Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2002, Qupperneq 2

Hugur og hönd - 01.06.2002, Qupperneq 2
3 C O) <u 'Q) 05 *0 (Q C XO l/í 0) • Fundir hjá stjórn og fastanefndum hafa verið með hefðbundn- um hætti. Formaður sat formannafund Norrænu heimilisiðnaðarsamtak- anna í október 2001, svo og norrænt heimilisiðnaðarþing. Margt merkra finnskra lista- og handverksmanna hélt tölu um störf sín á þinginu. Formanni gafst tækifæri til að spjalla við fólk í sama geira og skiptast á hugmyndum og skoðunum um handverks- og félagsmál. Seta á þessum fundum er hvetjandi til að halda „handverksbar- áttunni" áfram. • Flandverkshópar:Flópurinn Faldafeykir hefur unnið ötullega í vetur. Félagar vinna merkt rannsóknastarf á faldbúningnum og gerð hans. Bandalag er nýr handverkshópur í félaginu. Flann hefur hist til að spinna á rokka og halasnældur. Spunamót var haldið að Nautabúi í Fljaltadal í mars. Þar mættu 6 konur til að spinna saman. Er ætlunin að siíkar ferðir verði árvissir viðburðir. Út- saumshópur fjallaði m.a. um notkun höfðaleturs í útsaumi og hélt ásamt kniplhóp reglulega fundi. • Opið hús var haidið I húsi félagsins í október til að kynna félag- ið og skólann. Þar mættu félagar og sýndu handverk og sögðu frá starfinu. M.a. var sýnt knipl, útsaumur, vefnaður,vattar- saumur, og þjóðbúningar. Stúlkur á upphlut gengu um Banka- stræti og Laugaveg og réttu mönnum upplýsingablað um kynninguna. Þær vöktu mikla athygli enda fáir núorðið sem fara í bæinn á þjóðbúning. Mættu allmargir í hús FIFÍ til að forvitnast um starfsemina. • Gorblót var haldið í nóvember. Þar mættu um 30 manns til veislu og leiks. Borðhaldið var sameiginlegt og mættu allir með mat og drykk og lögðu á sameiginlegt hlaðborð. Flappdrætti var og hlutu menn glæsilega vinninga, s.s. lopapeysur og sjöl. Mikil skemmtun var að Vefaradansi sem Fielga Þórarinsdóttir félagi í HFÍ og Þjóðdansafélaginu stjórnaði og stigu allir blótar- ar dansinn. Þessi veisla er ætluð félögum og velunnurum HFÍ og eru menn hvattir til að mæta á næst blót á gormánuði 2002. • Afmælisár:Árið 2003 er 90 ára afmæli HFÍ. Stofnuð hefur verið afmælisnefnd sem hefur komið með tillögur að því hvernig beri að halda upp á afmælið. Þeim sem vilja leggja hönd á plóg í tilefni afmælisársins er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins eða stjórn. • Aðalfundur var haldinn 14. apríl í húsi HFÍ. Boða þurfti til fram- haldsaðalfundar vegna þess að ársreikningar félagsins voru ekki samþykktir. Framhaldsaðalfundur var haldinn 7. maí á sama stað. Ný stjórn hefiir hafið störfi Formaður: Anna María Lind Geirsdóttir Varaformaður: Þorgerður Hlöðversdóttir Gjaldkeri: Anna Lilja Jónsdóttir Ritari: Ásdís Birgisdóttir Meðstjórnandi: Jófríður Benediktsdóttir Varastjórnandi: Oddný Kristjánsdóttir Varastjórnandi: Agnes Geirdal • Starfsmenn: Ásdís Birgisdóttir.starfsmaður félagsins og verslunar- stjóri þjónustudeildar, er í barnsburðarleyfi en mun sinna ein- hverjum störfum félagsins að heiman. Hún mætir væntanlega til starfa á ný í september. Margrét Gunnlaugsdóttir Björnson og Guðrún Hildur Rosenkjær munu leysa hana af í þjónustu- deild. Steinunn Ásgeirsdóttir skólastjórnandi hættir störfum í júní og þakkar stjórn henni fyrir starfið síðastliðin ár. Aðrir launaðir starfsmenn HFÍ eru kennarar við skólann. Margir starfa í sjálfboðavinnu við félagið: Félagar í stjórn, fastanefndum og lausanefndum. Ekki má gleyma „óbreyttum félögum" og öllu venslaliði félaga HFÍ sem hefur lagt hönd á plóginn. Eiga allir ofangreindir þakkir skildar fyrir störf sín. Með kveðju, stjórn HFÍ HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Spennandi, þjóðleg handverksnámskeiðI Þjóðbúningasaumur: 40 kennslustundir auk máltökutíma; upphlutur eða peysuföt saumuð undir leiðsögn klæðskera með sérmenntun í þjóðbúningasaumi. Sendum kennara út á lands- byggðina ef næg þátttaka fæst. Möttulsaumur: 24 kennslustundir; nemendur sauma möttul undir leiðsögn sérhæfðra kennara. Baldýring: 24 kennslustundir; námið er aðallega miðað við að baldýra á upphlutsborða, uppsetning þeirra og frágang. Almennur vefnaður: 36 kennslustundir. Hér gefst almenningi kostur á að læra undirstöðuatriði vefnaðar og uppsetning vefstóla. Vefnaður, uppsetning /upprifjun: námskeið fyrir þá sem eiga vefstóla heima og þurfa aðstoð við að koma sér í gang við að reikna út og setja upp vef. Eitt til tvö kvöld eftir þörfum. Vefnaður, svuntur eða langsjöl: nemendur leigja aðstöðu í uppsettum vefstól, óvanir fá kennslu til að koma sér í gang. Spjaldvefnaður: 20 kennslustundir; nemendur setja upp og vefa nokkur tilbrigði af böndum, fyrst í einfalt skil, síðan í tvö- falt skil og er sérstök áhersla lögð á íslenskan spjaldvefnað. Útsaumur: 16-20 kennslustundir; nemendur eiga kost á því að læra nokkrar gerðir af útsaumi, íslenskar og erlendar. Hekl: 16 kennslustundir; nemendur læra grunnaðferðir við hekl og gera prufur. Þæfing: 21 kennslustundir; nemendur þæfa ull og gera úr henni smáhluti. Önnur námskeið sem fyrirhuguð eru á skólaárinu: tó- vinna , silkibaldýring, knipl, perlusaumur, jurtalitun, útskurður, faldbúningssaumur, skautbúningssaumur, kyrtilsaumur. Stutt námskeið sem eru í boði: sauðskinnsskógerð, leppaprjón, að sauma brjóst, að kniplinga á upphlut, skyrtu- og svuntusaumur og margt fleira. Innritun og upplýsingar um námskeið skólans í síma 551-7800, 551-5500. Bréfsími skólans er 551-5532 og tölvupóstfang skólans hfi@islandia.is. 2 HUGUROG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.