Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Síða 11

Hugur og hönd - 01.06.2002, Síða 11
Altaristaflan í Þorldkskirkju er samtals 21 m2, en hún er búin til úr 65 einingum. Ljósmynd: Imynd/Guðmundur Ingólfison. og brimið bjuggu yfir ólýsanlegri fegurð. Gunnsteinn sagðist ekkert hafa verið að hugsa til Galíleuvatns í sambandi við myndgerðina, en eftir þessi kynni við hafið skildi hann tilfinningar Þorláks- hafnarbúa gagnvart verkinu. Ahrifin voru varanleg, sönnun þess er að nú á Gunnsteinn hús á Eyrarbakka, þar sem hann hefur vinnuaðstöðu. Skorið úr múrnum Múrrista er upprunalega ítölsk tækni og er Gunnsteinn, að því er best er vitað, eini íslenski listamaðurinn sem hefur lagt stund á hana. Tæknina lærði Gunn- steinn við Listaháskóla Edinborgar, en þaðan tók hann lokapróf árið 1969. Áður hafði hann lokið námi í Myndlista- og handíðaskóla Islands. Gunnsteinn segir að múrrista sé mjög vandmeðfarin aðferð. Öfugt við það sem er í freskutækni, þá er liturinn blandaður í múrefnið sjálft og hvert lag eftir annað sett á vegginn, oftast Ijósasti liturinn efst. Síðan er skorið úr með beittum hníf til að fá myndina fram. Af þessu myndast einhvers konar lágmynd, þar sem mismunandi litir mynda stalla. Listamaðurinn þarf að hafa hröð hand- tök, því það tekur ekki lengri tíma en um 3-4 klukkutíma fyrir múrinn að harðna og þá er ekki lengur hægt að skera í hann. Af þessum sökum verður að vinna myndina í áföngum, litla fleti í einu. Sérstaklega þarf þó að undirbúa vegginn áður en hægt er að nota hann til múrristu. Fyrst er veggurinn lagður vír- neti og rappað yfir það. Lituðu múrlög- in eru svo dregin á hann, hvert ofan á annað, eftir því hve margir litir eiga að vera í myndinni. I múrinn er notuð kalk- og sandblanda eins og í fresku. Hægt er að verja tilbúna múrristu með því að bræða á hana blöndu af bývaxi og paraffínvaxi. Að flestu öðru leyti er ferlið mjög svip- að og í freskugerð. Fyrst eru skissurnar teiknaðar og „litasetteringar“ gerðar, síð- yfir. an eru teikningarnar færðar í fulla stærð, 1:1. Gunnsteinn segist gera kalkteikn- ingu á örþunnan pappír. Þessa kalk- teikningu leggur hann upp að blautum vegg og notar þrýsting til að færa teikn- inguna á vegginn. I Þorlákshöfn var myndin einnig skor- in niður, í samtals í 65 einingar. Þetta var gert til þess að gera hana sveigjanlega og verja þannig fyrir hugsanlegum jarð- skjálftum. En í heild er myndin 21 m2, sjö metrar á lengd og þrír á hæð. Múrrista hefur sínar takmarkanir. Tæknin býður ekki upp á sams konar sveigjanleika og til dæmis freskugerð, frekar fangar hún eitt kyrrstætt augna- blik, í múrristu hefur hreyfingin stöðvast. Gunnsteinn sagðist líta á þetta sem mikla áskorun. I hvert skipti yrði hann að spyrja sjálfan sig: Hvers konar augnablik er þetta sem ég vil miðla til á- horfenda? Handverk og listræn túlkun Undirbúningur veggjarins er mjög mikilvægur bæði í fresku og múrristu. I þeim löndum þar sem þessar tvær að- ferðir eru notaðar í meira mæli, hafa listamenn venjulega aðstoðarmenn, sér- lærða handverksmeistara til þess. I Lucca hafði Helgi Þorgils tvo slíka menn sér til aðstoðar auk þess sem prófessor í freskugerð sá til þess að hann gerði allt rétt. Gunnsteinn segist aftur á móti hafa gert allt sjálfur, enda er hér ekki slíka handverksmenn að finna. Það er svo verk listamannsins að gæða myndina lífi. Þegar um altaristöflu er að ræða, eru hendur hans oftast bundnar við aldagamlar hefðir og stakkurinn þröng- ur. Því er athyglisvert að sjá hvernig þessir tveir listamenn hafa tengt saman hefð og eigin listsýn í glímunni við helgi- dóminn. Marjatta Isberg Ljósmyndir afverkum Helga Þorgils tók listamaðurinn. HUGUROGHÖND 11

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.