Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2002, Qupperneq 15

Hugur og hönd - 01.06.2002, Qupperneq 15
Langsjal: Lengd 180 cm. Breidd 50 cm. Þyngd 100 gr. Kembur, samkembdar úr bvítri og mórauSri ull. Amma Margrétar, Margrét Eiríksdótt- ir, húsfreyja á Lækjamóti, hafði lengi átt prjónavél sem var mikið notuð. Heimil- ið eignaðist nýja og fullkomnari prjóna- vél um 1930, hún var einnig mikið not- uð til að prjóna alls konar fatnað bæði fyrir heimilisfólkið og aðra. Margrét tók snemma þátt í allri þessari vinnu og þjálfaðist í vinnubrögðunum. Hún var ekki nema 10 ára þegar hún var tekin til við að prjóna á nýju prjónavélina, þá búin að ná góðri færni við það verk. Þannig kynntist Margrét öllum vinnslu- stigum ullarinnar, með þjálfun þroskað- ist smekkur hennar fyrir litasamsetning- um, hönnun og vönduðum vinnubrögð- um. Á þessum tíma var þar í sveit kona sem kembdi ullina sjálf, spann hárfínt band og prjónaði langsjöl og hyrnur úr því. Hreifst Margrét mjög af listfengum vinnubrögðum hennar. Margrét var í farskóla á barnaskólaár- um sínum, árlegur skólatími var tveir mánuðir. Hún var óreglulegur nemandi við Kvennaskólann á Blönduósi 1933-35, en þar var móðir hennar kennari. Þar lærði Margrét einkum fatasaum og útsaum. Reyndist Margréti námið þar drjúgt veganesti til þeirra starfa sem hún síðar tók að sér. Síðan var hún við nám við Héraðsskólann á Reykjum 1935-36. Margrét tók kennarapróf frá Kennara- skóla Islands árið 1940. Var kennari í Þorkelshóls- og Þverárhreppum í Húna- vatnssýslu 1940-41. Þar næst gerðist hún handavinnukennari við Kvennaskólann Togþráður. Togmikil ull var valin. Þegar tekið var ofan af varþess gœtt að sem allra minnst þel jýlgdi toginu. Togið var kembt í togkömbum og lyppað úr þeim, þráður spunninn úr lypp- unum og hann tvinnaður. Heklað úr togþrœðinum með heklunál nr. 2 'L. Blóm. Hekluð úr togþrœði ásamt jurtalituðu þelbandi. HUGUROGHÖND 15

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.