Hugur og hönd - 01.06.2002, Page 6
Kaleikur í Háfskirkju í Holtum, fóturinn óvenjulegur, meS mjög miklu ogþéttu víravirki,
smíSabur af Halldóri ÞórSarsyni frá Ártúnum. Skálin eryngri, efiir SigurS Vigfusson gull-
smiS. Ljósm. Ole Villumsen Krog.
„snirklar”, var síðan raðað innan í höfuð-
beygjurnar og mynduðu þá lauf eða ann-
að munstur, eftir því hvað við átti. Síðan
var þetta kveikt saman.
Þráðurinn, sem víravirkið var smíðað
úr, var oftast mjög grannur, 0,7 mm er
ekki fátítt, og þá dreginn úr gildari vír.
Þetta varð smiðurinn sjálfur að gera, og
var vírinn dreginn með eins konar skrúf-
þvingu, sem kölluð var dragsmiðja, gegn-
um sífellt mjórri göt á draglöSinni, sem
var járnþynna á enda dragsmiðjunnar, og
mjókkaði þannig eftir því sem oftar var
dregið.
Skrúfaður vír þótti gefa smíðisgripun-
um fegurri áferð, en einnig var erfitt að
kveikja snirkla úr óskrúfuðum vír, því að
þá lá hann of þétt saman í undningun-
um og slaglóðið rann ekki á milli. Við
skrúfunina kom bryggja á brúnina og lá
hann þá ekki eins þétt. Hins vegar var
höfuðbeygjuvírinn, þ. e. grindin sem
hlutarnir úr skrúfaða vírnum voru felld-
ir í, gildari og ekki skrúfaður.
Gullsmiðir munu fyrrum yfirleitt hafa
klippt vír niður úr plötum, jafnvel oft
peningum, sem þeir slógu út, og síðan
var vírinn dreginn í réttan gildleika.
Ef kornsetja átti víravirkið, sem var hið
algengasta, var það gert þannig að silfur
var klippt í smábúta og þeir hitaðir á tré-
fjöl með gasloga og mynduðust þá korn.
Þeim var raðað í holur og kveiktar. Þurfti
oft að hreinsa hlutina í þynntri brenni-
steinssýru, kallað að kokka upp, burstað-
ir upp úr sérstökum legi og síðast pól-
eraðir, núnir með pólerstáli.
Erfitt gat verið fyrir byrjendur og ó-
vaninga í smíði að fást við víravirkið,
skrúfvírinn vildi oft fjaðra og hrökkva
upp úr höfuðbeygjunum áður en búið
var að kveikja hann í. Oft höfðu gull-
smiðir slétta steinplötu á borðinu, sem
víravirkið var haft á meðan verið var að
vinna hlutinn.
Víravirki var í miklum metum meðan
konur klæddust almennt þjóðbúningi,
einkum upphlut, en þar var silfrið meg-
inskartið, og má ætla að vegur þess hafi
einkum aukizt á síðari hluta 19. aldar, er
það komst mjög í tízku úti í Evrópu.
Mikið af silfurskarti var að vísu steypt,
einkum á fyrri tíð, beltispör og stokkar
en einnig millur, og skúfhólkar voru
valsaðir og grafnir, en víravirkið þótti
samt fínast og eftirsóttast, og má sjá
marga mjög vandaða hluti með víravirki,
svo sem beltispör og stokka og millur á
belti, sprotaenda, boðungamillur og í
seinni tíð var ekki fátítt að skúfhólkar
hefðu víravirki á ytra borði, en innan í
var laus hólkur sem oft var gylltur, kall-
aður fóður, og glóði þá gegnum hvítt
víravirkið. Fengust því flestir gullsmiðir
meira og minna við víravirkissmíð og
sumir svo að segja einvörðungu, og var
það oft mjög vandað og fíngert, gat ver-
ið afar þétt og að jafnaði kornsett. En
einnig sést það af einfaldari gerð, gisið og
efnislítið, og hefur gerð þess bæði farið
eftir færni smiðsins svo og hversu mikið
átti í það að leggja, og sumt af hinu elzta
víravirki, sem kom eftir hringavíravirkið,
er gróft og ber jafnvel keim af smíði þess.
Ekki hafa þó allar konur haft efni á
silfurstássi og því var mjög algengt, eink-
um á fyrri tíð, að í stað silfurs væru mill-
ur og beltisskraut steypt úr kopar eða
smíðað úr eir eða látúni. Jafnvel sést víra-
virki smíðað úr eir. — Gull var hins vegar
mjög fátítt í kvenskart og ekki nema í
fáum dlvikum, þá helzt nælur og að sjálf-
sögðu hringar.
Þór Magnússon
6 HUGUROGHÖND