Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Síða 43

Skessuhorn - 29.05.2019, Síða 43
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 2019 43 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Félagarnir Fannar Freyr Sveinsson og Anton Örn Rúnarsson keyptu á dögunum strandveiðibát sem þeir ætla að sigla á frá Akranesi. Þeir starfa báðir hjá Landhelgisgæslunni á varðskipinu Þór en hyggjast fara á strandveiðar þegar þeir verða í landi. „Þetta er bara hobbí hjá okk- ur. Við fengum þennan bát á góðu verði og ætlum bara að veiða svona okkur til skemmtunar. Þetta er ekki gróðrastarfsemi en gæti kannski skilað einhverju, en það kemur bara í ljós. Við hugsuðum að þetta væri í það minnsta betra en jeppa- della. Þar eru bara útgjöld en vissu- lega mikil skemmtun en veiðarnar gætu mögulega staðið undir sér,“ segja þeir hlæjandi þegar blaða- maður Skessuhorns heyrði í þeim fyrir helgi. Ævintýraferð Hvernig vildi það til að þeir ákváðu að kaupa sér bát? „Þetta var al- gjör skyndiákvörðun. Við fengum þessa hugmynd og viku síðar vor- um við komnir með bát,“ svarar Anton. „Við sáum þennan bát aug- lýstan á Patreksfirði og fórum að skoða hann. Við þurftum ekki að hugsa okkur lengi um. Okkur leist vel á bátinn og fórum strax aftur á Patreksfjörð og komum svo sigl- andi heim,“ heldur Anton áfram. „Já, það var sko ævintýraferð,“ bæt- ir Fannar við. „Við vorum þrír sem sigldum honum heim en með okk- ur í för var Björn Hákon Björnsson sem sá um grillið. Til að byrja með var rjómablíða á leiðinni, speg- ilsléttur sjór og veðrið bara eins gott og það gerist best. Við grill- uðum okkur Ribeye steik í kvöld- matinn og þetta var bara voða nota- legt. Alveg þar til við komum suður fyrir Jökul. Þá byrjaði að bræla svo það var ekki mikið sofið þá nótt- ina,“ segir Anton og hlær. Ferðin tók alls 20 klukkustundir og segja þeir bræluna hafa varað í um sex klukkustundir. „Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð og veðrið var al- veg frábært allan tímann fyrir utan þessa sex tíma. Við hefðum getað farið austar í flóann í aðeins betra sjólag, en þetta hafðist. Svo um leið og við nálguðumst Flórídaskag- ann sigldum við að sjálfsögðu inn í blíðu,“ segja þeir og hlæja. Óútreiknanlegir vinnudagar Ekki er enn komin mikil reynsla á bátinn á strandveiðum en þeir fé- lagar náðu einum degi áður en þeir héldu í vinnuna á varðskipið Þór. „Vinnan er alltaf að þvælast fyr- ir,“ segir Fannar og hlær. „Þetta er ótrúlega skemmtileg vinna og það eru forréttindi að fá að vinna við áhugamálið sitt,“ segir Anton en hann vinnur sem stýrimaður og kaf- ari á varðskipinu. Hann tók fyrst til starfa á stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar en fór á sjóinn fyrir ári síð- an og útskrifaðist sem atvinnukaf- ari í nóvember í fyrra. Þá útskrifað- ist hann sem stýrimaður á miðviku- daginn í síðustu viku og er nýtek- inn við því starfi. Fannar er háseti og búinn að vinna á skipum Land- helgisgæslunar í ellefu ár. Spurðir hvernig vinnan á varðskipi sé segja þeir hana fyrst og fremst vera fjöl- breytta. „Það er erfitt að segja frá venjulegum vinnudegi því það er eiginlega ekkert venjulegt. Vinnu- dagarnir eru alltaf óútreiknanlegir og við erum eiginlega aldrei að gera það sama tvo daga í röð. Þetta get- ur verið allt frá því að vera að sinna almennu viðhaldi á skipinu upp í björgunarstarf eins og þegar koma þarf öðrum skipum eða bátum til hjálpar. Þetta er mjög víðtækt. Við sinnum mikið eftirliti og svo erum við alltaf að æfa, þetta snýst mikið um æfingar enda mikilvægt að við séum alltaf tilbúnir í öll verkefnin sem að höndum ber,“ segir Anton og Fannar tekur undir. Smábátur sem er fínn í hobbíið Nýi báturinn er 4,1 tonn að þyngd og um átta metrar að lengd. „Þetta er bara lítið horn í rauninni, bara svona smábátur, fínn í hobbíið,“ segir Anton. En hvaðan eru þeir félagarnir? „Við erum báðir búsett- ir á Akranesi, Anton er fæddur þar og uppalinn en ég er aðfluttur and- skoti,“ svarar Fannar. „Hann ætl- aði bara að stoppa stutt en sá hvað það er frábært að vera á Akranesi og gat ekki farið aftur,“ skýtur Anton þá inn og hlær. Fannar tekur undir það og segist ánægður á Akranesi. „Hann er alveg sestur að með konu og barn en ég er enn alveg saklaus ennþá,“ bætir Anton við. Aðspurð- ir segjast þeir gera ansi margt sam- an. „Við gerum allavega ansi mikið saman og þessar strandveiðar okk- ar eru í grunninn bara eitt ævintýri, eins og svo margt annað sem við gerum, það er mikil frelsistilfinn- ing að vera á strandveiðum í góðu veðri og félagsskap,“ segja þeir kát- ir að endingu. arg/ Ljósm. úr einkasafni Björn Hákon búinn að setja kostinn í kæli. Keyptu sér bát og ætla að stunda strandveiðar í frítímanum Félagarnir Anton Örn og Fannar Freyr keyptu sér lítinn bát til að stunda strandveiðar. Lagt úr höfn á Patreksfirði. Björn Hákon silgdi með þeim félögum heim á Akranes og sá um grillið. of hrifnir af því að Landhelgisgæsl- an hefði eftirlit með ferðum þeirra í gegnum AIS sjálfvirku tilkynninga- skylduna. Fannst það e.t.v. jafnvel jaðra við njósnir. „Áður höfðum við bara aðgang að gervihnattagögn- um í eftirliti okkar. Sjómenn voru margir ekki tilbúnir að gefa sjálf- krafa upp of miklar upplýsingar um til dæmis gjöful veiðisvæði og slíkt. En þessum breytingum sem auknu eftirliti og þar með auknu öryggi fylgdi fyrir sjómenn hafa fylgt kost- ir en við reynum að virða sjónar- mið sjómanna. Með AIS kerfinu er smám saman að byggjast upp traust og gagnkvæm virðing milli aðila enda sjá allir að öryggi er veiga- mesta atriðið þegar siglt er á hafi úti og mikilvægt að skjótt sé hægt að bregðast við ef eitthvað hendir,“ segir Ásgrímur. „Við reynum allt- af að vera sanngjarnir í samskipt- um við sjómenn. Við látum þá hins vegar hiklaust vita ef þeir eru t.d. á leið að toga inn í hólf sem lokað er fyrir veiðum. Erum hins vegar ekki á neinum nornaveiðum og reynum að passa okkur á að vera ekki með stífara eftirlit en nauðsyn ber til.“ Hættustig ef eitthvað bjátar á Eftir því sem strandveiðarnar hafa þroskast og fest sig í sessi segir Ás- grímur að betri bátar og vanari menn séu nú við veiðar. „í upphafi strandveiða voru inn á milli van- búnir bátar, gamlir og lúnir. Nú eru þetta meiri atvinnumenn sem stunda veiðarnar en fyrstu árin var algengara að um frístundasjómenn væri að ræða sem höfðu takmark- aðri reynslu. Þeim hefur fækkað og auk þess eru færri vanbúnir bátar á sjó. Ef eitthvað er að láta sjómenn hiklaust vita og finnst gott að hafa okkur í bakhöndinni.“ Þegar vísbendingar berast Vakt- stöð siglinga um að eitthvað sé at- hugavert við ferðir báts, eða hann sendir ekki sjálfvirk boð frá sér, fer strax af stað ákveðið ferli. „í fyrsta lagi er byrjað að kalla bátinn upp í talstöð. Þá reynum við að „polla“ hann eins og það er kallað, kalla fram sendingar frá bátnum til að geta staðsett hann. Ef það ber ekki árangur er viðkomandi bátur kall- aður upp í fjarskiptum eða reynt að hringja í viðkomandi en það getur verið snúið einkum eftir að gamla NMT símkerfið var aflagt en þá voru símarnir fastir í bátunum. Gátum þá flett þeim upp í símaskrá og hringt. Nú eru allir með farsíma og út frá lögskráningu þurfum við jafnvel að fara í gegnum ja.is til að finna gsm númer viðkomandi skip- stjóra. Ef þessi leit og eftirgrennsl- an hins vegar skilar engum árangri á 30 mínútum er lýst yfir hættustigi og ræst út þyrla, björgunarskip og aðrir björgunaraðilar. Aðrir nær- liggjandi bátar eru auk þess beðnir um að hætta veiðum og fara sam- stundis til leitar og aðstoðar. Auk þess eru skipaðir vettvangsstjórar á svæðinu til bráðabirgða sem eru þá staddir um borð í skipi. í fram- haldinu er reynt að komast að því hversu margir séu um borð í við- komandi báti og reynt að skipu- leggja leitarsvæði, þá gjarnan einfalt svæði, settir hornpunktar, þannig að menn geti fljótt hagað leit og aðstoð í samræmi við það.“ Þrjú viðbragðsstig Ásgrímur segir að þannig séu viðbragðsstigin þrjú; óvissustig ef bátur hverfur úr vöktun AIS, hættustig eftir 30 mínútna árang- urslausa eftirgrennslan og neyð- arstig þegar staðfesting berst um að eitthvað hafi gerst og er þá all- ur tiltækur mannskapur ræstur út til leitar og björgunar. Björg- unarskip og aðrir viðbragðsaðilar eru þá ræstir út með viðbúnaðar- stiginu F1, sem þýðir að mannslíf geta verið í húfi. Ásgrímur segir að til sé mjög ítarleg ferlaskráning um viðbrögð við hinum ýmsu og ólíku óhöppum á sjó eða verkefn- um sem Landhelgisgæslan kem- ur að á landi. í rafrænni handbók sem Landhelgisgæslan lét útbúa fyrir nokkrum árum er að finna ákveðið flæðirit sem mjög flókið var að gera, en er einkar gagnlegt við ólíkar aðstæður. „Þetta flæði- rit er afar fullkomið og vandað og hægt að kalla fram í því ótrú- lega margar upplýsingar sem flýta leit og skipulagningu björgunar- aðgerða hverju sinni. Það bygg- ir ekki á neinni hefðibundinni forritun, heldur var verkfræði- stofu með ákaflega hæfan verk- fræðing innanborðs fengin til að hanna það, en rökhyggja viðkom- andi og geta til að sjá hlutina fyr- ir var ómetanleg við hönnun þessa flæðirits.“ Alltaf kveikt á Rás­16 Ásgrímur vill að lokum árétta að sjómenn hafi alltaf stillt á VHF Rás-16 þegar þeir eru á sjó. „Það eru mýmörg dæmi um að góð hlustendavarsla hafi bjarg- að mannslífum hér við íslands- strendur. Óhöppin gera aldrei boð á undan sér. Það getur verið álandsvindur og bátur orðið vél- arvana skammt frá landi, kvikn- að í báti og engar bjargir í aug- sýn. Því geta nærliggjandi bátar og sjófarendur komið til hjálpar ef þeir heyra neyðarsendingar á Rás-16. Það er mikið öryggi fyr- ir sjómennina sjálfa og alla félaga þeirra í kring,“ áréttar Ásgrímur að endingu. mm Snorre Greil hafði það hlutverk í Vaktstöðinni að fylgjast með myndum sem bárust frá stóra drónanum sem flogið er frá Egilsstöðum yfir fiskimiðin umhverfis landið.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.