppi á Signýjarstöð-
um og heyrt í útvarpi í bílnum þeg-
ar Broddi Broddason las: „Hér var að
berast ný frétt. Kviknað er í togar-
anum Ými þar sem hann var á veið-
um í Barentshafi...“ Sekúndan sem
leið eftir þá setningu var sú lengsta
sem ég hef lifað fyrr og síðar,“ segir
Gerða. „En þá las þulurinn loks: „en
engan sakaði.“ Þetta augnablok var
ótrúlegt,“ rifjar Gerða upp.
Húnninn kom alblóð
ugur úr selshræinu
Óli segir að veiðar norðanlega í Bar-
entshafinu hafi á stundum verið
við ansi erfiðar aðstæður. „í mesta
skammdeginu er ekki bjart þarna
norðurfrá nema kannski í hálftíma
í kringum hádegið. Mér er minnis-
stætt einu sinni þegar ég var stadd-
ur úti á dekki í fimbulkulda þegar
þessarar hálftíma birtu gætti. Þá varð
mér litið á ísjaka skammt frá okkur
þar sem ísbjarnarfjölskylda var stödd.
Birnirnir höfðu veitt sér sel í mat-
inn og allt í einu sé ég pínulítinn ís-
bjarnarunga bakka út úr selshræinu,
alblóðugan en sælan á svip. Hann
hafði fengið sinn skerf af veislunni.
Þetta var svona augnablik sem situr
í minningunni. Þarna var 17 gráðu
frost, bálhvasst og því alveg rosaleg
ísing. Sem betur fer voru ísjakar á
þessum slóðum því annars hefði ver-
ið virkilega slæmt í sjóinn. ísinn sef-
aði ölduganginn.“
Einstæð með
fjögur börn
Valgerður eiginkona Óla rifjar það
upp að hún sem barn hefði verið
ákveðin í einu. Hún ætlaði aldrei að
verða sjómannskona. „Ég ólst upp á
sveitaheimili og fannst alveg ótrú-
lega notalegt að hafa foreldra mína
alltaf til taks heima við. En svona
þróuðust hlutirnir hjá okkur Óla. Ég
er náttúrlega ekki eina sjómannskon-
an og maður lærir að lifa með þessu,
eins og öðru. Sjómennskan er sú at-
vinnugrein sem hefur í gegnum tíð-
ina haldið þjóðarskútunni á floti, líf-
inu í landsmönnum.“ Gerða viður-
kennir fúslega að það hafi alltaf verið
dauft yfir þeim hjónum þegar Óli var
á leiðinni út á sjó í langan túr. „En
þegar maður heyrði hljóðið í hon-
um í síma eftir að þeir voru sigldir af
stað, þá lagaðist þetta alltaf. Auðvitað
hafði maður áhyggjur þegar maður
kannski vissi að það væri slæmt í sjó-
inn. En þetta var traust skip og áhöfn-
in þrælvön og smám saman vandist
maður af þessari ónotatilfinningu.
„Þú hafðir heldur engan tíma til að
hafa áhyggjur. Það var í nægu að snú-
ast að vera einstæð móðir með fjögur
börn,“ segir Óli, hnippir í konu sína
og brosir. Þá meinti hann að sjálfur
hefði hann verið fjórða barnið.
mm
Óli á fyrsta ári með afa sínum og nafna
Ólafi V. Davíðssyni.
Óli og Gerða með börnunum Jónasi Björgvin, Elínu Ernu og Ragnheiði Steinu.
Óli heldur hér í Gáska frá Litla Bergi, sem hann seldi til Austurríkis. Óli segist nú
hættur í hestamennskunni og nýtur þess í staðinn að ferðast þegar tími gefst til.
www.hafkaup.is
Við flytjum fiskinn til þín
Þorskbitar, ferskir og frosnir
Ýsa, roð- og beinlaus
Pantanir í síma 895 5525 eða
á facebooksíðu Hafkaups
Erum með fleiri tegundir
af fiski, endilega hafið samband
Skarðsvík ehf.
Magnús SH 205
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra
til hamingju með sjómannadaginn
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5