Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2002, Qupperneq 8

Hugur og hönd - 01.06.2002, Qupperneq 8
Frá fórnarstalli að Drottins borði Tvær nálganir að myndverki við altarið I flestum trúarbrögðum færa menn guð- um sínum fórnir, þó að um mismunandi gerðir fórna geti verið að ræða. I þeirri miklu miðstöð viðskipta og bankastarf- semi, Singapúr, er til dæmis ekki óal- gengt að sjá virðulegan kaupsýslumann leggja ávexti á pappadisk í húsasundi og kveikja í reykelsi, guðunum til fórnar. Með þeirri athöfn tryggir hann sér góðan árangur í viðskiptum dagsins. Hér hjá okkur og víðar til forna var reistur sérstakur stallur fyrir slíkar at- hafnir — blótstallur. Fórnardýrinu var slátrað við stallinn og blóðið látið renna í skál, til að blíðka Óðin og aðra æsi og þeim til dýrðar. Með kristninni var ýmsum gömlum siðum fenginn nýr búningur, þeim var gefið nýtt innihald og ný merking. Svo var einnig um heiðið blót. Með því breyttist blótstallurinn í altari, borð Drottins. Við þetta borð neyttu kristnir menn víns og brauðs, en þau táknuðu líkama Krists, fórn hans vegna synda mannkynsins. Tískusveiflur í altarismyndum Mjög snemma fóru menn að skreyta guðshús og sérstaklega þann stað þar sem þessi táknræna fórn fór fram. Messan og altarisgangan áttu að verða að eftir- minnilegri stund, þar sem sál okkar gat hafið sig yfir hversdagsleikann og fundið sér hvíld í bæn og notið blessunar Guðs. Stíllinn, bæði í myndunum sjálfum og hvernig altarið og altaristaflan eru byggð, hefur verið breytilegur í aldanna rás, en segja má að bæði austurkirkjan (grísk- kaþólska) og vesturkirkjan (rómversk- kaþólska) séu mun íburðarmeiri en lút- erska kirkjan okkar. Bæta má ef til vill við að lúterskan virðist hafa beðið ósigur, því að ýmsir gamlir siðir, eins og bæna- kerti og helgimyndir hafa komist mjög í tísku undanfarin ár. Hér í framhaldinu verða kynntar tvær altarismyndir eftir íslenska listamenn, freska eftir Helga Þorgils Friðjónsson, og múrrista eftir Gunnstein Gíslason. Freskur í Toskana Helgi Þorgils Friðjónsson hefur getið sér gott orð innan nútímalistar og hefur víða sýnt verk sín. Hann hefur þróað sérstæðan stíl, sem flestir Islendingar þekkja. Síðast liðið ár fékk Helgi boð um að koma til ítalíu og skreyta þar litla einkakapellu ungra hjóna í hinni sögu- frægu borg Lucca í Toskanahéraði á Mið- Italíu. Kapella þessi, sem að sögn Helga Hvítu skýjabólstrarnir á miðjum kórveggnum liggja eins og móðurfaðmur sem umlykur allt mannkynið, róandi og huggandi. Til vinstri eru litlir drengir, listamaðurinn sjálfur meðal peirra. 8 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.