Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 44

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 44
Jóhanna á Kirkjubóli og laufaviðarvettlingarnir hennar Ánægjulegt er til þess að vita að um þess- ar mundir virðist vera uppgangur í stað- bundnu handverki, handverksfólk er far- ið að huga að sérkennum sem tfðkast hafa í tímans rás í efnisvali og aðferðum á heimaslóð þess. Ekki síst ber að fagna því þegar nútímafólk heldur í heiðri hefðir sem eru jafn staðbundnar og laufaviðarvettlingar hafa verið á Vest- fjörðum. Handverkskonur vestra hafa góðu heilli aðlagað þessa vestfirsku hefð í vettlingaprjóni að þeim efnum sem til- tæk eru og prjóna nú laufaviðarvettlinga til sölu í handverkshúsum. Þáttur Jóhönnu Kristjánsdóttur á Kirkjubóli í Bjarnardal í Onundarfirði í því að flytja hefðina kynslóða í milli er stór. Jóhanna hefur haldið við kunnáttu formæðra sinna og þekkingu á vettlinga- prjóni og miðlað henni áfram, meðal annars með umfjöllun og uppskrift í Hug og hönd árið 1973. Hún hefur fram undir þetta unnið sitt prjónaband sjálf og á Kirkjubóli var fé lengi vel ræktað með tilliti til ullarlita og gæða. Ástæða er til að vekja athygli áhugafólks um ullar- vinnslu á grein Jóhönnu, „Ullin okkar - ljúfar minningar“ í Hug og hönd 1978. Þar rekur hún vinnslu bands úr ull frá fyrsta handtaki til hins síðasta. Jóhanna er fædd árið 1908 og er fyrir nokkru farin að tapa sjón. Hún er þó enn hafsjór fróðleiks um handverk og ullarvinnslu og ekki er langt síðan hún skrifaði þetta um vettlingaprjón í bréfi til blaðsins: „Það var breytt til á ýmsa vegu með út- prjónið í kring um laufaviðinn og ég hef gert það líka. Hér er líka færra fitjað upp og færri einlitar umferðir á gripa, enda er þetta grófara band hjá mér en áður var notað í svona vettlinga. Þessir gömlu vestfirsku laufaviðarvett- lingar voru - að ég held - eingöngu karl- mannavettlingar, kallaðir tvíbanda vett- lingar, ekki tvíbandaðir, eins og í Vett- lingabókinni frá 1981. Sparivettlingar kvenna voru einlitir með útprjóni á handarbaki og jafnvel fram á hvern fing- ur. Eg á hvíta vettlinga eftir Ingileifu ömmu mína sem hún gaf mér þegar ég fermdist. Þeir eru með krónuprjóni. Aðra vettlinga mórauða gaf hún tengda- dóttur sinni, móður minni. Þeir eru með geislaprjóni á handarbaki og kaðalprjóni utan með því. Þeir eru að vísu komnir á Þjóðminjasafnið, en ég prjónaði eftir þeim áður. Þegar þær frænkur mínar Solveig Pálsd. afasystir mín f. 1850 og dótdr hennar Sigurlína Hagalínsdóttir f. 1891 fóru að prjóna kvenvettlinga með laufa- við og alla með sauðarlitum þá spunnu þær þelbandið svo smátt (fínt) að þær Laufaviðarvettlingar Jóhönnu, prjónaðir úr handspunnu tvinnuðu þelbandi í sauðarlitum. Ljósmynd: Gréta E. Pálsdóttir. 44 HUGUROG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.