Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Page 18

Hugur og hönd - 01.06.2002, Page 18
Litir á ísiensku sauðfé og önnur einkenni Frá fornu fari hafa margir litir komið fyrir í íslensku sauðfé. Sennilega hefur flest fé í landinu verið hvítt á öllum öld- um en mislitt fé hefur alltaf komið fyrir innan um hvíta féð. Hvítur litur Sumt fé er skjannahvítt á haus, fótum og bol. Það er kallað alhvítt (1. og 2. mynd). Stundum kemur gulur litur fyr- ir í hvítu fé, sérstaklega á haus og fótum. Þetta fé er ýmist kallað gult, írautt eða vellótt ( 3. og 4. mynd). I hvítum kindum koma líka stundum fyrir óreglulega lagaðir svartir blettir hér og þar á skrokknum. Þá er kindin sögð blettótt (4. og 6. mynd). Svört og mórauð hár Mislitt fé er með dökkan lit á haus, fót- um og bol. Dökku litirnir sem koma fram í hárum og ull eru aðeins tveir. Annar þeirra er svartur (7. mynd) en hinn mórauður (12. mynd). Togið svart eða mórautt en þelið hvítt Islenskar kindur eru með tvenns konar ullarhár í reyfinu. Annars vegar eru löng og fremur gróf yfirhár og hins vegar stutt, fín og mjúk undirhár. Yfirhárin í reyfinu eru kölluð tog en undirhárin þel. Gráar kindur eru með svart tog og hvítt þel (8. mynd) en grámórauðar kindur með mórautt tog og hvítt þel (13. mynd). Arfhreinar gráar kindur eru oft mjög ljósgráar (10. mynd). Litamynstur á kindum Sumar mislitar kindur eru með svoköll- uð litamynstur. Þannig eru botnóttar kindur með dökkan lit á haus og efri hluta bols en gulleitan eða hvítan kvið og hvítan rass upp undir rófu. Þær kind- ur geta ýmist verið svartbotnóttar (14. mynd), grábotnóttar (15- mynd) eða móbotnóttar (16. mynd). Annað litamynstur er golsótt. Þá er kindin ljós á efri hluta bols en með 1. Hvítur, hyrndur hrútur White, horned ram 3. Gul, hyrnd ær White, horned ewe with tan fibres 3. Svarthöttóttur, hyrndur hrútur með krúnu Black piebald, homed ram, with a hood and a head spot 7. Svört, kollótt ær Black, polled ewe 2. Hvít, hyrnd ær White, horned ewe 4. Gul, kollótt ær með svartan blett White, polled ewe, with tan fibres and a black spot 6. Hvítur, hyrndur hrútur með svartan kjamma White, horned ram, with a black cheek 8. Dökkgrá, kollótt ær Darkgrey, polled ewe 18 HUGUROG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.