Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 20

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 20
vorið 2000 til að standa vörð um við- hald og ræktun forystufjár á Islandi. Forystuféð á Islandi er einstakt í heim- inum eftir því sem best er vitað. Ferhyrnt og ferukollótt Til eru kindur á Islandi sem eru með fjögur horn, en venjulegt hyrnt fé er að- eins með tvö horn. Hornalagið á fer- hyrndu er þannig að fremri hornin tvö vísa upp á við og síðan út til beggja hliða. Aftari hornin vaxa út frá höfðinu og niður til beggja hliða. Þau eru grennri og styttri en fremri hornin. Erfðavísir fyrir ferhyrndu ríkir yfir erfðavísi fyrir tvíhyrndu. Kollótt ríkir yfir bæði hyrndu og fer- hyrndu. Hausinn á kollóttu fé sem gengur með ferhyrnda erfðavísinn er öðru vísi í laginu en hausinn á venjulegu fé. Þess vegna sést á hauslaginu á koll- óttu fé efþað gengur með erfðavísi fyrir ferhyrndu. Þá er það kallað ferukollótt. Ferukollóttur hrútur sem er mókrúnótt- ur og leistóttur er sýndur á 34. mynd. Erfðavísir fyrir ferhyrndu getur komið fyrir í bæði hvítu og mislitu fé en fer- hyrnd lömb eru líklega oftar sett á ef þau eru mislit. Mislitar ær og frjósemi Mislitar ær eignast fleiri lömb en hvítar ær. Það hefur verið skýrt með því að hvít fóstur í hvítum ám séu í meiri hættu á að tapast heldur en mislit fóstur þegar frjóvgaða eggið á að festast í leginu. Mislitar ær beiða líka oftar á sumrin en hvítar ær og bera þá stundum í janú- ar eða febrúar. Litaheiti í Hjaltlandseyjafé A ráðstefnu sem haldin var um Hjaltlandseyjafé á Hjaltlandi haustið 2000 hélt ég erindi með heitinu: 1000 years of sheep in Shetland. I erindinu tók ég saman yfirlit um liti í Hjaltlandseyjafé og kenndi þar margra grasa. Mér kom á óvart hve mörg heiti Hjaltlendingar eiga um sauðaliti sína. Það kom enn meira á óvart að mörg litaheitin á Hjaltlandi virðast vera af afar gömlum uppruna. Af 30 heitum á litum, fyrir utan aðallitina, var hægt að finna dæmi um 12 litaheiti sem eru sameiginleg á Hjaltlandi og Islandi, eins og sést í 1. töflu. Það er athyglisvert hve mörg litanöfn á Hjaltlandi eiga sér samsvörun á Is- landi, eða 40%. Þetta er enn athyglis- verðara þegar þess er gætt að Norðmenn munu hafa numið Shetland um eða 19. Mógolsótt, hyrnd ær Brown (moorit) badgerface, horned ewe 21. Svarthálsótt, leggjótt, hyrnd ær Black piebald, horned ewe, with outer socks 23. Svartkrögubíldótt, kollótt ær Black piebald, polled ewe, with dark cheeks and a collar 25. Gráflekkótt, hyrnd ær Grey piebald, horned ewe, with patches 27. Móarnhöfðóttur, botnóttur, hyrndur lambhrútur Brown piebald-moufflon, horned ram lamb,with an eagle head 20. Svartbaugótt, hyrnd ær Black piebald, horned ewe, with dark eyerings only 22. Svarthöttótt, hyrnd ær Black piebald, horned ewe, with a hood 24. Svartflekkótt, kollótt ær Black piebald, polled ewe, with patches 26. Móhöttótt, kollótt lambgimbur Brown (moorit) piebald, polled ewe lamb, with a hood 28. Svartbotnóttur, blesóttur, leistóttur, hyrndur forystusauður Black moufflon-piebald, horned leader wether, with a blaze and socks 20 HUGUR0G HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.