Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 42

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 42
AnnaS af tveimur biblíuteppum Harriet Powers, sennilega frá um 1885. Teppid er í eigu Smithsoninan safhsins í Washington DC. (AÁÁáAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAaa a4 t £ Bútasaumsteppi í evró-amerískum stil (Feathered Stars), aldur óþekktur. sagðar sögur, sungið og dansað. Þessar samkomur voru haldnar með leyfi hús- bændanna, enda fór þar fram saklaus saumaskapur að þeirra mati. Þegar leið á tíma þrælahaldsins urðu samkomurnar mikilvægar vegna upplýsingamiðlunar um flóttaleiðir til Norðurríkjanna. Ný- verið hefur verið reynt að sýna fram á að í bútasaumsteppum, mynstrum þeirra og litasamsetningum, leynist hulin merk- ing. Þrælar og andstæðingar þrælahalds hafi komið sér upp merkjamáli til að vísa þrælum á flóttaleiðina í frelsið, vara þá við hættum eða benda á öruggt húsa- skjól. Viðeigandi teppi hafi verið hengd út á snúru eða á annan sýnilegan stað. Leyndardómurinn um táknmál tepp- anna hafi verið svo vel falinn að fyrst ný- lega hafi afkomandi þræla skýrt frá hinu sanna. A þrælatímanum var refsivert að kenna þrælum lestur og skrift. Því eru ritaðar heimildir frá þessum tíma verk hvítra manna, en seinna var einnig stuðst við munnlegar frásagnir blökkumanna. Þegar áhugi rannsakenda á bútasaumi jókst á átt- unda áratugnum kom í ljós að fáar heimildir eru til um verk þeldökkra búta- saumskvenna og dag- legt líf þrælanna. Hversdagslegir hlutir eins og saumaskapur kvenna þótti ekki í frásögur færandi. Heimildir fræði- manna byggjast að miklu leyti á viðtölum sem tekin voru við fyrrverandi þræla sem enn lifðu snemma á 20. öld. Ekki var spurt sérstaklega um búta- saum, en hann barst oft í tal þegar minnst var á samkomur og skemmtanir. Þá hafa mörg teppi og saga þeirra varðveist í fjöl- skyldum í margar kynslóðir sökum sterkrar munnmælahefðar. Það hefur safnast töluvert af heimildum um búta- saum hvítra kvenna frá 19. öld, aðallega úr dagbókum kvennanna sjálfra og í prentuðum ritum. En fyrir 1960 var varla minnst á þeldökkar bútasaumskon- ur og verk þeirra. Vegna lítillar þekkingar á bútasaums- verkum kvenna af afrískum uppruna hafa orðið til mýtur. Fry hefur rannsakað þræla-teppin og kallar mýturnar staðlað- ar hugmyndir hvíta mannsins í Suður- ríkjunum. Mýturnar hljóða m.a. svo: a) öll groddaleg teppi frá því fyrir þræla- stríð (1861-65) voru unnin af þrælum, b) öll teppi frá því fyrir þrælastríð með löng, ójöfn spor eru þræla-teppi, c) þræl- arnir notuðu annars flokks bómull í teppin sín, d) bakhliðin á teppunum var alltaf sett saman úr afgöngum, e) ef bómullarfræ fannst á milli laga í teppinu var þetta áreiðanlega þræla-teppi. Fram undir 1980 kom fram á prenti að bútasaumsteppi í afró-ameríska stíln- um bæru með sér skort á listrænum hæfileikum kvennanna sem gerðu tepp- in. Með frekari rannsóknum á búta- saumi 19. aldar og menningararfleifð þrælanna, hafa þessar stöðluðu hug- myndir verið hraktar. Fræðikonum af afrískum uppruna rann blóðið til skyld- unnar og þær hafa afsannað hverja rang- hugmyndina á fætur annarri. Staða kvenþrælanna var á margan hátt erfið. Þær stóðu á mörkum tveggja hug- mynda- og menningarheima. Þær báru 42 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.