Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Síða 30

Hugur og hönd - 01.06.2002, Síða 30
Svœfilver- feneyjasaumur (venetiansk broderi). Saumað afÞór- unni. Svunta- utan um svuntuna eru saumaðar franskar tungur, fyllt er undir tungurnar meSþrœðispori svo þœr verði upphleyptar. Munstur er saumað með leggsaum ogflatsaum. Saumað afÞórunni. Þessum frumkvöðlum var ljóst, að for- senda þess að handavinna geti öðlast sama gildi og verið metin til jafns við aðrar námsgreinar skólanna, þá verði að kenna þetta fag samkvæmt kennslufræði á sama hátt og aðrar námsgreinar og fá til þess menntaða kennara. I raun gekk kennslufræðin út á að æfa hug og hönd, efla sjálfstæði, frumkvæði og almenna skynsemi til að takast á við daglegt líf og ný gildi, en til að ná settum markmiðum var áhersla lögð á hnitmið- að námsefni og skýr markmið. Þetta var vissulega stór þáttur í að losa stúlkur undan oki og undirgefni og öðl- ast nýtt gildismat, ein leið til að styrkja og byggja upp sjálfsmynd stúlkna. En þessi þáttur í baráttu til jafnréttis hefur verið afar vanmetinn og misskilinn. Fátt var áhrifaríkara í reynd en viðurkenning og virðing á kvenlegum fræðum til jafns við bóklegar greinar sem voru helgaðar piltum. Þetta tókst, brautryðjandastarf Þóru Melsteð bar þess vitni; Kvennaskólinn varð eftirsótt menntastofnun sem naut mikillar virðingar. Hvítur útsaumur Ef litið er í skrá yfir „Kennslu- og próf- greinar“ Kvennaskólans árin 1874— 1974, er „hvítt broderí“ ein af náms- greinum sem kenndar eru við skólann fram undir 1920. A þessum árum var hvítur útsaumur stór þáttur í hannyrð- um kvenna í flestum nálægum löndum. I Danmörku eru nokkur svæði þekkt fyrir afar listrænan og fallegan hvítsaum, einkum svæðið Hedebo sem er þríhyrn- ings-umdæmið eða heiðarnar milli Taastrup, Koge og Roskilde. Þarna þró- aðist hvítsaumur í útsaumslist og má ætla að þaðan séu komnar margar fyrir- myndir sem hér voru saumaðar. Upprunalega var hvítsaumur alltaf saumaður í hvítt hörléreft og með hvít- um hörþræði, aðallega til skreytinga á fatnaði, skyrtur, náttserki og annað heimilislín. Þegar talað er um hvítsaum getur ver- ið átt við nokkrar gerðir útsaums þó Lítillpoki- hedebo. Saumað afÞórunni. tæknileg útfærsla þeirra sé allfrábrugðin en sameiginlega eiga þær allar á einn eða annan hátt bakgrunn og tækni að sækja til saumaðra kniplinga eða reticella (1450 -1550). Hedebo er útklipptur saumur, eða danskur kniplingasaumur, mynstrin oft- ast stílfærð blóm, gerð úr klipptum göt- um, sem í er saumað mynstur með kapp- melluspori (hnappagöt). Þessi saumgerð var mikið tíðkuð hér á landi á fyrri hluta 20. aldar. Annar saumur sem byggist á útklippt- um formum er Feneyjasaumur (veneti- ansk broderi). Mynstrið er teiknað á út- saumsefnið og saumað með tunguspori (þræðinum brugðið undir nálina). Þessi saumur var afar vinsæll, bæði í undir- fatnað kvenna, dúka og vöggusett og er talsvert saumaður enn þann dag í dag. Einn allra vinsælasti hvíti útsaumur- inn á 19. öld og fram á þá 20. var ensk- ur og franskur saumur. Það eru kringlótt göt saumuð með tunguspori eða frönsku varpi en blóm og blöð saumuð upp- hleypt með þéttum flatsaum. Fleiri gerðir hvítsaums voru saumaðar, svo sem rússneskur saumur, harðangur- og klaustursaumur og fleiri saumgerðir. Kirkjan átti stóran þátt í útbreiðslu hvít- saumstækninnar, sem var eftirsótt til skreytinga á kirkjutextílum og skrúða presta og var oft klausturvinna. „Leiðarvísir til að nema ýmsar kvennlegar hannyrðir" Arið 1886 er gefin út fyrsta hannyrða- bókin á íslensku: „Leiðarvísir til að nema ýmsar kvennlegar hannyrðir“ eptir Þóru Pjetursdóttur, Jarðþrúði Jónsdóttur og Þóru Jónsdóttur. I formála bókarinnar láta þær í ljós, að það sé erfiðleikum bundið að fjalla um hannyrðir þar sem ekkert hafi verið ritað í þeirri grein á ís- lensku sem styðjast má við. Þær vona að bókin komi sem flestum að liði, einkum sveitastúlkum sem eigi erfitt með að fá sér tilsögn og uppdrætti. Árið 1928 gefur Elísabet Valdimars- dóttir út bókina „Leiðarvísir til að nema ýmsar hannyrðir og fatasaum”. Um þá 30 HUGUROG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.