Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Síða 10

Hugur og hönd - 01.06.2002, Síða 10
Helgi gerSi allar skissurnar beima. Endanlega myndin varS Heildarmynd af kapellunni. samt ekki nákvœmlega eins og skissurnar. merktar með því að púðra í gegnum göt sem gerð eru á vinnuteikningarnar. Freskugerð er mjög vandasöm því að bæði þarf að taka tillit til þess að litirnir verða ljósari þegar þeir þorna og ekki er hægt að laga villur nema með því að skafa burt plásturinn, þar sem litirnir bindast fast við múrinn. Að mála fresku er erfiðisvinna, því að myndflöturinn er stór og sífellt þarf að ganga upp og niður tröppurnar. Skýjabólstrar yfir Snæfellsnesi Um myndefnið segir Helgi Þorgils að í kapellu vilji fólk finna helgidóminn. Verkið í kórnum sé því samrýmanlegt þessari hugmynd. I miðjuna málaði Helgi stór hvít ský sem augu kirkjugesta geta hvílt sig við að horfa á. En til hlið- ar eru minni ský sem lítil börn halda uppi. Neðst á kórveggnum, fyrir neðan skýjabólstrana, blasir við Snæfellsnes í allri sinni dýrð. Helgi Þorgils segir að eigendurnir hefðu fyrst viljað að hann málaði þarna landslag Toskanahéraðs, en hann hafði ekki treyst sér til þess. Einnig á veggnum á móti kórnum getur að líta rammíslenskt landslag. Þarna skaga upp Þríhyrningur og Hekla, sitt hvorumegin við dyragættina. Að ósk eigendanna málaði Helgi einnig sjálfan sig á myndina, með palettu í hendinni. En fyrr á öldum var það al- gengt að málarinn lét sitt eigið andlit og einnig önnur þekkt andlit, að minnsta kosti þess sem borgaði fyrir vinnuna, vera með. Þegar litið er á myndir Helga, samein- ast í þeim gömul evrópsk kirkjuhefð og sérstæður nútímalegur stíll, sem er eigin- legur fyrir listamanninn. Á skýjum, of- arlega í myndinni, sveima litlir drengir sem tákn um sakleysi, en þeir hafa nú- tímalegt útlit og í höndunum hafa sum- ir þeirra hversdagslega hluti, eins og hrossabrest. Á milli drengjanna sjást á- vaxtaklasar sem tákn um gjafmildi jarð- arinnar. Múrrista í Þorlákskirkju Þeir sem átt hafa leið um Þor- lákshöfn hafa ef til vill veitt athygli sérstæðri altaris- töflu sem prýðir kirkjuna. Hún er unnin með múr- ristuaðferð (sgraf- fito) og er sú eina sinnar tegundar hér á landi. Höfundur- inn er Gunnsteinn Gíslason, sem starfar nú sem dósent við Listadeild Kennarahá- skóla Islands, en altaristöfluna gerði hann á árunum 1984-85. Múrristur eftir Gunnstein eru víða hér heima og er- lendis, m.a. í anddyri Fjölbrautaskólans í Breiðholti, en altaristaflan í Þorlákshöfn er langstærst. Myndefni altaristöflunnar er sótt í þekktan atburð sem lýst er í Matteusar- guðspjalli. Lærisveinar voru á báti á Galíleuvatni og sáu Jesú ganga yfir vatn- ið í áttina til þeirra. Pétur ætlaði þá að leika sama leikinn og ganga á móti meistaranum. En þegar hann stígur á vatnið, bregst trú hans og hann sekkur. I dauðans angist kallar Pétur þá á Jesú: „Herra, bjarga þú mér“ (Matt. 14:30). Þessa setningu valdi Gunnsteinn sem útgangspunkt þegar hann byrjaði að vinna að altaristöflunni, en safnaðar- stjórnin hafði óskað eftir að myndefnið tengdist hafinu. Gunnsteinn segir að vinnan við altari- stöfluna hafi haft sterk áhrif á sig. Fyrir þann tíma hafði hann aldrei látið sér detta í hug að einhverja fegurð væri að finna á þessum slóðum, þarna væri ekk- ert nema hraun og sandur. En þegar hann fór að skoða staðinn betur, snerist honum hugur. Þarna opinberaðist ótrú- leg náttúra. Birtan, skýjafarið úti á sjó 10 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.