Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 7

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 7
Þjóðbúningaráð Á grundvelli þingsályktunartillögu frá 10. mars 1999 skipaði menntamáiaráð- herra í janúar 2001 þjóðbúningaráð til fjögurra ára. Hlutverk þess er að varð- veita og miðla þekkingu á íslenskum búningum, gerð þeirra, að koma upp og halda skrá yfir íslenska búninga í söfnum innan lands og utan, og skrá heimildir um íslenska búninga. Eftirtaldir sitja í þjóðbúningaráði til fjögurra ára: Lilja Árnadóttir formaður, tilnefnd af Þjóðminjasafni Islands, Áslaug Sverrisdóttir, tilnefnd afÁrbæjar- safni, Svanhildur Stefánsdóttir, tilnefnd af Kvenfélagasambandi Islands, Dóra Guðbjört Jónsdóttir, tilnefnd af Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og Elínbjört Jónsdóttir, dlnefnd af Heimil- isiðnaðarfélagi Islands. Varamenn eru: Margrét Gísladóttir, tilnefnd af Þjóð- minjasafni Islands, Unnur Björk Lárusdóttir, tilnefnd af Ár- bæjarsafni, Halla Aðalsteinsdóttir, tilnefnd af Kven- félagasambandi Islands, Lilja Ingibjörg Jóhannsdóttir, tilnefnd af Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og Kristín Schmidhauser Jónsdóttir, til- nefnd af Heimilisiðnaðarfélagi Islands. Ráðið tók þegar til starfa en flestir full- trúar þess höfðu áður setið í Samstarfs- nefnd um íslenska þjóðbúninga sem starfað haíði allt frá árinu 1969. Veitti menntamálaráðuneytið fjárveitingu svo ráðið gæti hafið störf. Fyrsta stóra verk- efnið sem ráðist var í var söfnun efnis um íslenska búninga sem henta myndi til að setja inn á heimasíðu ráðsins. Að fengn- um tilboðum í tæknivinnu við heima- síðugerðina var ákveðið að semja við Anok margmiðlun ehf um verkið og hefur samstarfið við fyrirtækið gengið með á- gætum. Hefur verk þetta reynst allviðamikið enda ráðið sammála um að setja markið hátt bæði hvað varðaði innihald síðunn- ar og uppsetningu. Nefndarkonur hafa Börn í íslenskum pjóðbúningum í Minjasafhi Reykjavíkur. Ljóssnynd: Bdra. allar lagt mikla vinnu af mörkum en vinna í frekari vinnsiu, viðbætur og við- þessa dagana fer fram ritsfyring og yfir- lestur á efninu. Stefnt er að formlegri opnun heimasíðunnar www.buningurinn.is í sumar. I framhaldi af því verður áfram lögð hald efnis á heimasíðuna jafnframt öðr- um verkefnum sem ráðið hefur í hyggju að hrinda af stað s.s. sýningahaldi og frekari fræðslustarfsemi. Saumastofan Nálaraugað Fífuhjalla 6 200 Kópavogi íslenskir þjóðbúningar Sérsaumur Breytingar Námskeið Ráðgjöf Jófríður Benediktsdóttir klæðskera-og kjólameistari Símar: 554- 3938 / 862-6414 Netfang: jofridur@centrum.is HUGUROGHÖND 7

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.